Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201148 ÚTDRÁTTUR Mannauður í hjúkrun er dýrmætur. Síðustu áratugi hefur þörf fyrir heilbrigðisstarfsfólk vaxið stöðugt og krafan um nýtingu fjármuna og mannauðs orðið háværari. Leita þarf leiða til að nýta betur þann mannafla sem fyrir er í heilbrigðisþjónustunni. Markmið þessarar rannsóknar, sem gerð er grein fyrir hér, var að kanna reynslu sjúkraliða af vinnu og vinnuumhverfi sínu og hvað betur má fara svo veita megi sjúklingum skilvirkari hjúkrun. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem myndaðir voru þrír rýnihópar og rætt var við 21 sjúkraliða á bráðalegudeildum Landspítala. Greind voru þrjú þemu sem lýsa reyslu þátttakenda: 1) samstarf og nýting þekkingar; 2) styðjandi vinnuumhverfi; 3) umfang starfs. Þær tilvísanir, sem fram komu í svörum þátttakenda og liggja til grundvallar þemunum, voru flokkaðar í: a) samstarf, b) verkferla, c) húsnæði, d) aðföng, e) sjúklinga. Þátttakendur skynjuðu álag í vinnu sinni og bentu á þætti sem betur mættu fara. Þeir lýstu misræmi í starfskröfum eftir því hvaða hjúkrunarfræðingur var á vakt og fannst að vinnan væri ekki í fullu samræmi við nám þeirra. Þátttakendum fannst skorta á stoðþjónustu þar sem þeir eyddu oft miklum tíma í að flytja sjúklinga á milli deilda, svara í síma og vinna í býtibúri, allt verkefni sem í flestum tilfellum krefjast ekki fagþekkingar sjúkraliða. Töluverður tími fór í að leita að tækjum til aðstoðar við umönnun sjúklinga. Skynjun þátttakenda var að hjúkrunarþyngd væri að aukast þar sem sjúklingar eru eldri, veikari, eiga oftar við fíkniefnavanda og ofþyngd að stríða og eru oftar fórnarlömb ofbeldis en áður. Flestir þátttakendur voru sammála um að margt í vinnuumhverfinu væri jákvætt og að stuðningur við starfsfólk væri töluverður. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæta megi vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum með tilliti til samstarfs og nýtingar mannaflans, styrkjandi vinnuumhverfis og umfangs og veikinda sjúklinga. Lykilorð: Vinna, vinnuumhverfi, sjúkraliði. INNGANGUR Til að veita gæðaheilbrigðisþjónustu þarf vel menntað og hæft starfsfólk. Samhliða því þarf þjónustan að vera skipulögð og skilvirk þannig að þekking og færni hvers starfsmanns og faghóps fái notið sín (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, Landlæknisembættið, 2007; Institute of Medicine, 2011; International Council of Nurses (ICN), 2006). Heilbrigðiskerfinu hefur staðið ógn af vaxandi þörf og skorti á heilbrigðismenntuðu starfsfólki á síðastliðnum áratugum. Síður en svo hefur dregið úr þeirri kröfu með yfirstandandi alþjóðlegri efnahagslægð. Þar sem skortur er á heilbrigðisstarfsfólki á alþjóðavettvangi og fé af skornum skammti hvetur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) þjóðir heims til að leita leiða svo nýta megi betur þá þekkingu og mannafla sem er til staðar. Varað er við því að leysa vandann með því að búa til nýja hópa aðstoðarfólks í heilbrigðisþjónustu eða nýjar heilbrigðisstéttir. Alda Ásgeirsdóttir, Landspítala og Háskólanum í Reykjavík Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala RANNSÓKN Á VINNU OG VINNUUMHVERFI SJÚKRALIÐA Á BRÁÐALEGUDEILDUM LANDSPÍTALA ENGLISH SUMMARY Ásgeirsdóttir, A., and Bragadóttir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (5), 48­55 A STUDY ON THE WORK AND WORK ENVIRONMENT OF PRACTICAL NURSES IN ACUTE CARE INPATIENT UNITS AT LANDSPITALI UNIVERSITY HOSPITAL Human resources in nursing are valuable. The need for health care professionals has been growing steadily in recent decades, with increasing demand for the efficient use of human and monetary resources. Therefore it is important to look for ways for better use of the existing manpower in health services. The aim of this study was to explore the experience of practical nurses (PNs) regarding their work and work environment and identify potential ways to provide patients with better and safer nursing. Qualitative research methods were used with three focus groups, with a total of 21 PNs from Landspitali University Hospital acute care inpatient units. Three themes were identified from the data: 1) collaboration and the knowledge utilisation; 2) supportive work environment; 3) extent of work. Underlying topics from participants’ discussions were categorized into: a) collaboration, b) workflow, c) accommodation, d) resources, e) patients. Participants perceived a heavy workload and identified factors which can be improved. To some extent, participants expressed varying work requirements depending on the registered nurse (RN) on duty and some felt that their work did not conform to their education. They also felt a lack of support services, as they spent a lot of their time transporting patients between units, answering the telephone and working in the pantry; all work that in most cases does not require the knowledge of PNs. A significant amount of time was spent looking for equipment for patient care. Participants perceived an increased workload during past years, with patients getting older, sicker, and more often addicted or overweight. They also had to take care of a growing number of victims of violence. Most participants agreed that many things in the work environment were positive and that staff support was considerable. The results indicate that the work and work environment of PNs can be improved in acute care inpatient units with regards to collaboration, supportive work environment and patient load. Keywords: Work, work environment, practical nurse. Correspondance: aldaasg63@gmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.