Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 65
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 61 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER dregur úr þunglyndi. Niðurstöður samanburðar fyrir og eftir meðferð á ástandskvíða sýndu einnig tölfræðilega marktæka fækkun stiga (p=0,001) sem þýðir að svæðameðferð dregur úr ástandskvíða en hins vegar fjölgaði stigum á lyndiskvíðakvarða eftir meðferð (p=0,016). Rannsóknartilgátu 3 er því svarað játandi fyrir ástandskvíða en neitandi fyrir lyndiskvíða. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur á hópum á tíma 2 á stigafjölda þunglyndis­ eða kvíðakvarða og því er rannsóknartilgátum 2 og 4 svarað neitandi. Línuleg aðhvarfsgreining Niðurstöðum beggja hópa, án tillits til hvar í meðferðarferlinu þeir voru, var slegið saman og horft á áhrif tíma og gögnin greind með línulegri aðhvarfsgreiningu. Við prófun á þunglyndiskvarða Beck kom fram tölfræðilega marktæk fækkun stiga frá tíma 1 til tíma 2 (­9,545, p=0,011) og svo frá tíma 1 til tíma 3 (­13,70, p=0,001). Vísbendingar eru um að svæðameðferð hafi áhrif á þunglyndi miðað við svörun á þunglyndiskvarða Beck hjá bæði A­ og B­hóp. Þegar sömu aðferð var beitt á stigafjölda ástandskvíðakvarða kom í ljós að ekki var tölfræðileg marktæk fækkun stiga ástandskvíða frá tíma 1 til tíma 2 (­7,542, p=0,072). Tölfræðilega marktækur munur kom hins vegar fram frá tíma 1 til tíma 3 (­13,464, p=0,002) en það gefur vísbendingu um að ástandskvíði minnki við svæðameðferð. Eftir tíma 3 höfðu báðir hópar fengið meðferð. Þegar sömu aðferð var beitt á stigafjölda lyndiskvíðakvarða birti línuleg aðhvarfsgreining engan tölfræðilega marktækan mun á stigafjölda lyndiskvíðakvarðans frá tíma 1 til tíma 2 (4,898, p=0,205). Svipaðar niðurstöður komu fram frá tíma 1 til tíma 3, þar reyndist heldur ekki vera tölfræðileg marktæk breyting á stigafjölda lyndiskvíðakvarðans (7,228, p=0,064). Þetta gefur vísbendingu um að lyndiskvíði minnki ekki við að einstaklingur fá svæðameðferð í 10 skipti. UMRÆÐUR Rannsóknin sýnir að hægt er að hafa áhrif á þunglyndi og kvíða með svæðameðferð. Breyting á stigafjölda á biðtíma, hvort sem biðtími var fyrir meðferð (B­hópur) eða eftir meðferð (A­hópur), var lítil en það bendir til þess að einungis svæðameðferðin hafi breytt stigafjölda eftir meðferðartíma. Þegar báðir hópar voru greindir saman kom fram tölfræðilega marktækur munur á svörum þátttakenda á þunglyndiskvarða Beck og ástandskvíðaprófi Spielberger fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að hafa áhrif á líðan fólks með þunglyndi og ástandskvíða með svæðameðferð. Þetta er mikilvæg niðurstaða þar sem þunglyndi og kvíði eru vaxandi vandamál. Rétt er að ítreka að hér var ekki um neina ífarandi meðferð að ræða, svo sem lyfjagjöf eða utanaðkomandi inngrip í starfsemi líkamans, og enginn skaði er talinn hljótast af svæðameðferð (Wang og o.fl. 2008). Tafla 2. Yfirlit yfir meðaltal (ME), staðalfrávik (SF), miðgildi og spönn hópa A og B á þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger fyrir ástandskvíða og lyndiskvíða. Þunglyndi Beck Tími 1 Tími 2 Tími Lækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 35,24 ± 8,84 34,25 26 20,73 ± 11,83 22,25 31 21,91 ± 12,71 21,15 42 41 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 30,99 ± 6,88 32,40 21 28,53 ± 9,23 28,30 26 16,75 ± 8,91 19,20 26 38 Ástandskvíði Spielberger Tími 1 Tími 2 Tími Lækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 57,50 ± 11,98 62,00 34 47,90 ± 12,16 45,50 37 47,21 ± 14,68 44,00 49 17 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 58,34 ± 10,92 61,00 30 53,74 ± 8,96 54,00 25 40,34 ± 10,22 45,00 26 25 Lyndiskvíði Spielberger Tími 1 Tími 2 Tími Hækkun eftir meðferð ME ± SF ME ± SF ME ± SF % Hópur A (n=10) Miðgildi Spönn 41,68 ± 11,17 35,00 26 47,35 ± 11,54 44,50 42 46,07 ± 13,88 45,50 54 13,5 Hópur B (n=7) Miðgildi Spönn 38,71 ± 8,47 40,00 25 42,51 ± 5,35 42,00 13 49,99 ± 12,75 48,00 33 17,5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.