Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 35 starf til allra þeirra sem voru við störf á tímabilinu mars­apríl 2011. Þeir sem voru í hlutastarfi og/eða höfðu starfað skemur fengu hlutfallslega greiðslu. Launahækkanir verða með eftirfarandi hætti: 1. júní 2011: 4,25% auk leiðréttingar vegna þrepabreytinga, sjá neðar 1. mars 2012: 3,50% 1. mars 2013: 3,25% Launataflan breytist þannig að hún hefst nú á launaflokki 20 í stað 15 áður, aldursþrepin falla niður og eingöngu efsta aldursþrepið er nýtt í nýrri launatöflu. Persónuálagsstigin eru sett inn í launatöflu og þeim fjölgað upp í 17 stig. Þann 1. febrúar 2012 verður greidd ein­ greiðsla að upphæð 25.000 kr. miðað við fullt starf í febrúar 2012. Þeir sem eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu. Orlofsuppbótin verður sem hér segir: Á árinu 2011 36.000 kr. auk sérstaks álags að upphæð 10.000 kr. Á árinu 2012 37.000 kr. Á árinu 2013 38.000 kr. Persónuuppbót (desemberuppbót) verður sem hér segir: Á árinu 2011 75.500 kr. Á árinu 2012 78.200 kr. Á árinu 2013 80.700 kr. Frí í stað yfirvinnu: 5 daga hámark hefur verið hækkað, nú er starfsmanni með samkomulagi við vinnuveitanda heimilt að taka 10 daga út í fríi. Ef yfirvinna er tekin út í fríi tekur starfsmaðurinn klukkustund á móti klukkustund og fær yfirvinnuálag greitt næstu mánaðamót á eftir unninni yfirvinnu. Yfirvinnuálag er 44,44% af yfirvinnutaxta starfsmanns. Starfaheiti og röðun í launaflokka frá 1. júní 2011: Hjúkrunarfræðinemi 1 75% af launaflokki 20 Hjúkrunarfræðinemi 2 82% af launaflokki 20 Hjúkrunarfræðinemi 3 90% af launaflokki 20 Hjúkrunarfræðingur 1 launaflokkur 20 Hjúkrunarfræðingur 2 launaflokkur 21 Hjúkrunarfræðingur 3 launaflokkur 23 Hjúkrunarfræðingur 4 launaflokkur 25 Verkefnastjóri 1 launaflokkur 25 Verkefnastjóri 2 launaflokkur 27 Verkefnastjóri 3 launaflokkur 29 Heilbrigðisfulltrúi 1 launaflokkur 31 Heilbrigðisfulltrúi 2 launaflokkur 34 Deildarstjóri 1 launaflokkur 31 Deildarstjóri 2 launaflokkur 34 Deildarstjóri 3 launaflokkur 37 Deildarstjóri 4 launaflokkur 39 Hjúkrunarforstjóri 1 launaflokkur 41 Hjúkrunarforstjóri 2 launaflokkur 44 Auk þess var samið um hækkað framlag vinnuveitanda í fjölskyldu­ og styrktarsjóð. Breytingar á kjarasamningi FÍH við Reykjavíkurborg Eingreiðsla: Eigi síðar en 1. ágúst 2011 áttu að greiðast 50.000 kr. miðað við fullt starf á tímabilinu mars­maí 2011. Þeir sem voru í hlutastarfi eða hafa starfað skemur skulu fá hlutfallslega greiðslu. Launahækkanir verða með eftirfarandi hætti: 1. júní 2011: 4,60%, þó að lágmarki 12.000 kr. 1. mars 2012: 3,50%, þó að lágmarki 11.000 kr. 1. mars 2013: 3,25%, þó að lágmarki 11.000 kr. Eingreiðsla: Starfsmenn, sem eru við störf 1. febrúar 2012, fá greidda sérstaka eingreiðslu að upphæð 25.000 kr. miðað við fullt starf. Þeir sem eru í hlutastarfi skulu fá hlutfallslega greiðslu. Orlofsuppbótin verður sem hér segir: Á árinu 2011 26.900 kr. Á árinu 2012 27.800 kr. Á árinu 2013 28.700 kr. Persónuuppbót (desemberuppbót) verður sem hér segir: Á árinu 2011 54.000 kr. Á árinu 2012 56.000 kr. Á árinu 2013 58.000 kr. Vaktskrá lögð fram: Frá 16. júní 2011 breyttist grein 2.6.2 um breyttar vaktir og varð: „Ef vaktskrá er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi starfsmanni greitt aukalega 3 klst. í yfirvinnu. Sé fyrirvarinn 24­168 klst. (ein vika) skal greiða 2 klst. í yfirvinnu. Hér er eingöngu átt við breytingu á skipulagðri vakt en ekki aukavakt.“ Kvöldvinna í heimahjúkrun: Ef kvöldvinna nemur að minnsta kosti 50% af fullu starfi fær starfsmaðurinn 2 launaflokka til viðbótar við grunnröðun starfs. Matar­ og kaffitímar vaktavinnumanna: Frá 1. mars 2012 breytist grein 2.6.9 og verður svohljóðandi: „Starfsmenn í vakta vinnu hafa ekki sérstaka matar­ og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni ef því verður við komið starfsins vegna. Vegna takmörkunar þeirrar sem að ofan greinir á matar­ og kaffitímum, skal greiða 25 mínútur á yfirvinnukaupi fyrir hverja vakt óháð lengd vaktar.“ Greitt var fyrir 15 mínútur áður. Fæðisfé: Frá 1. júní 2011 fá starfsmenn í hálfu starfi eða meira, sem ekki hafa aðgang að matstofu en ættu að hafa það, greidda fæðispeninga, 380 kr. fyrir hvern vinnuskyldudag. Auk þess skulu frá 1. mars 2012 starfsmenn, sem eru á vakt þegar matstofa vinnustaðar er ekki opin, fá það bætt með fæðispeningum sem nema 380 kr. fyrir þá vakt. Fatapeningar: Á heilbrigðisstofnunum og heimilum fatlaðs fólks (áður sambýlum), þar sem þess er krafist að starfsmaður noti eigin fatnað í stað einkennis­ eða vinnufatnaðar, er vinnuveitanda heimilt að greiða starfsmanni sérstaka fatapeninga að upphæð 3.800 kr. miðað við fullt starf. Upphæðin tekur breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs. Auk þess var samið um: • aukin réttindi verði starfsmaður fyrir líkams­ eða munatjóni í starfi sínu af völdum einstaklinga sem að takmörkuðu eða engu leyti geta borið ábyrgð á gerðum sínum • auknar álagsgreiðslur vegna brottfarar­ og komutíma vegna ferða erlendis sem farnar eru að frumkvæði vinnuveitanda • hækkun á framlagi vinnuveitanda í fjölskyldu­ og styrktarsjóð • endurskoðun á hæfnismati og hæfnismatskerfi á samningstímanum • endur skoðun á starfaskilgreiningu hjúkrunar fræðinga fyrir 1. september 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.