Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201140 Eva Agge, Eva.Agge@sairaanhoitajaliitto. FINNSKUR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR FÆR NIGHTINGALE­VERÐLAUNIN Finnska hjúkrunarfræðingnum Liisu Hallila, sem jafnframt er doktor í heimspeki, voru veitt Florence Nightingale­verð­ launin á hátíðlegum hádegis ­ verðarfundi á ráðstefnu Alþjóða­ ráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) á Möltu í maí sl. Ritstjóri finnska hjúkrunartímaritsins, Eva Agge, tók hana tali á ráðstefnunni. „Ég gleðst fyrir hönd finnskrar hjúkrunar. Ég vil sérstaklega þakka stjórn finnsku hjúkrunarfræðingasamtakanna sem sóttu um þessi verðlaun fyrir mína hönd,“ sagði Liisa Hallila við afhendingu þeirra. Áður en formleg verðlaunaafhending fór fram sagði Liisa Hallila á svölunum á sólríku kaffihúsi að hún hefði getað gefið sér tíma til að taka við verðlaunum og taka þátt í ráðstefnu ICN á Möltu af því að nú væri hún að sækja um styrk fyrir nýtt verkefni. Næstu hugsanlegu vinnustaðir væru háskóli í Sádi­Arabíu, verkefni Evrópusambandsins og verkefni WHO í Bangladess, en þar hefur hún áður starfað. „Með réttum og markvissum aðgerðum, sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri, tókst verkefnið í Bangladess sannarlega vel, ég er mjög ánægð,“ segir Liisa. Þakklæti hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hverjum stað hefur Liisu Hallila þótt það besta við alþjóðleg þróunarverkefni. Áður hafa Albanía, Kosovo og Papúa verið nefnd í starfsvottorðum Liisu Hallila, auk meðal annars Indónesíu og Rússlands. Í þessum löndum og fleiri hefur Liisa Hallila mótað menntun og umönnunarstörf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. „Snemma á ferlinum leiddist ég út í þessi þróunarstörf,“ segir Liisa hlæjandi. „Ég hef fengið að gera það sem mig hefur langað til,“ segir Liisa Hallila. Mynd: Anders Olsson. En hvernig finnur maður svona störf? „Ég hef verið sjálfstæður atvinnurekandi og ráðgjafi í um tuttugu ár. Ég sæki um störf og verkefni alveg eins og allir aðrir, leita á vefsíðum WHO og Sameinuðu þjóðanna eftir áhugaverðum verkefnum. Svo sendi ég ferilskrána.“ Liisa Hallila segist öðru hvoru sækja um vinnu í heimalandinu en henni finnst fordómar gagnvart eldri konum mjög miklir í Finnlandi. Í alþjóðlegum verkefnum kunna menn vel að meta fjölbreytta kunnáttu og reynslu. Hún skrifaði doktorsritgerð sína við Caledoniaháskólann í Glasgow til að öðlast alþjóðlega reynslu og bæta tungumálakunnáttuna. Doktors­ rannsóknirnar hafa tvímælalaust gagnast henni á ferlinum. Við verkefnisvinnuna í starfslandinu virkjar Liisa Hallila fyrst starfsfólk staðarins. Hún fer síðan með starfsmönnum verkefnisins á fund ráðuneytismanna. Annars myndu þessir tveir aðilar ekki endilega hittast og ræða málin. „Þannig fer í raun fram þarfagreining,“ útskýrir Liisa Hallila og fær þetta til að virðast auðvelt. Henni finnst öll störf auðveld ef menn kunna sitt fag. Hún segist hafa nýlokið kennaraprófi frá háskóla í New York til viðbótar við meistaraprófið. Stöðugt nám heldur fólki spræku. Í Bangladess tók Liisa Hallila þátt í að semja markmiðs­ og starfsáætlun fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Hún segist hafa sótt stefnumótun fyrir starfið í rannsóknir sem gerðar voru á staðnum. Í þakkarræðu við verðlaunaafhendinguna lagði Liisa Hallila áherslu á mikilvægi stuðnings frá heimalandinu. Hún hefur tekið þátt í störfum rannsóknarsjóðs umönnunar í Finnlandi frá því að hún lauk námi. „Þaðan hef ég fengið mikinn stuðning við hugmyndir mínar og störf,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.