Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 45 Einstaklingsmiðuð hjúkrun Megintilgangur SE skiptist í þrjá þætti sem þó eru allir hver öðrum háðir. Sá fyrsti er einstaklingsmiðuð hjúkrun. Með þessari þjónustu er lögð áhersla á „sjúklinginn sem einstakling“ og gerð krafa til þess að sjúklingurinn sé í brennidepli hjá öllum aðilum heilbrigðisteymisins. Í einstaklingsmiðaðri hjúkrun er tekið tillit til sjúklinganna, notenda þjónustunnar og aðstandenda þeirra í allri ákvarðanatöku og séð til þess að þeir fái aðstoð við að taka upplýstar ákvarðanir um meðferð og umönnun þannig að þeim finnist þeir hafa fengið þjónustu við hæfi. Einstaklingsmiðuð hjúkrun felur í sér samkennd, tillitssemi og virðingu fyrir reisn einstaklingsins auk þess sem áhersla er lögð á að: • þekkja sjúklinginn sem einstakling, sem og gildi hans, skoðanir og langanir, heilsufarslegar og félagslegar þarfir og óskir og gera honum kleift að velja sérstaka umönnun og þjónustu til að fullnægja þeim þörfum og óskum, • veita sérsniðnar, gagnreyndar upplýsingar og aðstoð við að skilja tæknilegar upplýsingar, niðurstöður og flókin hugtök og stuðla þannig að sjálfstæði og sjálfsforræði sjúklingsins, • deila töku ákvarðana með sjúklingnum og heilbrigðisteyminu frekar en að stjórna sjúklingnum, • tala máli skjólstæðingsins ef ein­ staklingurinn er ekki fær um að gera það sjálfur, • framkvæma samfellt mat til að tryggja að einstaklingurinn haldi áfram að fá viðeigandi umönnun og þjónustu. Í þessu felst að hvetja, hlusta og bregðast við ábendingum sjúklinga og notenda þjónustunnar. McCormack og McCance (2010) hafa unnið að frekari rannsóknum á ein­ staklings miðaðri hjúkrun, þar með talið mótun nauðsynlegra vísa til að leggja mat á reynslu af einstaklingsmiðaðri hjúkrun. Árangursrík hjúkrun Annar megintilgangur SE er árangursrík hjúkrun. Í árangursríkri hjúkrun byggir hjúkr unar fræðingurinn störf sín á gagn­ reyndri þekkingu og sýnir skilvirkni í vinnu brögðum, hvort heldur sem einstakl­ ingur eða sem hluti teymis. Rannsóknir á yfirfærslu og beitingu þekkingar hafa leitt í ljós að heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisteymi þurfa aðstoð við að beita vísindareynslu í starfi (Kitson o.fl., 2008) sem og við að samþætta nýjustu vísindaþekkingu við eigin þekkingu sjúklinganna, faglega reynslu meðferðaraðila og þekkingu og reynslu af nærumhverfinu (Rycroft­Malone o.fl., 2004; Rycroft­Malone, 2004). Það eru mörg ljón á veginum þegar kemur að því að nýta niðurstöður rannsókna í starfi. Alþjóðlegar rannsóknir í tengslum við PARIHS­verkefnið (Promoting Action on Research Implementation in Health Services) hafa sýnt fram á að fagleg leiðsögn á vinnustað og hjúkrunarumhverfið (stofnanabragur, forysta og gildismat) eru mikilvægir áhrifaþættir í þessu sambandi (Rycroft­ Malone o.fl., 2004; Rycroft­Malone, 2004). Skilvirk hjúkrun Þriðji megintilgangur SE er að efla vitund um skilvirkni sem viðheldur grund vallar­ gildum einstaklingsmiðaðrar, öruggrar og árangursríkrar hjúkrunar af hálfu einstakra starfsmanna, teyma og stofnana. Mynd 1 sýnir dæmi um skilvirkan stofnana brag þar sem allir geta vaxið og blómstrað í fjölbreytilegu umhverfi. Hugtakið að blómstra er nú notað um árangurinn af öllum megin þáttum SE í þeim skilningi að í skilvirku umhverfi á vinnustað blómstri allir – sjúklingarnir jafnt sem starfsfólkið. Hinum þríþætta tilgangi SE er ekki náð af tilviljun. Til að hrinda honum í fram­ kvæmd er þörf á að beita ákveðnum grundvallarreglum og vinnuaðferðum. Vegferð í átt að SE gæti til dæmis hafist á því að kanna sameiginlegar skoðanir á því Mynd 1. Umhverfi þar sem allt vex og blómstrar. Kim Manley Dr. Kim Manley hefur langa reynslu sem hjúkrunarkennari og rann sakandi. Hún var þar til nýlega kennslu- og þróunarstjóri hjá Royal College of Nursing (RCN) sem er breska hjúkrunarfélagið. Hún hefur alþjóðlega reynslu af því að aðstoða við að móta stofnanabrag í heilbrigðisþjónustu og er sér fræðingur í starfendaeflingu og námi á vinnustaðnum. Þá hefur hún einnig mikinn áhuga á teymisvinnu og sam vinnu heilbrigðisstétta. Í starfinu hjá RCN var Kim ábyrg fyrir að móta nýjar aðferðir við að læra í starfi og bæta þjónustu við sjúklinga. Í því fólst meðal annars að beita gagnreyndri þekkingu, útbúa hæfnismat og staðla og fylgjast með gæðastarfi. Hún sá einnig um kennsluefni á vef RCN og í tímaritinu Nursing Standard. Þá hefur hún verið gestakennari við háskólana í Bournemouth og Brighton. Hún er nú gestakennari við Christ Church-háskólann í Canterbury og forstöðukona miðstöðvar um starfendaeflingu þar við skólann. Árið 2000 fékk Kim heiðursmerki Breska heimsveldisins fyrir afbragðs þjónustu við sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.