Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201126 hjúkrun en áður. Breytingar hafa orðið í samsetningu mannaflans og verkefni að einhverju leyti verið færð á milli starfsstétta. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af mannafla á bráðadeildum hefur hækkað. Meiri stöðugleiki er í mannafla en fyrr og starfsmannavelta hefur víðast hvar lækkað umtalsvert. Það eitt og sér ætti að leiða til betri þjónustu og meiri gæða en áður. Á hjúkrunarheimilum, þar sem laun eru allt að 80% af rekstrarkostnaði, hafa stjórnendur aftur á móti freistast til þess að minnka hlutfall hjúkrunarfræðinga af mannaflanum en auka hlutfall minna menntaðra og lægra launaðra starfsmanna. Slíkar breytingar eru eingöngu gerðar á fjárhagslegum forsendum og ég er hrædd um að í fæstum tilfellum hafi áhrif þessa á gæði þjónustunnar og öryggi hinna öldruðu verið metið. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Landspítalanum. Skipulagi og skipuriti hefur verið breytt. Í nýju skipuriti eru þrjú stjórnunarstig í stað fjögurra áður. Markmiðið er að stytta boðleiðir og stuðla að dreifstýringu þannig að ákvarðanataka verði sem næst þeim sem spítalinn þjónar. Stjórnendum í hjúkrun hefur fækkað meira en hjá öðrum fagstéttum við þessarar skipulagsbreytingar. Það skýrist af fækkun hjúkrunardeildarstjóra við sameiningu deilda. Engu að síður geta hjúkrunardeildarstjórar haft mikil áhrif enda um öflugt stjórnunarstarf að ræða, mitt í starfseminni þar sem hjúkrun er veitt. Hjúkrunardeildarstjórar hafa mikil áhrif á þróun hjúkrunar og starfs þróun hjúkrunarfræðinga. Þeir ákveða samsetningu mönnunar með tilliti til þarfa skjólstæðinganna á hverjum tíma og áherslna í faginu. Þeir þurfa að forgangs raða í samræmi við umfang starf seminnar en einnig í samræmi við fjárlög. Hjúkrunardeildarstjórar geta því haft mikil völd. Í þessu sambandi er rétt að benda á að lagalegur grundvöllur hjúkrunar á Íslandi er sterkur. Sjálfræði (autonomy) hjúkrunarfræðinga hefur verið lögbundið frá 1978 og með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 var það styrkt enn frekar. Í nýju lögunum er heilbrigðiskerfið skilgreint þannig að það hvíli á tveimur meginstoðum, hjúkrun og lækningum. Á öllum heilbrigðisstofnunum skulu vera starfandi framkvæmdastjórar hjúkrunar og framkvæmdastjórar lækninga, auk forstjóra. Auk þess kveða lögin á um að á sjúkradeildum beri hjúkrunar deildarstjórar faglega ábyrgð á þeirri þjónustu sem þar er veitt. Sam­ kvæmt lögum bera því hjúkrunar fræðingar á Íslandi fulla faglega ábyrgð á hjúkrun. Áhrif efnahagskreppunnar á heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi Á Íslandi voru 855 hjúkrunarfræðingar starfandi á hverja 100.000 íbúa árið 2008, samkvæmt Health Statistics in the Nordic Countries. Það eru færri hjúkrunarfræðingar en á hinum Norður­ löndunum. Læknar á Íslandi voru aftur á móti næstflestir á Norðurlöndunum eða 372 á hverja 100.000 íbúa. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið á fjölda lækna á Íslandi frá efnahagshruninu 2008. Læknum starfandi á Íslandi hefur fækkað um 7,5% frá árinu 2008 og nú starfar þriðjungur íslenskra lækna erlendis samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Undanfarin misseri hefur gengið erfiðlega að fá unga sérfræðinga aftur til landsins að námi loknu. Stafar það fyrst og fremst af lægri launum lækna á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, þar sem flestir læknar ljúka sérfræðinámi, en einnig fælir óvissa og sífelldar breytingar á heilbrigðiskerfinu þá frá því að koma heim. Sérgreinar læknisfræðinnar eru yfir 40 og því augljóst að fáir sérfræðingar eru í hverri sérgrein í jafnlitlu heilbrigðiskerfi og á Íslandi. Fækkun lækna er því farin að ógna þjónustu í ákveðnum sérgreinum. Verulegur vandi er að skapast í heilsugæslunni þar sem læknar fást ekki til starfa. Læknar hafa áhyggjur af, og stjórnvöld ættu að gera það líka, að ný þekking berist ekki lengur til landsins og að álagið vaxi sífellt á þá lækna sem eru í starfi. Hvað hjúkrunarfræðinga varðar eru tölur um landflótta ekki jafnskýrar. Vikulegar fyrirspurnir til FÍH gefa þó til kynna að fjöldi hjúkrunarfræðinga sé að búa sig undir að fara til starfa erlendis, til lengri eða skemmri tíma. Um mitt ár 2008 mat FÍH það svo að um 20% skortur væri á hjúkrunarfræðingum á Íslandi. Nú er hins vegar atvinnuleysi meðal hjúkrunarfræðinga, þó aðeins um 1%, en almennt atvinnuleysi á Íslandi er um 7­8%. Segja má að á Íslandi eins og víða annars staðar hafi efnahagskreppan sett nokkurs konar plástur á áratuga manneklu í hjúkrun. Engu að síður verður að halda því til haga að nærri fjórðungur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi er á aldursbilinu 55­64 ára og nálgast því eftirlaunaaldur. Meðalaldur hjúkrunar­ fræðinga við töku lífeyris hefur alllengi Elsa bíður eftir að flytja erindi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.