Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201122 bls. 97). Sigríður eignar því þeim Kolbrúnu og Sigríði Síu rannsóknirnar þó svo það sé skýrt tekið fram að undirrituð sé ábyrgðarmaður og höfundur að þessum rannsóknum. Sigríður fjallar einnig um að aðferðafræðilega séu rannsóknir Kolbrúnar og Sigríðar Síu vandaðar og er það óneitanlega sérkennilegt því stuðst er við sömu aðferðafræði í umfjöllun þeirra Kolbrúnar og Sigríðar Síu og í umfjöllun í köflum 1 og 2 sem undirrituð er höfundur að. Sigríði hefði átt að vera það ljóst að verið er að fjalla að hluta til um sömu rannsóknir í fyrstu fjórum köflum bókarinnar þó svo niðurstöðurnar séu kynntar með ólíkum hætti. Um stórt gagnasafn er að ræða þar sem verið er að svara ólíkum rannsóknarspurningum (kaflar 1 og 2 eru yfirlitskaflar þar sem gefið er yfirlit yfir niðurstöður þessara rannsókna). Aðferðafræðin er hins vegar sú sama. Að lokum greinir Sigríður frá þeirri skoðun sinni að ef við Brynja hefðum í okkar rannsóknum stuðst við viðtöl hefðu þær rannsóknir haft mun meira gildi. Eins og áður hefur komið fram var stuðst meðal annars við viðtöl á slysa­ og bráðamóttökudeild og á Miðstöð mæðraverndar en þeim niðurstöðum eru meðal annars gerð skil í kafla 2. Ofbeldi er alvarlegt heilbrigðisvandamál sem fjalla þarf um af þekkingu, innsæi, nærgætni og af virðingu fyrir þolendum ofbeldis. Ég vil því hvetja lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga til að lesa sjálfir umrædda bók og að mynda sér sjálfstæða skoðun á gildi þeirra rannsóknaniðurstaðna sem þar eru kynntar. Umfram allt er það mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem starfa innan heilbrigðiskerfisins, kunni að bregðast faglega við þegar þeim er tjáð að skjólstæðingur þeirra sé þolandi ofbeldis en þá er það grundvallaratriði að veita þolendum ofbeldis viðeigandi fyrstu viðbrögð. Erla Kolbrún Svavarsdóttir er ritstjóri bókar­ innar Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd. Heimildir Erla Kolbrún Svavarsdóttir (ritstj.) (2010). Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2011). Notkun klínískra leiðbeininga við að greina ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Fyrirlestur haldinn 1. júní í Öskju Háskóla Íslands á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi, Drögum tjöldin frá. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ingólfur V. Gíslason (2008). Ofbeldi í nánum samböndum: Orsakir – afleiðingar – úrræði. Heilbrigðiskerfið. Reykjavík: Félags­ og tryggingamálaráðuneytið. Sigríður Halldórsdóttir (2011). Bókarkynning: Margbreytileg birtingarmynd ofbeldis. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87 (3), bls. 26­27. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010­2011. kynstrinoll.is – fjör í orði og á borði! Kynstrin öll er skemmtilegt og óvenjulegt spurningaspil með forvitnilegum og fyndnum spurningum. Spilið vekur eldfjörugar umræður meðal leikmanna um allt milli himins og jarðar í sambandi við samskipti kynjanna og kynferðismál. Spilið er kryddað með skemmtilegum fróðleik um málefni sem allir ættu að þekkja. Spilið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Kynstrin öll er spurninga- og partýspil fyrir vina- og kunningjahópinn, fyrir konur og karla og kynhneigðir af öllu tagi. Allir geta tekið þátt í spilinu, óháð reynslu af nánum samskiptum. HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR! TILBOÐ Á KYNSTRIN ÖLL FRAM AÐ JÓLUM:5000 kr.(+ sendingarkostnaður í póstkröfu).PANTANIR:jona@kynstur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.