Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201136 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is NEYÐARHJÁLP HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í JAPAN Hjúkrunarfélagið í Japan tók virkan þátt í að veita þeim aðstoð sem urðu fyrir jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í norðausturhluta Japan í mars sl. Eins og allir vita varð jarðskjálfti og í kjölfarið flóðbylgja í norðausturhluta Japan 11. mars sl. Hjúkrunarfélagið í Japan ákvað þrem dögum seinna að taka virkan þátt í hjálparstarfinu og gat 22. mars sent fyrstu sjálfboðaliðana af stað. Samtals fóru um 915 hjúkrunarfræðingar á hamfarasvæðið og veittu þeir neyðarhjálp í borgunum Iwate, Miyagi og Fukushima. Japanska hjúkrunarfélagið útbjó fyrir mörgum árum eigin almannavarna­ og hópslysaáætlun en það gerðist eftir stóra jarðskjálftann í Kobe 1995. Félagið var því mjög vel undir það búið að senda fólk á svæðið. Í Japan eru samtals 47 héruð en 3 voru skilgreind sem hamfarasvæði. Svæðisdeildir hjúkrunarfélagsins eru í öllum héruðum. Hjúkrunarfræðingar komu frá flestum héruðum, söfnuðust saman í Tókýó og voru svo sendir með rútum á hamfarasvæðið. Þeir vou allir sjálfboðaliðar en fengu margir laun áfram frá vinnuveitendum sínum. Höfuðstöðvar hjúkrunarfélagsins sáu um flutning á staðinn og tryggingar á leiðinni og við störf en hlutverk svæðis­ deilda var að sjá sjálfboðaliðum fyrir útbúnaði. Þeir höfðu með sér hjúkrunar­ vörur og hreinlætisvörur, sér stak lega sótthreinsunarefni. Rútur voru eina leiðin til að komast á hamfarasvæðin þar sem lestarsamgöngur voru í molum eftir flóðbylgjuna. Samtals keypti japanska hjúkrunarfélagið rútuflutninga fyrir um 1,5 milljónir bandaríkjadala. Erfitt var að fá eldsneyti á rúturnar en með því að skrá þær sem björgunartæki fékkst leyfi til kaupa og aðstoð frá yfirvöldum við að hafa upp á eldsneyti. Stórir jarðskjálftar í Japan Eyjarnar, sem tilheyra Japan, eru á virku skjálftasvæði. Jarðskjálftinn í Kobe 1995 er talinn einn öflugasti skjálfti á tuttugustu öld en hann var 6,8 að styrkleika. Hann er oft kallaður stóri Hanshin-skjálftinn eftir Hanshin-hraðbrautinni sem eyðilagðist að hluta til í jarðskjálftanum. Um 6400 manns létust. Versti skjálftinn átti sér hins vegar stað á Kanto-svæðinu 1923 en þá létust 140.00 manns. Hjúkrunarfræðingar skoða konu á söfnunarsvæði fyrir brottflutta.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.