Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 13
fyrsta hópinn sem stundaði meistaranám í
hjúkrun við Háskóla Íslands.
„Það var margt sem mótaði viðhorf mín
til hjúkrunar,“ segir Sigrún. „Guðrún
Marteinsdóttir hafði mikil áhrif á mig og
áhugasvið mitt í hjúkrun. Ég fór fljótt eftir
útskrift að vinna í heilsugæslunni. Þar héldu
áfram að mótast hugmyndir mínar um það
hvað við getum gert hvert gagnvart öðru til
þess að okkur líði betur. Ég hafði nefnilega
haft mikla reynslu af heilbrigðisþjónustunni
persónulega og það var svo mikið að
brjótast í mér þetta með sjúkdóma og
hvað mikil takmörk þeir setja okkur. En
möguleikar okkar til þess að vernda okkar
eigin vellíðan og heilbrigði eru margir og
fleiri en okkur grunar. Ég bæði fór í hjúkrun
og kom úr námi með þessar hugmyndir
enn betur mótaðar. Í heilsugæslunni fékk
ég tækifæri til þess að vinna með þessar
hugmyndir. Við byrjuðum þar með ýmislegt
sem varðaði uppfræðslu skjólstæðinga
okkar og að vinna með skjólstæðingum
okkar að betri heilsu og lífsháttum.“
Sigrún fór seinna að vinna í heilbrigðis
ráðuneytinu og kynnti ásamt öðrum
hugtakið heilsueflingu. Hún skoðaði einnig
í meistaranáminu möguleika fólks að finna
innra með sér það sem getur styrkt heilsu
fólks og varðveitt hana. Í Svíþjóð kynntist
hún hugtakinu „salutogenesis“ sem hún
kallar á íslensku uppsprettur heilbrigðis.
„Það eru þessar uppsprettur heilbrigðis
sem eru svo heillandi. Þær búa innra
með okkur öllum og það er verkefni
okkar hjúkrunarfræðinga að virkja þessar
uppsprettur heilbrigðis hjá sjálfum okkur
og hjá öðrum. Þó að Florence Nightingale
hafi ekki notað þetta hugtak þá talaði
hún um þessa orku sem er til innra
með hverjum manni. Þetta er verkefni
hjúkrunarfræðinga og mér fannst snemma
svo heillandi við það að vera í hjúkrun að
við höfum þetta frelsi til þess að skapa
með skjólstæðingum okkar hugmyndir og
verkefni sem vernda og efla heilsuna.“
„Það er verkefni okkar
hjúkrunarfræðinga að
virkja þessar uppsprettur
heilbrigðis hjá sjálfum
okkur og hjá öðrum.“
Samskipti vega þyngst
Sigrún hefur mótað þessar hugmyndir og
þroskað í vinnu á ýmsum stöðum, eins
og í Félagi um lýðheilsu, í vinnuverndinni
á Landspítala og í starfi sínu með
deildarstjórum á Landspítala. „Þegar ég
var búin að gera þessar tvær stóru
rannsóknir á Landspítalanum um hvernig
fólki líður sem þar starfar þá komu allir
þræðirnir saman. Alveg frá því að ég var
stelpa hef ég velt fyrir mér hversu góð
áhrif sumar manneskjur hafa á mann,
hjúkrunarfræðingar, læknar, kennarar
og annað fólk, en aðrir hefðu kannski
þurft að vanda sig meira og koma
aðeins öðruvísi fram til þess að þessar
uppsprettur heilbrigðis fengju að njóta sín
og flæða fram,“ segir hún.
Fram hefur komið í rannsóknum Sigrúnar
að það sem hefur langmest áhrif á að fólk
fái að njóta sín í starfi eru samskipti þess
við næsta yfirmann. „Það er í gegnum
yfirmanninn sem tækifæri okkar koma í
ljós. Hvernig yfirmaðurinn talar við mann,
hvort hann gefur starfsmanninum frelsi til
þess að hugsa og ræða sínar hugmyndir,
eða ná fram sínum hæfileikum þannig
að hann njóti sín og komist hreinlega í
samband við eigið frelsi. Því sá sem er
frjáls hann fer að skapa, honum dettur
eitthvað nýtt í hug og finnur lausnir.
Oftar en ekki skapast þessar hugmyndir
í samtali. Þess vegna er samtalið milli
starfsfólks og milli starfsmannsins
og stjórnandans svo dýrmætt. Ég sá
það í þessum rannsóknum, bæði í
þvottahúsinu og í eldhúsinu, að þar
sem starfsfólkið hafði gott samband við
verkstjórana og hvað við annað fann það
ýmsar góðar lausnir varðandi hvernig
það gat unnið vinnu sína sem er í eðli
sínu þung, hávaðasöm og streituvaldandi
færibandavinna. Fólkið naut sín. Það
kom mér svo mikið á óvart. Ég hélt að
ég myndi þar finna einhver augljós merki
um vanlíðan og heilsubrest. En fólkið
var bara með þetta alveg á hreinu. Það
sagði: „Við erum svo frjáls hérna. Við
ráðum okkur sjálf. Okkur er bara sagt
hvað við þurfum að gera og við getum
ráðið því hvernig við klárum það. Það var
eins og fólkið myndaði litlar fjölskyldur við
færibandið og styddi hvað annað.“
Sigrún tók þessar hugmyndir og skoðaði
í ljósi ýmissa kenninga og rannsókna.
Hana langaði að sjá hvernig þetta væri
í starfi hjúkrunarfræðingsins gagnvart
sjúklingum. Úr því varð doktors verkefni
hennar og niðurstaðan var svipuð
og í fyrri rannsóknum. Ef samband
hjúkrunar fræðinganna og samstarf við
deildarstjórann er gott og ef deildar
stjórinn virðir hjúkrunarfræðingana og
ljósmæðurnar og leyfir þeim að blómstra
eru þeir ánægðir í starfi. „Þegar ég
hafði skoðað þetta hugsaði ég: Hvað
heitir þetta allt saman? Hvað heitir
svona stjórnun? Það má kalla hana
„organisational empowerment“ sem ég
þýddi sem styrkjandi stjórnun. Ég talaði
mjög mikið um þetta við vinkonu mína,
Vigdísi Magnúsdóttur. Þetta er umhyggja
í stjórnun, umhyggja stjórnandans um
leið og hann er hugrakkur og kraftmikill
og áræðinn og líka hógvær því að hann
gefur hinum pláss og tækifæri. Hann
gín ekki yfir verkefnunum heldur lyftir
samstarfsfólki sínu upp og segir: Hvað
kanntu, hvað viltu, hvernig get ég hjálpað
þér að blómstra í starfi? Ég hugsaði:
Jæja, köllum þetta bara styrkjandi
stjórnun.“
Stuttu seinna var Sigrún stödd í
Bandaríkjunum og fór í bókabúð. „Þar
blasir við mér bók sem á stendur „The
servant as leader“. Ég fer að blaða í
bókinni og hugsa: Þessi bók er beinlínis
um Vigdísi Magnúsdóttur og góða
stjórnun á Landspítala.“ Hún keypti
bókina og fór með hana heim. Á þeim
tíma var hún að vinna leiðtogaverkefni
Fyrsta bók Roberts Greenleafs
hefur verið gefin út aftur og aftur.
Hér er ein nýleg útgáfa.