Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 66
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201162 Stigum þátttakenda fjölgaði marktækt á lyndiskvíðaprófi eftir meðferð og samræmist það ekki útgefnum fylgnistuðli kvarðanna tveggja en jákvæð fylgni á að vera þeirra á milli. Benda má á að ekki mældist marktæk hækkun á lyndiskvíða eftir meðferð ef línulegri aðhvarfsgreiningu var beitt. Ein möguleg skýring er sú að lyndiskvíði er ólíklegur til að minnka á stuttum tíma (Jakob Smári og Guðbjörg Erlendsdóttir, 2003; Vicar o.fl., 2007). Einnig er hugsanlegt að ómeðhöndlaður undirliggjandi kvíði liggi að baki þunglyndiseinkennum og þegar léttir á þeim vegna áhrifa svæðameðferðarinnar komi lyndiskvíðinn í ljós en hann einkennist meðal annars af áhyggjum og neikvæðum hugsunum. Einnig má vera að tíu skipti í svæðameðferð nái ekki að hafa áhrif á undirliggjandi orsakir kvíða eða lyndiskvíðann (Vicar o.fl., 2007) og þær sálfélagslegu breytingar sem nauðsynlegar eru til að fjarlægja hann. Þar sem ekki fundust aðrar rannsóknir, sem lúta að áhrifum svæðameðferðar á þunglyndi er ekki hægt að bera saman niðurstöður þessarar rannsóknar við aðrar rannsóknir. Athugað hefur verið hversu mikil breyting þurfi að vera á þunglyndiskvarða Beck til þess að hún geti talist klínískt mikilvæg, 0­9 stiga breyting telst smávægileg breyting, 10­19 stig miðlungsbreyting og 20 stig eða meira telst mikil breyting. Samkvæmt grein Jakobs Smára og félaga (2008) er yfirfærslugildi þessara niðurstaðna óstaðfest og ber því að taka þeim með fyrirvara. Reiknaður var mismunur á stigum á þunglyndiskvarða fyrir og eftir meðferð hjá hóp A og B og þar kemur fram að lækkunin var 14,5 stig hjá A­hóp og 11,7 stig hjá B­hóp. Þetta má túlka þannig að áhrif svæðameðferðar á þunglyndi teljist í meðallagi í þessari rannsókn. Aðeins var mældur árangur af tíu svæðameðferðarskiptum en í mörgum tilfellum getur verið nauðsynlegt að veita meðferð oftar til að ná fram þýðingarmiklum áhrifum af meðferðinni. Fjöldi meðferðarskipta, sem þörf er á, helst í hendur við hversu lengi einkenni hafa staðið (Ingham, 1984; Dougans, 2001). Í rannsóknum, þar sem metinn hefur verið árangur af áhrifum svæðameðferðar á kvíða, er oft einungis notað ástandskvíðaprófið (Gunnarsdottir og Jonsdottir, 2007; Vicar o.fl. 2007). Niðurstöður rannsókna (Stephenson o.fl., 2000; Vicar o.fl., 2007) sýna að rjúfa má tengsl streitu og ástandskvíða með svæðameðferð en svæðameðferðin dró úr ástandskvíða en ekki lyndiskvíða og er það sambærilegt við þessa rannsókn. Erfiðara virðist að hafa áhrif á lyndiskvíða en skýringin getur verið sú, að sögn Jakobs Smára og Guðbjargar Erlendsdóttur (2003), að lyndiskvíðaprófið endurspegli kvíða og þunglyndi þar sem þáttagreining þess leiðir í ljós bæði kvíðaþátt og þunglyndisþátt sem er ívið umfangsmeiri. Þetta stangast á við svörum í þessari rannsókn sem og niðurstöður úr þunglyndiskvarða Beck. Eins og áður sagði er lyndiskvíði ólíklegur til að breytast á stuttum tíma. Spyrja má hve oft sjúklingar þurfi svæðameðferð til að breytingar á lyndiskvíða komi fram og á hve löngum tíma. Einnig má velta fyrir sér hve lengi áhrif svæðameðferðar vara á kvíða. Fleiri rannsókna og langtímarannsókna er þörf um þetta efni. Framskyggn, slembuð meðferðarprófun (RCT) virðist geta metið áhrif svæðameðferðar og niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingu um það. Í svæðameðferð er viðeigandi