Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 65
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 61 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER dregur úr þunglyndi. Niðurstöður samanburðar fyrir og eftir meðferð á ástandskvíða sýndu einnig tölfræðilega marktæka fækkun stiga (p=0,001) sem þýðir að svæðameðferð dregur úr ástandskvíða en hins vegar fjölgaði stigum á lyndiskvíðakvarða eftir meðferð (p=0,016). Rannsóknartilgátu 3 er því svarað játandi fyrir ástandskvíða en neitandi fyrir lyndiskvíða. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur á hópum á tíma 2 á stigafjölda þunglyndis­ eða kvíðakvarða og því er rannsóknartilgátum 2 og 4 svarað neitandi. Línuleg aðhvarfsgreining Niðurstöðum beggja hópa, án tillits til hvar í meðferðarferlinu þeir voru, var slegið saman og horft á áhrif tíma og gögnin greind með línulegri aðhvarfsgreiningu. Við prófun á þunglyndiskvarða Beck kom fram tölfræðilega marktæk fækkun stiga frá tíma 1 til tíma 2 (­9,545, p=0,011) og svo frá tíma 1 til tíma 3 (­13,70, p=0,001). Vísbendingar eru um að svæðameðferð hafi áhrif á þunglyndi miðað við svörun á þunglyndiskvarða Beck hjá bæði A­ og B­hóp. Þegar sömu aðferð var beitt á stigafjölda ástandskvíðakvarða kom í ljós að ekki var tölfræðileg marktæk fækkun stiga ástandskvíða frá tíma 1 til tíma 2 (­7,542, p=0,072). Tölfræðilega marktækur munur kom hins vegar fram frá tíma 1 til tíma 3 (­13,464, p=0,002) en það gefur vísbendingu um að ástandskvíði minnki við svæðameðferð. Eftir tíma 3 höfðu báðir hópar fengið meðferð. Þegar sömu aðferð var beitt á stigafjölda lyndiskvíðakvarða birti línuleg aðhvarfsgreining engan tölfræðilega marktækan mun á stigafjölda lyndiskvíðakvarðans frá tíma 1 til tíma 2 (4,898, p=0,205). Svipaðar niðurstöður komu fram frá tíma 1 til tíma 3, þar reyndist heldur ekki vera tölfræðileg marktæk breyting á stigafjölda lyndiskvíðakvarðans (7,228, p=0,064). Þetta gefur vísbendingu um að lyndiskvíði minnki ekki við að einstaklingur fá svæðameðferð í 10 skipti. UMRÆÐUR Rannsóknin sýnir að hægt er að hafa áhrif á þunglyndi og kvíða með svæðameðferð. Breyting á stigafjölda á biðtíma, hvort sem biðtími var fyrir meðferð (B­hópur) eða eftir meðferð (A­hópur), var lítil en það bendir til þess að einungis svæðameðferðin hafi breytt stigafjölda eftir meðferðartíma. Þegar báðir hópar voru greindir saman kom fram tölfræðilega marktækur munur á svörum þátttakenda á þunglyndiskvarða Beck og ástandskvíðaprófi Spielberger fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að hafa áhrif á líðan fólks með þunglyndi og ástandskvíða með svæðameðferð. Þetta er mikilvæg niðurstaða þar sem þunglyndi og kvíði eru vaxandi vandamál. Rétt er að ítreka að hér var ekki um neina ífarandi meðferð að ræða, svo sem lyfjagjöf eða utanaðkomandi inngrip í starfsemi líkamans, og enginn skaði er talinn hljótast af svæðameðferð (Wang og o.fl. 2008). Tafla 2. Yfirlit yfir meðaltal (ME), staðalfrávik (SF), miðgildi og spönn hópa A og B á þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger fyrir ástandskvíða og lyndiskvíða. Þunglyndi Beck Tími 1 Tími 2 Tími Lækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 35,24 ± 8,84 34,25 26 20,73 ± 11,83 22,25 31 21,91 ± 12,71 21,15 42 41 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 30,99 ± 6,88 32,40 21 28,53 ± 9,23 28,30 26 16,75 ± 8,91 19,20 26 38 Ástandskvíði Spielberger Tími 1 Tími 2 Tími Lækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 57,50 ± 11,98 62,00 34 47,90 ± 12,16 45,50 37 47,21 ± 14,68 44,00 49 17 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 58,34 ± 10,92 61,00 30 53,74 ± 8,96 54,00 25 40,34 ± 10,22 45,00 26 25 Lyndiskvíði Spielberger Tími 1 Tími 2 Tími Hækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 41,68 ± 11,17 35,00 26 47,35 ± 11,54 44,50 42 46,07 ± 13,88 45,50 54 13,5 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 38,71 ± 8,47 40,00 25 42,51 ± 5,35 42,00 13 49,99 ± 12,75 48,00 33 17,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.