Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201116 Starfsánægja kemur að innan Að sögn Sigrúnar er það alþekkt í fræðunum að starfsánægja kemur að innan. „Sannarlega þurfum við laun og búningsklefa og matartíma og sumarfrí en allt þetta skapar ekki hjá okkur starfsánægju. Menn geta orðið óánægðir ef þeir hafa þetta ekki en það getur ekki búið til starfsánægju. Þetta kom einnig fram í viðtölum mínum við deildarstjóra, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á Landspítalanum. Þó að starfið á Landspítala sé mjög þungt og aðstæður erfiðar á köflum eru menn ánægðir í starfi. Maður spyr sig hvers vegna. Flestir sem ég talaði við sögðu að það væri vegna þess að við erum að vinna með sjúklingum. Við vitum að það skiptir máli og hvað það er mikilvægt. Þetta verður svo mikið vítamín að allt hitt hverfur.“ Sigrún bætir við að þjónandi forysta gangi út á að leiðtogarnir séu alltaf að tala við starfsfólkið um það sem skiptir mestu máli. Þó að starfið sé stundum æðisgengið og erfitt þá spyr hinn þjónandi leiðtogi á sjúkrahúsi: Hvernig kemur þetta út gagnvart sjúklingnum, hvernig hafa sjúklingarnir það? „Vigdísi Magnúsdóttur, sem var í tuttugu og fimm ár hjúkrunarforstjóri og nokkur ár forstjóri og gekk í gegnum alls konar breytingar og niðurskurð og verkföll og vandræði, tókst alltaf að tala um hagsmuni sjúklingsins. Og það lempaði alla hluti. Fólk vildi fá frí og hærra kaup og breyta öllu mögulegu af því að það hentaði því betur en Vigdís spurði: Hvernig kæmi það út fyrir sjúklinginn?“ Þetta sjónarhorn er galdurinn við þjónandi forystu, að sögn Sigrúnar. Hinn þjónandi leiðtogi á að hjálpa mönnum að átta sig betur á þessu því auðvelt er að missa sjónar á aðalatriðunum í dagsins önn. „Núna þegar við fylgjumst með brúargerðarmönnum reisa brú á örfáum dögum, hvernig heldur þú að samstarfið sé? Hvernig heldur þú að stemningin sé á brúnni? Af hverju er rífandi stemning? Ef við gætum greint þetta gæti ég trúað að þar sé mjög margir hæfileikaríkir menn, brúarsmiðir sem allir kunna mikið en þeir fá líka að njóta sín. Þeir fá frelsi til athafna og þarna eru trúlega einhverjir leiðtogar sem gefa þeim þetta frelsi og hvetja þá til dáða af því að markmiðið er svo augljóst. Við ætlum að smíða þessa brú, það er brúin sem skiptir mestu máli. Ekki ég heldur heildarmarkmiðið. Það eru svo miklir hagsmunir í húfi, atvinnuvegir og ferðamenn, alveg eins og á sjúkrahúsi. Heilsa sjúklingsins er okkar brú og við ætlum að smíða þessa brú. Og til þess að brúin verði tilbúin og örugg þá verðum við að nota krafta okkar og við þurfum leiðtoga sem hvetja okkur til dáða og gefa okkur frelsi. Þjónandi leiðtoginn gerir það,“ segir Sigrún. Ígrundun mikilvæg En hvernig getur maður orðið slíkur leiðtogi? Af hverju er hann svona flinkur við að skapa þetta allt hjá öðrum? „Það er vegna þess að hann fer afsíðis öðru hvoru og ígrundar og skoðar sjálfan sig. Hann minnir sig á hvað hann ætlar sér að gera, hverjar hugmyndirnar eru og hugsjónirnar og hvernig hann getur orðið til gagns. Hann spyr sig: Hver er styrkur minn, hver er hugsanlega veikleiki minn, hvernig get ég lagað þetta? Hann þarf að vera í góðu sambandi við sjálfan sig og við starfsfólk sitt, við skjólstæðingana og við hugsjón sína. Þetta er talsverð vinna en hún gefur strax ávöxt.“ Það hefur að sögn Sigrúnar sýnt sig á sjúkrahúsum og öðrum fyrirtækjum í Bandaríkjunum að hagnaðurinn er miklu meiri hjá þeim fyrirtækjum sem aðhyllast þjónandi forystu en hjá sambærilegum fyrirtækjum. „Svo þetta kemur af sjálfu sér þegar þessar heilbrigðu aðstæður eru skapaðar. Það gengur út á þetta að koma til móts við fólk af umhyggju og jöfnuði og örva það til frelsis og hugmynda en jafnframt að menn treysti hver öðrum og séu góður hópur alveg eins og björgunarsveit er.“ Mér sýnist grundvallaratriðið vera traust en hvernig verður það til? „Traustið verður til þegar leiðtoginn hlustar á fólk. Við það að hlusta á fólk sýnir maður því virðingu. Þannig skapar maður traust. Hlustun er eiginlega aðalatriðið í þjónandi forystu. Til er nýleg bók um þjónandi forystu sem fjallar bara um það að hlusta. Greenleaf segir sjálfur einhvers staðar að mikilvægasta verkefni leiðtogans sé að þjálfa sig í hlustun. Hann nefnir dæmi um það hvernig starfsmenn eða einstaklingar, sem hafa tekið við leiðtogastarfi, hafa sett sig inn í starfið bara með því að hlusta.“ Sigrún segir hlustun og ígrundun vera spurningu um þjálfun. Sjúkrahús og fyrirtæki, sem hafa tekið upp þjónandi forystu, bjóða sínu starfsfólki mjög reglulega í þjálfun. Menn fara þá afsíðis og skoða nokkra þætti eins og sjálfs­ þekkingu, traust, hlustun og hvatningu. „Við unnum mjög mikið með traust með deildar stjórum á Landspítalanum. Hvernig skiptir það máli, hvenær og hvar brestur það og hvernig getum við byggt það upp? Hvernig sýnum við hvert öðru traust og hvernig sköpum við það, erum við traustsins verð?“ Það er ekki auðveldasta verk í heimi að vera lítillátur og hógvær og temja sér að hlusta. En það er mjög mikilvægt til dæmis fyrir kennara og í raun galdurinn við kennslu að sögn Sigrúnar. „Sjálf hef ég verið að gera tilraun með sjálfri mér. Hvernig sýni ég nemendum virðingu? Trúi ég því að það sé til árangurs að vera hógvær og hlusta? Ég set mig stundum í próf þegar ég skrifa tölvupóst, til dæmis þegar ég á samskipti við meistaranema um ritgerðir þeirra. Þá þarf maður að ritskoða og stundum endurskrifa tölvupóstinn. Ég reyni til dæmis að sleppa orðinu „ég“ eins og frekast er kostur. Þjónandi leiðtogar nota það orð helst ekki, þeir tala um „okkur“, um að við gerum hluti saman. Það er nú stundum broslegt að sjá hvernig maður skrifar. Ég hef breytt í mínum texta út frá þessu og reyni að skrifa „við“. Okkur er svo tamt að miða allt út frá sjálfum okkur og gefa ekki fólki færi á að koma með sín sjónarmið. Það felst mikið frelsi í því að sleppa persónufornafninu „ég“ og segja í staðinn „við“. Verkið, sem verið er að vinna, verður miklu skemmtilegra. Það er svo kalt á toppnum þegar maður er einn. Það er miklu skemmtilegra að vera með öðrum og fá hugmyndir frá öðrum.“ „Það er svo kalt á toppnum ef maður er einn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.