Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201154 Baranek (2005) álítur að þegar starfshópar horfa upp á skörun á hlutverkum sínum leiði það til keppni milli stétta, spennu á vinnustað og skorts á trausti milli starfsstéttanna, óskilvirkari teymisvinnu, dalandi fagímyndar þeirra hópa, sem í hlut eiga, og van­ eða ofnýtingu fagmanna (Baranek, 2005). Í rannsókn Bylgju Kærnested (2006) kom fram að hjúkrunarfræðingar væru margir óöruggir í úthlutun verkefna til sjúkraliða en töldu jafnframt að nýta mætti betur starfskrafta þeirra með því að úthluta fleiri verkefnum til sjúkraliða svo hjúkrunarfræðingar gætu sinnt þeim störfum sem krefðust fagkunnáttu þeirra. Traust og færni í samskiptum eru lykilþættir í farsælu samstarfi og árangursríkri úthlutun verkefna (Potter o.fl., 2010; Potter og Grant, 2004; Spilsbury og Meyer, 2004; Standing og Anthony, 2008). Þátttakendur töluðu um að vinna sjúkraliða virtist ekki í samræmi við það sem þeir læra í námi sínu. Greina þarf hvað það er sem sjúkraliðar læra í námi sínu og er ekki nýtt til fullnustu á bráðalegudeildum. Í rannsókn, sem gerð var í Kanada á hjúkrunarfræðingum með mismunandi menntun, kom fram að nauðsynlegt er að skilgreina vel og móta hlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Einnig sýndi rannsóknin hve mikilvægt er að skýra störf og ábyrgð, auka skilning á menntun, hæfni og kunnáttu allra sem störfuðu við heilbrigðisþjónustuna og gefa fleiri tækifæri til góðrar samvinnu (White o.fl., 2008). Skipulag og stjórnun Almennt fannst þátttakendum gott skipulag á vöktum á sínum deildum og sögðu samband sitt við yfirmann gott en að stjórnendur væru mjög uppteknir í vinnu vegna manneklu. Lögðu þeir áherslu á mikilvægi þess að deildarstjóri væri jákvæður. Hlutverk og áhrif deildarstjóra hafa verið tíunduð í fyrri rannsóknum og það bendir til þess að hann gegni meginhlutverki í árangursríku skipulagi og góðum starfsanda (Gunnarsdóttir o.fl., 2007). Það kom fram að mikilvægt er að halda starfsmannafundi en þátttakendur sögðu málefni sjúkraliða lítið rædd á deildarfundum. Þessar niðurstöður vekja upp spurningar um hvort vinnu sjúkraliða sé nægur gaumur gefinn við skipulag og stjórnun á bráðalegudeildum. Lýst var samskiptavandamálum vegna tungumálaerfiðleika erlendra starfsmanna sem ekki kunna íslensku. Er á fáum stöðum mikilvægara en á sjúkrahúsum að starfsmenn geti allir átt árangursrík og traust samskipti. Félagleg samskipti Félagsleg samskipti voru yfirleitt góð. Regluleg fræðsla og skemmtun var á nokkrum deildum en á öðrum deildum höfðu þátttakendur lítinn áhuga á að hittast utan vinnutíma og völdu fremur að verja frítímanum með sínum nánustu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að starfsfólkið hafi oft ekki áhuga á meiri samveru með samstarfsfólki sínu í frítímanum. Jafnvægi þarf að vera milli vinnu og frítíma og nauðsynlegt fyrir starfsmann að endurnæra sig í frítímanum og safna kröftum. Mikilvægt er að huga að því að sá sem er í vinnu við hæfi notar sinn frítíma frekar til uppbyggingar en starfmaður sem leiðist í vinnunni (Hólmfríður Gunnarsdóttir, 2009). Takmarkanir rannsóknarinnar Takmarkanir rannsóknarinnar eru fyrst og fremst lítið úrtak eða 21 sjúkraliði og að horft er á rannsóknarviðfangsefnið út frá því sjónarhorni sem eigindleg rýnihópaviðtöl veita til að kanna reynslu einstaklinga. Rannsóknin gefur samt sem áður innsýn inn í reynslu sjúkraliða af vinnu þeirra og vinnuumhverfi á bráðalegudeildum á lyflækninga­ og skurðlækningasviði. Með rýnihópum er ekki hægt að fá eins víðtæka sýn á efnið og með stórum könnunum (Sóley S. Bender, 2003). Þrátt fyrir takmarkanir hefur rannsóknin og niðurstöður hennar varpað ljósi á sýn sjúkraliða á vinnu þeirra og vinnuumhverfi á þessum tilteknu deildum og svarað rannsóknarspurningunni sem lögð var fram í upphafi rannsóknarinnar. Nýting niðurstaðna Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa ljósi á vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum eins og þeir skynja það, þætti sem áhrif hafa á vinnu þeirra og hvað betur má fara. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til frekari rannsókna auk aðgerða sem bætt geta vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum. Eftirfarandi lærdóma má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar. • Efla þarf traust og samstarf meðal heilbrigðisstétta á sjúkradeildum. • Efla þarf stoðþjónustu í hjúkrun til að minnka tafir sem sjúkraliðar verða fyrir við störf sín inni á deildum. • Kanna þarf misræmi í starfskröfum til sjúkraliða eftir vinnustöðum og samstarfsfólki og hvað í raun ráði því hvaða verkefni eru falin sjúkraliðum. • Kanna þarf hvort nýta megi betur þekkingu og kunnáttu sjúkraliða. • Gefa þarf sjúkraliðum tækifæri til starfsþróunar og setja stefnu í þeim málum. • Hönnun húsnæðis og öll aðstaða á sjúkradeildum, svo sem staðsetning birgða og tækja, þarf að taka tillit til vinnu sjúkraliða. • Fjölga þarf hjálpartækjum og auðvelda aðgengi starfsfólks að þeim. • Auka þarf þekkingu starfsmanna á heilbrigðisvandamálum of feitra sjúklinga, fíkniefnaneytenda og þolendum ofbeldis. LOKAORÐ Þrátt fyrir að efnahagskreppan, sem skall á íslensku samfélagi haustið 2008, hafi dregið úr manneklu í hjúkrun, að minnsta kosti tímabundið, er viðfangsefni þessarar rannsóknar enn í fullu gildi. Sjúklingar eru veikari en áður og heilbrigðisvandamál þeirra flóknari og vinnuumhverfið á Landspítala hefur ekki breyst nema ef vera skyldi að nú er enn frekar þrengt að starfseminni fjárhagslega. Því er enn brýnt að meta og skoða hvernig vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum er háttað með það fyrir augum að bæta það svo veita megi gæðahjúkrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.