Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 49 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Meðalaldur sjúkraliða er fremur hár og nýliðun lítil. Í skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið og kom út 2006, kemur fram að síðustu 10 árin hafa að jafnaði um 87 sjúkraliðaleyfi verið gefin út á ári. Sá fjöldi er ekki nægilegur til að anna eftirspurn innan heilbrigðisþjónustunnar (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2006). Sífellt meiri kröfur eru gerðar til þekkingar í heilbrigðisþjónustunni og því meiri samkeppni um sérhæft og sérmenntað starfsfólk. Á málþingi, sem fræðslunefnd Sjúkraliðafélags Íslands hélt 2007 um menntun og framtíðarsýn sjúkraliða, kom fram að menntun sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir fyrir 40 árum. Námið hefur lengst og er sífellt í endurskoðun (Sjúkraliðinn, 2007). Námið er 120 einingar á framhaldsskólastigi og skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar, verknám á heilbrigðisstofnunum og starfsþjálfun (Sjúkraliðafélag Íslands, e.d.). Vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið gefinn talsverður gaumur en vinnuumhverfi sjúkraliða hefur verið lítt rannsakað. Það er ekki síður mikilvægt að huga að markvissri nýtingu á þekkingu og starfskröftum sjúkraliða en hjúkrunarfræðinga. Samstarf þessara hópa er náið og því nauðsynlegt að huga að vinnu og vinnuumhverfi annars hópsins þegar hinn er skoðaður. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi heilbrigðs vinnuumhverfis í hjúkrun og árangursríks samstarfs starfsmanna fyrir vellíðan þeirra og afdrif sjúklinga (AACN, 2005; Kalisch, 2006; Registered Nurses’ Association of Ontario, 2008; Spilsbury og Meyer, 2004). Heilbrigt vinnuumhverfi styður við kjörnýtingu mannauðs, ánægðari starfsmenn og gæðahjúkrun. Í kjölfar háværrar umræðu hér á landi um mikið vinnuálag og skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum 2006 var ákveðið að hrinda af stað rannsóknaverkefni á Landspítala (LSH) með það að markmiði að nýta betur mannafla í hjúkrun. Verkefnið ber vinnuheitið Öryggi í heilbrigðisþjónustu. Þekking og mannafli í hjúkrun á bráðalegudeildum: Verkferlar og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Í þessari rannsókn, sem er í raun hluti af hinu stærra verkefni, er leitast við að varpa ljósi á vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða. Vinnan og vinnuumhverfið Vinnuumhverfi skiptir miklu máli fyrir starfsmenn og sjúklinga. Gott vinnuumhverfi getur komið í veg fyrir vinnutengd óhöpp, fjarvistir og streitu auk þess sem það hvetur til aukinna afkasta, eflir jákvæðan lífsstíl og greiðir fyrir þróun skipulagsheilda (Rechel o.fl., 2009; Whitehead, 2006). Hönnun og innra skipulag umhverfis heilbrigðisstofnana, svo sem rými og aðgengi að nauðsynlegum birgðum, gögnum og tækjum, hefur áhrif á árangur í starfi og þar með kostnað og afdrif sjúklinga (Rechel o.fl., 2009). Álag í starfi getur verið mikið þegar uppfylla þarf óskir eða þarfir þeirra sem heilbrigðisþjónustunnar njóta. Hver einstaklingur krefst mikillar athygli og margir kalla eftir þjónustunni á sama tíma (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2003). Því getur verið mikið álag á sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga þar sem starfið krefst stöðugra samskipta við samstarfsfólk og sjúklinga. Í rannsókn Rauhala o.fl. (2007), þar sem könnuð voru tengsl milli veikinda og vinnuálags á finnskum sjúkrahúsum, kom í ljós að samhengi var milli vinnuálags og veikindafjarvista. Vinnuálagið var þá orðið meira en ákjósanlegt er. Mikilvægt er að hafa í huga að mikið vinnuálag leiðir ekki sjálfkrafa til aukinna afkasta, árangurs og sparnaðar. Stór hluti af þeim ávinningi, sem hlýst af því að bæta vinnu á starfsfólk, virðist tapast vegna meiri veikindafjarvista (Rauhala o.fl., 2007). Mikið vinnuálag virðist því geta valdið töluverðu tjóni, bæði mannlegu og fjárhagslegu, þar sem fjórðung veikindafjarvista er hægt að rekja til vinnutengdrar streitu (Rauhala o.fl., 2007). Í hefðbundnum kvennastéttum er andlegt álag algengt. Þessu hefur verið lítill gaumur gefinn því álagið er ekki sýnilegt. Engin bráð lífshætta er sjáanleg eins og í hefðbundnum karlastörfum í byggingariðnaði eða þar sem notaðar eru hættulegar vélar við störf. Oft er því dregin sú ályktun að kvennastörf séu hættulaus og því ekki talin mikil þörf fyrir vinnuvernd (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2007). Á undanförnum árum hefur margt breyst í heilbrigðisþjónustunni sem hefur leitt til meiri vinnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sjúklingum hefur fjölgað, þeir eru veikari og kröfur eru um aukin afköst (Rauhala o.fl., 2007). Skortur á starfsmönnum snýst ekki einvörðungu um fjölda starfsmanna heldur einnig um það hvort starfsfólki er kleift að nýta sér kunnáttu sína á sem áhrifaríkastan hátt. Það er því mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að geta sinnt starfi sínu af fagmennsku. Rannsóknir á vinnu hjúkrunarfræðinga staðfesta að um flókna vinnu er að ræða þar sem ástand breytist oft og skyndilega. Þeir skipta títt um verkefni og staðsetningu og eru truflaðir og tafðir við vinnu sína nokkrum sinnum á klukkustund að meðaltali og það flækir vinnuna enn frekar (Helga Bragadóttir, 2009; Potter o.fl., 2003, 2004, 2005; Tucker og Spear, 2006). Svipaða sögu er að segja um sjúkraliða. Athugunarrannsókn á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á fjórum bráðalegudeildum Landspítala bendir til tíðra rofa á vinnu sjúkraliða. Þeir beindu athyglinni oft að nýjum verkefnum, urðu fyrir töfum og truflunum og fóru oft á milli staða til að sinna vinnu sinni (Helga Bragadóttir, 2009). Það hversu hjúkrun er flókin og margbrotin með tíðum töfum og truflunum eykur hættuna á óskilvirkni og mistökum, afköst minnka og sjúklingurinn fær ekki þá þjónustu sem hann á að fá. Inntak og skipulag vinnunnar getur ráðið miklu um líðan starfsfólks og tækifæri þess til að hafa áhrif á eigin vinnu (Hólmfríður Gunnarsdóttir o.fl., 2004). Gott skipulag skilar sér í betri heilsu starfsmanna, meiri starfsánægju og minni hættu á kulnun í starfi (Whitehead, 2006). Almennt telja hjúkrunarfræðingar sig undir miklu vinnuálagi en þrátt fyrir það úthluta þeir ekki verkefnum nægjanlega mikið til aðstoðarfólks eins og sjúkraliða (Bittner og Gravlin, 2009; Bylgja Kærnested, 2006; Gran­Moravec og Hughes, 2005; Johnson o.fl., 2004). Vísbendingar eru um ósamræmi í starfskröfum og að hjúkrunarfræðingar ýmist vannýti starfskrafta aðstoðarfólks eða feli þeim verkefni sem þeir ráða ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.