Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201130 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is SMITUÐ AF C­LIFRARBÓLGU C­lifrarbólgusmit er tiltölulega nýtt vanda­ mál en veiran kom mönnum fyrst fyrir sjónir um 1990. Hún berst eingöngu með blóði og veldur sjaldan bráðaeinkennum. Því greinist smitið seint en mörgum árum seinna getur lifrin skorpnað eða krabbamein myndast í henni. Veiran er alvarleg ógn við alla sem komast í snertingu við blóð, ekki síst starfsfólk á skurðstofum. Inger Elisabeth Gisvold. Inger Gisvold tók hjúkrunarpróf 1967 og hefur því stundað hjúkrun í meira en fjörutíu ár. Hún lærði skurðstofuhjúkrun ári eftir útskrift og hefur unnið við hana alla tíð, lengst af á St. Olavssjúkrahúsinu í Þrándheimi. Hún vann reyndar hálft ár á legudeild á Landspítalanum skömmu eftir útskrift en hefur verið á skurðstofu síðan. Í maí 2008 stóð hún eins og venjulega við skurðarborðið og aðstoðaði við að loka skurðsári eftir aðgerð á kvið þegar hún skar sig á fingri. Hún lét vita af því og fór í blóðrannsókn eins og reglur segja til um. Nokkrum vikum seinna komu niðurstöður og þá fékk hún að vita að hún væri með C­lifrarbólguveiruna í blóðinu. Í ljós kom hins vegar að aðgerðar­ sjúklingurinn var ekki smitaður. Var þá leitað aftur í tímann og skoðuð gömul blóðsýni sem voru í geymslu á sjúkrahúsinu. Elsta sýnið, sem fannst, var frá 1997 en þá var tekin blóðprufa í sambandi við að Inger var bólusett við B­lifrarbólgu. Á þeim tíma var ekki skimað eftir C­lifrarbólgu en nú kom í ljós að niðurstaðan var jákvæð. Inger hafði því smitast af C­lifrarbólgu einhvern tímann fyrir 1997 og hafði síðan unnið sem skurðstofuhjúkrunarfræðingur í meira en tíu ár. Þetta var mikið áfall fyrir Inger. Samt sem áður var fyrsta hugsun hennar að hún yrði að segja samstarfsmönnum sínum frá því hvernig ástatt var fyrir henni. Hún talaði við deildarstjórann og stakk sjálf upp á að haldinn yrði fundur með öllu starfsfólkinu, það er skurðlæknum, svæfingarlæknum, hjúkrunarfræðingum, aðstoðarfólki og ræstingafólki. Niðurstaðan varð að Inger þurfti að hætta að taka vaktir en gat unnið áfram á skurðstofunni. Á vöktum hefði hún þurft að geta aðstoðað við skurðarborðið en nú fær hún einungis að aðstoða í kring. Inger finnst vinnuveitandinn hafa verið mjög liðlegur og stutt hana á allan hátt. Á skurðstofunni, þar sem Inger vinnur, eru nú alltaf þrír hjúkrunarfræðingar. Tveir þeirra skiptast á við að standa „í sárinu“ og aðstoða í kring en Inger er alltaf í sama hlutverkinu. Að öðrum kosti hefði hinn hjúkrunarfræðingurinn alltaf þurft að klæðast sótthreinsuðum fötum og aðstoða við skurðarborðið. Reynt er að hafa þrjá hjúkrunarfræðinga einnig á öðrum skurðstofum en það er ekki regla. Stundum þegar Inger aðstoðar í kringum aðgerð langar hana mjög mikið að Norræn ráðstefna skurð­ og svæfingarhjúkrunar­ fræðinga var haldin í Reykjavík í maí sl. Einn af fyrirlesurunum var Inger Gisvold frá Noregi en hún sagði frá reynslu sinni af því að smitast af C­lifrarbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.