Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 37 Hlutverk hjúkrunarfræðinganna var að veita þeim sem höfðu verið fluttir burt af hættusvæðinu aðstoð allan sólarhringnum. Þeir mátu ástand fólksins, veittu fyrstu hjálp eftir þörfum og komu fólki áfram á sjúkrahús eða heilsugæslustöð þegar svo bar undir. Einnig sinntu þeir fræðslu um sóttvarnir og gerðu það sem þeir gátu til þess að bæta hreinlætisaðstöðu, sótthreinsa og koma þannig í veg fyrir sýkingar. Hlutverk þeirra var einnig að safna upplýsingum um ástandið og koma á framfæri við yfirvöld. Vatnsforðinn var stórt vandamál en flóðbylgjan bar með sér alls konar óhreindi sem svo urðu eftir í vatnsbólum. Óhreint vatn, til dæmis úr sundlaugum, var notað til þess að sturta niður í klósett og þess háttar. Á mörgum söfnunarsvæðum, eins og skólum og leikfimissölum, höfðu rúður brotnað og fyrir bragðið var hitinn innanhúss mikill. Ástandið í Japan var eindæma flókið og erfitt fyrir hjálparstarfsmenn. Hús í Japan eru vel byggð og hefði jarðskjálftinn einn og sér líklega verið vel viðráðanlegur. Hann átti hins vegar upptök sín úti á sjó og því fylgdi honum mjög öflug flóðbylgja. Ofan á það bættist kjarnorkuslys þegar vatn flæddi inn í kjarnorkuver. Japanska hjúkrunarfélagið brást við þessu meðal annars með því að búa til fræðslumyndir um geislavirkni handa sjálfboðaliðunum. Með aðstoð Alþjóðaráðs hjúkrunar­ fræðinga var komið af stað alþjóðlegri söfnun sem gekk vel. Mörg hjúkrunarfélög í heiminum lögðu hönd á plóg. Söfnuninni var lokið í júní sl. en þá hafði safnast nóg til þess að borga rúturnar sem notaðar voru til þess að koma sjálfboðaliðum á vettvang. Hjúkrunarfélagið í Japan stendur nú fyrir könnun á aðstæðum félagsmanna í þeim þremur héruðum sem urðu fyrir jarðskjálftanum. Kannað er öryggi þeirra, hvort þeir hafa vinnu og hvernig vinnuaðstæður eru. Viðbragðsáætlun japanska hjúkrunarfélagsins Eftir jarðskjálftann í Kobe 1995 bjó hjúkrunar félagið til viðbragðskerfi við ham förum. Yfirstjórn er í höndum höfuð­ stöðva félagsins í Tókýó en hver svæðis­ deildanna 47 sér um að búa til viðbragðs­ áætlun fyrir sitt hérað og leggja til mannafla. Um 4.800 hjúkrunarfræðingar hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar. Þeir hafa fengið þjálfun í hamfarahjúkrun og þurfa að taka þátt í æfingu einu sinni á ári. Hlutverk þeirra er að leysa af hjúkrunarfræðinga sem vinna vanalega á svæðinu þar sem hamfarir hafa átt sig stað. Sjálfboðaliðarnir vinna yfirleitt í fjóra daga, að ferðadögum meðtöldum. Hver svæðisdeild getur ákveðið að leysa úr minni hamförum á eigin spýtur, leita til nágrannahéraða eða leita til hjúkrunar­ félagsins. Á seinna stiginu taka höfuð­ stöðvarnar að sér viðbragðs stjórnina. Í kjölfar jarðskjálftans hefur japanska hjúkrunarfélagið einnig opnað skrifstofu sem mun aðstoða fólk við að koma lífinu í eðlilegt horf. Sjálfboðaliðar leggja af stað frá skrifstofum japanska hjúkrunarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.