samanburðarmeðferð vandfundin og í þeim rannsóknum, þar sem notuð hefur verið samanburðarmeðferð, svo sem sýndarnudd, hefur ekki verið sýnt fram á árangur af svæðameðferð. Til dæmis sýndu niðurstöður úr rannsókn Þóru J. Gunnarsdóttur og Helgu Jónsdóttur (Gunnarsdottir og Jonsdottir, 2007) á áhrifum svæðameðferðar á kvíða sjúklinga, sem gengust undir kransæðaaðgerð, ekki marktækan mun á áhrifum sýndarmeðferðar og svæðameðferðar en það styður þá kenningu að erfitt sé að finna samanburðarmeðferð. Rannsókn Ross o.fl. (2002) sýnir sambærilegar niðurstöður þar sem kvíði krabbameinssjúkra minnkaði ekki þegar borin voru saman áhrif af einföldu fótanuddi og svæðameðferð. Niðurstöður sýndu engin mælanleg áhrif af svæðameðferð né af einföldu fótanuddi á kvíða og þunglyndi. Víxlsnið þessarar rannsóknar leysir vanda við að finna samanburðarhóp þar sem hver hópur verkar sem eigin samanburðarhópur og biðtími breytti litlu um stigafjölda á kvíða­ og þunglyndiskvörðum. Veikleiki rannsóknarinnar er að þátttakendur voru of fáir til að unnt væri að svara öllum tilgátum sem lagt var upp með, en það sést á því að í gögnunum er ekki nægjanlegt tölfræðilegt afl til að greina mismun á meðferðarhópum á tíma 2. Afl rannsóknarinnar var metið út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Í ljós kom að 12 einstaklinga þurfti í hvorn hóp til að fá fram mismun á hópum á tíma 2 þar sem r2 var 0,24. Styrkleiki rannsóknarinnar felst í litlu brottfalli þátttakenda en enginn þeirra hætti eftir að meðferð hófst. Munur var á hópum A og B hvað varðaði lengd þunglyndis en að öðru leyti voru rannsóknarhóparnir sambærilegir en slíkt telst mikilvægt í öllum samanburði (Guðmundur Þorgeirsson, 2003). Fyrstu þátttakendur svöruðu spurningalistum og hófu svæðameðferð eða byrjuðu á biðtíma í janúar 2008. Þátttakendur komu inn í rannsóknina á löngu tímabili, sá síðasti hóf þátttöku sína í byrjun júní 2008. Þessi dreifing þátttöku yfir langt tímabil dregur úr áhrifum árstíðasveifla á niðurstöðurnar. Svipaðar niðurstöður hjá þátttakendum, sem má sjá á bið­ og meðferðartíma, er því ekki hægt að rekja til veðurbreytinga, stórhátíða, árstíðaskipta og aukinnar birtu. Kenningar um svæðameðferð voru lagaðar að rannsóknarsniðinu þannig að hin heildræna, einstaklingsmiðaða meðferð væri í fyrirrúmi. Meðferðaráætlunin var opin fyrir einstaklingsmiðaðri meðferð að hluta þar sem rými gafst til að meðhöndla persónubundin einkenni í 15­20 mínútur af hverjum meðferðartíma en á því byggist meðferðin. Sex svæða­ og viðbragðsfræðingar, allir skráðir græðarar, veittu svæðameðferð á rannsóknartímanum og var þeim úthlutað þátttakendum með slembiaðferð. Fjöldi græðara útilokar áhrif frá einstökum græðurum á niðurstöður rannsóknarinnar. Því má fullyrða að svipaðar niðurstöður þátttakenda séu til komnar vegna áhrifa meðferðarinnar en ekki vegna hæfileika einstakra græðara. Allir þátttakendur höfðu fengið meðhöndlun og viðtöl hjá læknum áður en þeir tóku þátt í rannsókninni. Því má álykta að árangur rannsóknarinnar byggist ekki á samræðuhæfileikum græðara. Þátttaka í rannsókninni byggðist á mati lækna á þunglyndi og kvíða og allir þátttakendur voru á þunglyndis­ og/ eða kvíðalyfjum. Öllum sem boðin var þátttaka í rannsókninni þáðu boðið. Erfitt er að koma í veg fyrir ósamræmi í mati lækna á þunglyndi og kvíða en gera má ráð fyrir að þátttakendur séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.