Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 5
Nýlega lauk ráðstefnunni Hjúkrun 2011 en þar voru kynnt mörg rannsóknar og
gæðaverkefni. Öll sýna þau kraft og þrautseigju hjúkrunarfræðinga við að móta
stöðugt starf sitt.
Á göngudeild lungnasjúklinga á Landspítala hafa hjúkrunarfræðingar unnið
mjög merkilegt starf sem verðskuldar athygli. Tekist hefur að fækka talsvert
bráðakomum vegna öndunarbilunar og bæta með sama móti líf lungnasjúklinga.
Í blaðinu er ýtarleg grein þar sem lýst er starfsaðferðum hjúkrunarfræðinga á
göngudeildinni en þessi aðferðafræði gæti örugglega nýst á öðrum göngudeildum.
Á sviði stjórnunar eru einnig merkilegir hlutir að gerast. Í viðtali er sagt frá því sem
kallað er þjónandi forysta en það er stjórnunaraðferð sem einkennist af auðmýkt
og hógværð. Það eru orð sem við tengjum ekki vanalega við stjórnun en aðferðin
hefur reynst árangursrík og samræmist vel nútímastarfsaðferðum.
Hjúkrunarfræðingar slá ekki slöku við að skrifa fræðigreinar. Nýlega birtust í
Tímariti hjúkrunarfræðinga ellefu fræðigreinar í sambandi við Hjúkrun 2011 og
hér birtast tvær í viðbót. Þær fjalla annars vegar um vinnuumhverfi sjúkraliða,
helstu samvinnustéttar hjúkrunarfræðinga í umönnun, og hins vegar um áhrif
svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Í desember mun birtast rannsóknargrein
um slökunarmeðferð. Hjúkrunarfræðingar hafa að því er virðist tekið upp á sína
arma ýmiss konar viðbótarmeðferð og vilja skoða slíka meðferð á gagnreyndan
hátt.
Þegar þetta tölublað kemur út hefur undirritaður ritstýrt fjórum árgöngum Tímarits
hjúkrunarfræðinga. Ýmislegt hefur breyst í blaðinu á þessum fjórum árum en enn
má gera betur. Til stendur að kanna viðhorf félagsmanna til þjónustu félagsins og
meðal annars til Tímarits hjúkrunarfræðinga. Breytinga er því að vænta á næsta
ári en eðli þeirra fer eftir hvað félagsmenn segja í könnuninni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 6405
Bréfsími 540 6401
Netfang christer@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Christer Magnusson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sunna K. Símonardóttir
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu
christer@hjukrun.is.
Leiðbeiningar um ritun fræðslu og fræðigreina
er að finna á vefsíðu tímaritsins.
Ritnefnd:
Árún K. Sigurðardóttir
Brynja Örlygsdóttir
Dóróthea Bergs
Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir
Kolbrún Albertsdóttir
Sigríður Skúladóttir
Þorsteinn Jónsson
Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni:
Herdís Sveinsdóttir
Fréttaefni:
Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson
Ljósmyndir:
Anders Olsson, Bjarni Eiríksson,
Christer Magnusson o.fl.
Próförk og yfirlestur:
Ragnar Hauksson
Auglýsingar:
Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855
Hönnun:
Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Prentvinnsla: Litróf
Upplag 4000 eintök
Pökkun og dreifing: Póstdreifing
ENN KOMIÐ HAUST
Nú er sumarið búið og haustið tekið
við með skinum og skúrum. Haustið
er líka tíminn til að taka upp aftur vinnu
að ýmsum verkefnum sem miða að
því að bæta þjónustu við sjúklinga.
Christer Magnusson.
Ritstjóraspjall
www.lysi.is
Omega-3
F I S K I O L Í A
Gjöf náttúrunnar til þín
Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall
Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA
sem eru okkur lífsnauðsynlegar.
Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt
fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir
heilsuna.
Má taka með lýsi.
Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið
á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á:
sjón
hjarta og æðakerfi
blóðþrýsting
kólesteról í blóði
liði
rakastig húðarinnar
minni
andlega líðan
námsárangur
þroska heila og
miðtaugakerfis
á meðgöngu
Lysi prentauglysing a4 mm.ai 11/16/07 9:49:01 AM