Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 43
Í tengslum við heilsuátak félagsins síðastliðinn vetur var hjúkrunarfræðingum
boðið heilsueflingarnámskeiðið Veljum vellíðan (8 vikur fyrir vellíðan) sem var í
umsjón Sólfríðar Guðmundsdóttur. Haldin voru þrjú námskeið í Reykjavík, eitt
á Akureyri og eitt á Egilsstöðum. Alls sóttu 80 félagsmenn þessi námskeið. Í
framhaldi af þeim hélt Sólfríður leiðbeinendanámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem
vildu verða heilsuboðar og ráðgjafar í samfélaginu. Tólf hjúkrunarfræðingar sóttu
það námskeið. Hið sívinsæla námskeið Guðbjargar Pálsdóttur hjúkrunarfræðings
um sár og sárameðferð var haldið í nóvember sl. og var það fullsetið.
Stjórnarmenn og starfsfólk félagsins sóttu námskeið Sigríðar Arnardóttur
Framsækni – að tjá sig af öryggi. Þar fengu þátttakendur þjálfun í framsögn
og fengu meðal annars að æfa sig fyrir framan upptökuvél. Í framhaldinu var
fjórum stjórnarmönnum félagsins boðið sem viðmælendum í útvarpsþátt Sirrýjar
á sunnudagsmorgnum og einn fór í sjónvarpsviðtal á RÚV. Til að ýta undir og
auðvelda hjúkrunarfræðingum að skrifa í blöðin var haldið námskeið þar sem
skapandi skrif og sagnamennska voru í aðalhlutverki. Námskeiðið kallaðist
Næring í sögunni og var haldið af Þorvaldi Þorsteinssyni. Ellefu félagsmenn sóttu
námskeiðið og var góður rómur gerður að því. Í framhaldi af námskeiðinu hafa
þátttakendur hist og stutt hverjir aðra við skapandi skrif.
Í lok vetrar voru haldin tvö námskeið sem bæði fjölluðu um réttindi og kjör
félagsmanna. Annað þeirra var Hver er sinnar gæfu smiður: Að standa með sjálfum
sér á umbrotatímum. Hitt nefndist Við starfslok og var ætlað hjúkrunarfræðingum
sem eru að því komnir að fara á lífeyri eða hafa hafið töku lífeyris. Námskeiðið,
sem var haldið í samvinnu fagsviðs og kjara og réttindasviðs, var vel sótt og var
ákveðið að halda slíkt námskeið árlega héðan í frá.
Alls sóttu 206 hjúkrunarfræðingar námskeiðin sem í boði voru síðastliðinn vetur
eða tæp 8% virkra félagsmanna.
Námskeið vetrarins
Fagsvið heldur áfram að bjóða félags mönnum námskeið í vetur. Að þessu sinni er
hjúkrunarfræðingum boðið að halda námskeið fyrir félagsmenn og mun félagið líkt
og síðasta vetur niðurgreiða þátttökugjöldin með því að leggja til rekstrarkostnað
sem annars færi í þátttökugjaldið. Á haust misseri er félagið í samstarfi við
Bráðaskólann sem er starfræktur af þremur svæfingahjúkrunarfræðingum og
einum gjörgæsluhjúkrunarfræðingi. Skólinn skipuleggur tvö námskeið fyrir
hjúkrunarfræðinga, námskeið í bráða hjálp barna, sem haldið verður í október, og
bráðahjálp fullorðinna í nóvember. Námskeiðið í bráðahjálp barna er sérstaklega
sniðið að þörfum foreldra með ung börn og eru makar hjúkrunarfræðinga boðnir
velkomnir. Á námskeiðinu fer fram kennsla í viðbrögðum við bráðaaðstæðum
þar sem börn eiga í hlut, meðal annars slysum, bráðum veikindum og
endurlífgun. Námskeiðið í bráðahjálp fullorðinna er sérstaklega sniðið að þörfum
hjúkrunarfræðinga. Tveggja daga námskeið um samskipti verður haldið í október.
Námskeiðið heldur Arnlaug Björg Hálfdanardóttir, hjúkrunarfræðingur og meistari
í heimspekilegri markþjálfun frá Copenhagen Coaching Center. Arnlaug hefur
starfað sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku í mörg ár þar sem aðaláhersla hefur
verið lögð á samskipti á sjúkrahúsum og stofnunum.
Námskeið Guðbjargar Pálsdóttur um sár og sárameðferð verður endurtekið í
nóvember og þá mun kjara og réttindasvið félagsins halda námskeið um laun
og kjör í Reykjavík og á Akureyri í október.
Námskeiðin eru auglýst á vefsvæði félagsins, hjukrun.is, og þar er hægt að skrá
sig. Hafinn er undirbúningur vorannar. Hjúkrunarfræðingar, sem áhuga hafa á að
halda námskeið eða koma með tillögur að námskeiðum, eru hvattir til að hafa
samband við Aðalbjörgu, sviðstjóra fagsviðs FÍH.
11 nýjar fræðigreinar í ráðstefnublaði
Nýlega kom út aukatölublað Tímarits
hjúkrunarfræðinga í tilefni ráð-
stefnunar Hjúkrun 2011. Í því er að
finna 11 nýjar fræðigreinar. Þær voru
allar skrifaðar upp úr erindum á ráð-
stefnunni. Tölublaðið var einungis
prentað í 350 eintökum og dreift meðal
ráðstefnu gesta en allar greinarnar eru
aðgengilegar á vef tímaritsins.
Efnistök eru mjög fjölbreytt. Til dæmis
er grein um samvinnu í heimahjúkrun
aldraðra og önnur um eftirlit með
nýburum. Tvær greinar fjalla um
starfs aðstæður hjúkrunarfræðinga
og tvær eru aðferðafræðilegar en
þær fjalla um forprófun á matstæki.
Einnig eru greinar um tóbaksvarnir
og um hjúkrunar greiningar. Sagt er
frá stuðnings viðtölum við fjölskyldur
einstaklinga með heila bilun. Þá eru
greinar um líðan stóma þega og um
reynslu ungra mæðra.
Greinasafn þetta er verulegt framlag
til hjúkrunarfræðanna. Það er í fyrsta
sinn sem íslensk hjúkrunarráðstefna
gefur af sér greinasafn og ekki
ólíklegt að leikurinn verði endurtekinn
á Hjúkrun 2013.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r