Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 53 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Félagsleg samskipti Þátttakendur höfðu misjafnar sögur að segja af félagslífinu á deildunum. Á nokkrum deildum hittist fólk reglulega utan vinnu eða á fræðsluerindum á deild. Á öðrum deildum kom í ljós að lítill áhugi var fyrir því að hitta samstarfsfólk í frítíma. Þátttakendur sögðust vinna mikið og fjölskyldan yrði fyrir valinu í frítímanum. UMRÆÐA Vinnuumhverfi Vinnuumhverfi er mikilvægt fyrir starfsmenn því það getur komið í veg fyrir óhöpp í vinnunni, fjölgun fjarvista og streitu (Whitehead, 2006). Þegar litið er á vinnuumhverfið á Landspítala kemur fram að þátttakendur verða meðal annars varir við töluverð þrengsli, skort á hjálpartækjum og sívaxandi vinnuálag. Bent hefur verið á að vel hönnuð heilbrigðisstofnun hefur góð áhrif á heilsu og vellíðan starfsmanna (Rechel o.fl., 2009). Að mati þátttakenda juku langir gangar álagið á starfsfólkið. Greina má að þátttakendur finna fyrir stöðugu og vaxandi vinnuálagi sem hefur skapast á deildum hérlendis og virðist þróunin svipuð og þekkist erlendis þar sem vinnuálag og mannekla er mikil (Hegney o.fl., 2003; Rauhala o.fl., 2007). Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 hefur þróunin orðið sú að fleira heilbrigðisstarfsfólk skilaði sér í vinnu inn á sjúkrahúsin með reglulegri vinnutíma og minni yfirvinnu og slíkt skapar meiri stöðuleika á vinnustaðnum (Friðfinnsdóttir og Jónsson, 2010). Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að ráðning fleiri starfsmanna og hækkun launa leysa einungis mönnunarvandann til skamms tíma. Aðgerðir stjórnenda til að bæta gæði vinnunnar hafa aftur á móti meiri langtímaáhrif í þá átt að draga úr manneklu (Gifford o.fl., 2002; Hayes o.fl., 2006). Aukin gæði vinnu geta falið í sér uppbyggjandi starfsemi og jákvæða reynslu fyrir starfsfólkið á vinnustaðnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að LSH geti komið betur til móts við starfsfólk sitt, hvatt það og umbunað fyrir störf sín. Niðurstöðurnar benda til þess að breytingar hafi orðið á sjúklingahópnum sem sinnt er á bráðalegudeildum LSH. Sjúklingahópurinn er að eldast og er töluvert veikari en áður var. Meira er um að fíkniefnaneytendur liggi inni á deildum og æ fleiri sjúklingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þessi sjúklingahópur getur verið ógnandi og grimmur og þetta veldur álagi og óöryggi meðal starfsfólks og sjúklinga. Í rannsókn, sem gerð var á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á Íslandi, kom fram að þeir höfðu orðið fyrir áreiti, kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi. Einelti, líkamlegt ofbeldi eða hótanir höfðu meiri áhrif en kynferðisleg áreitni og ber þeim niðurstöðum saman við erlendar rannsóknir. 43% þeirra sem höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi eða hótunum töldu að það hefði haft áhrif á heilsufarið (Hólmfríður Gunnarsdóttir, 2009). Ætla má að líðan sjúkraliða sé svipuð og því er brýnt að taka á þessum vanda, en þátttakendur töldu vera þörf á fræðslu um sjúklinga með fíknisjúkdóma og vildu gjarna að í boði væri námskeið í sjálfsvörn. Bakverkir og bakmeiðsl eru algeng á meðal vinnandi fólks og störf hjúkrunarfólks bjóða hættunni heim (Hólmfríður Gunnarsdóttir, 2009). Umönnun sjúklinga getur verið erfið og reynir á bakið, ekki síst tilfærsla í rúmum. Of feitum sjúklingum hefur fjölgað og ekki eru alltaf til hjálpartæki og tilheyrandi rúm fyrir þessa sjúklinga. Það er því mikilvægt að kunna rétta líkamsbeitingu og hafa hjálpartæki til staðar og nota þau rétt, en rannsókn, sem gerð var á vinnuálagi mismunandi starfshópa kvenna í öldrunarþjónustu, sýndi að vinnuálagið var meira á sjúkraliðum en hjúkrunarfræðingum (Hólmfríður Gunnarsdóttir, 2009). Því er mög brýnt að fræða og kenna starfsfólki réttar vinnustellingar og sjá til þess að tilheyrandi hjálpartæki séu til staðar þar sem auðvelt er að nálgast þau. Þátttakendur urðu fyrir talsverðu álagi vegna veikinda starfsfólks og bætist þá vinnan á þá sem fyrir eru. Kemur það heim og saman við rannsókn Rauhala (2007) þar sem könnuð voru tengsl milli veikinda og vinnuálags hjá hjúkrunarfræðingum. Sú rannsókn sýndi að tengsl voru á milli vinnuálags og veikindafjarvista sem staðfestar voru af lækni. Mikilvægt er að hafa í huga að aukið álag og mikil vinna leiðir ekki sjálfkrafa til meiri afkasta því þessir þættir virðast fremur leiða til aukinna veikindafjarvista (Rauhala, 2007). Tafir og truflanir Þær tafir og truflanir, sem sjúkraliðar urðu helst fyrir, voru símsvörun, leit að hjálpartækjum, aðföngum og eigum sjúklinga og að þurfa að sinna vinnu sem aðrir gætu eða ættu að sinna. Benda þessar niðurstöður til þess að bæta megi skilvirkni í vinnu sjúkraliða og nýta betur þá þekkingu og reynslu sem þeir búa yfir. Þekkt er að skortur á aðföngum og upplýsingum tefur vinnuna og getur jafnvel leitt til verulegra óþæginda fyrir sjúklinga og starfsmenn (Tucker og Spear, 2006; Westbrook og Ampt, 2009). Tafir og truflanir geta þannig dregið úr afköstum og skert gæði þjónustunnar og valdið þannig auknum tilkostnaði og jafnvel skaða (Tucker og Edmondson, 2003). Starfskröfur Þátttakendur urðu varir við skort á trausti milli starfsmanna, ósamræmi í starfskröfum, vannýtingu á þekkingu sjúkraliða og skort á símenntun og þjálfun. Þátttakendur sögðust reiðubúnir að takast á við krefjandi verkefni en töldu að ekki væru gerðar óraunhæfar kröfur til þeirra. Einnig kom fram að starfskröfur til sjúkraliða eru mismunandi eftir því hvar þeir starfa og með hverjum og er það í samræmi við fyrri innlendar og erlendar rannsóknir (Blegen o.fl., 1992; Bylgja Kærnested, 2006; White o.fl., 2008). Starfskröfurnar virðast ekki vera samræmdar milli deilda og ráðast oft af menntun, reynslu einstakra hjúkrunarfræðinga og mönnun á deild. Þegar hjúkrunarfræðinga vantar eru sjúkraliðar beðnir um að sinna störfum sem þeir ella mundu ekki sinna. Þetta skapar óánægju og tvískinnung og sjúkraliðar finna til vantrausts og verða óöruggir með hlutverk sitt og stöðu. Hjúkrunarfræðingum finnst stundum skörun hjúkrunarverka vera ógn við starfssvið sitt en aðrar starfsstéttir sjá það sem tækifæri til frekari þróunar í starfi (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2009; Spilsbury og Meyer, 2004).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.