Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201136 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is NEYÐARHJÁLP HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í JAPAN Hjúkrunarfélagið í Japan tók virkan þátt í að veita þeim aðstoð sem urðu fyrir jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í norðausturhluta Japan í mars sl. Eins og allir vita varð jarðskjálfti og í kjölfarið flóðbylgja í norðausturhluta Japan 11. mars sl. Hjúkrunarfélagið í Japan ákvað þrem dögum seinna að taka virkan þátt í hjálparstarfinu og gat 22. mars sent fyrstu sjálfboðaliðana af stað. Samtals fóru um 915 hjúkrunarfræðingar á hamfarasvæðið og veittu þeir neyðarhjálp í borgunum Iwate, Miyagi og Fukushima. Japanska hjúkrunarfélagið útbjó fyrir mörgum árum eigin almannavarna­ og hópslysaáætlun en það gerðist eftir stóra jarðskjálftann í Kobe 1995. Félagið var því mjög vel undir það búið að senda fólk á svæðið. Í Japan eru samtals 47 héruð en 3 voru skilgreind sem hamfarasvæði. Svæðisdeildir hjúkrunarfélagsins eru í öllum héruðum. Hjúkrunarfræðingar komu frá flestum héruðum, söfnuðust saman í Tókýó og voru svo sendir með rútum á hamfarasvæðið. Þeir vou allir sjálfboðaliðar en fengu margir laun áfram frá vinnuveitendum sínum. Höfuðstöðvar hjúkrunarfélagsins sáu um flutning á staðinn og tryggingar á leiðinni og við störf en hlutverk svæðis­ deilda var að sjá sjálfboðaliðum fyrir útbúnaði. Þeir höfðu með sér hjúkrunar­ vörur og hreinlætisvörur, sér stak lega sótthreinsunarefni. Rútur voru eina leiðin til að komast á hamfarasvæðin þar sem lestarsamgöngur voru í molum eftir flóðbylgjuna. Samtals keypti japanska hjúkrunarfélagið rútuflutninga fyrir um 1,5 milljónir bandaríkjadala. Erfitt var að fá eldsneyti á rúturnar en með því að skrá þær sem björgunartæki fékkst leyfi til kaupa og aðstoð frá yfirvöldum við að hafa upp á eldsneyti. Stórir jarðskjálftar í Japan Eyjarnar, sem tilheyra Japan, eru á virku skjálftasvæði. Jarðskjálftinn í Kobe 1995 er talinn einn öflugasti skjálfti á tuttugustu öld en hann var 6,8 að styrkleika. Hann er oft kallaður stóri Hanshin-skjálftinn eftir Hanshin-hraðbrautinni sem eyðilagðist að hluta til í jarðskjálftanum. Um 6400 manns létust. Versti skjálftinn átti sér hins vegar stað á Kanto-svæðinu 1923 en þá létust 140.00 manns. Hjúkrunarfræðingar skoða konu á söfnunarsvæði fyrir brottflutta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.