Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 25
þegnum samfélagsins jafnan aðgang að
heilbrigðisþjónustunni.
Á Íslandi eins og víða annars staðar
hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist á
undanförnum árum og jafnvel áratugum,
hvort sem litið er til heildarútgjalda,
hlutfalls af landsframleiðslu (GDP) eða
meðaltals útgjalda vegna heilbrigðis
þjónustu á hvern landsmann. Árið 1998
voru heildar útgjöld til heilbrigðismála
á Íslandi 8,91% af GDP, fóru hæst í
10,38% árið 2003 og lækkuðu síðan
verulega á milli áranna 2009 og 2010 og
eru nú 9,32% af GDP (Hagtíðindi, 2011).
Hlutdeild almennings í kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu hefur aukist verulega
á undanförnum 10 árum. Árið 1999 var
kostnaðarhlutdeild einstaklinganna um
17,8% en árið 2010 var hún komin í
19,5% (Hagtíðindi, 2011).
Gagnstætt því sem hefði mátt ætla
hefur aukinn kostnaður einstaklinga við
heilbrigðisþjónustu og almennt minni
kaupmáttur haft fremur lítil áhrif á það
hvort leitað er eftir læknisþjónustu eða
því frestað. Þetta sýna samanburðar
rannsóknir sem gerðar voru árin
1998, 2006 og 2009. Þátttakendur í
rannsóknunum voru meðal annars
spurðir hvort þeir hefðu einhvern tíma
á síðastliðnum 12 mánuðum frestað
læknis heimsóknum vegna kostnaðar eða
annarra ástæðna.
Ólíkt því sem búast mátti við er frestun
læknisþjónustunnar nokkru minni
árið 2009 en 2006. Þó virðist frestun
vegna kostnaðar við þjónustuna heldur
hafa aukist árið 2009 samanborið
við 2006. Draga mætti þá ályktun af
þessu að efnahagskreppan hafi lítið
sem ekkert aukið aðgangshindranir í
heilbrigðiskerfinu hvað læknisþjónustuna
varðar. Áfram eru þó hópar fyrir hendi
sem fresta læknisþjónustunni umfram
það sem almennt gerist, einkum yngra
fólk, lágtekjufólk, fólk sem þarf að fara
langa vegalengd að þjónustustað, þeir
sem hafa haft mikil fjölskylduútgjöld
vegna heilbrigðismála, langveikir og
öryrkjar. Rétt er að ítreka að síðasta
könnunin, sem hér er vitnað til, var gerð
árið 2009 og ætla má að ástandið kunni
að hafa versnað síðan þá þegar kreppan
hefur varað lengur.
Áætlað er að útgjöld til heilbrigðismála
muni dragast saman um 4,7% á milli
áranna 2010 og 2011. Samdrátturinn
verður mestur í rekstri heilbrigðisstofnana
á landsbyggðinni eða allt að 12%. Stefna
stjórnvalda virðist vera að flytja sem mest
af sjúkrahúsþjónustu til Landspítalans
og Sjúkrahússins á Akureyri. Áherslan í
þjónustunni á landsbyggðinni er frekar á
heilsugæsluna og á þjónustu við aldraða,
bæði á stofnunum og í heimahúsum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH)
hefur opinberlega ítrekað nauðsyn þess
að unnin sé heildstæð framtíðarstefna
í heilbrigðisþjónustu á landinu. Félagið
hefur lagt hugmyndir sínar um framtíðar
skipulag og forgangsröðun verkefna
fyrir heilbrigðisráðherra en því miður
virðast ákvarðanir of oft teknar með
skammtímaávinning í huga og án heildar
mats á hinum samfélagslegu áhrifum
breytinganna. Þá hefur pólitískur óstöðug
leiki og tíð skipti á heilbrigðis ráðherrum
frá efnahagshruninu einnig haft neikvæð
áhrif á þróun mála. Um síðastliðin áramót
voru heilbrigðisráðuneytið og félags og
tryggingamálaráðuneytið sam einuð í eitt
stórt velferðarráðuneyti. Einn ráð herra er
nú yfir þessum málaflokki sem tekur til
sín um helming ríkisútgjalda.
Þessi tíðu ráðherraskipti og breytingar
þeim samfara hafa leitt til ómarkvissrar
áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Það
hefur einnig skapað óvissu og óöryggi
meðal heilbrigðisstarfsmanna. Rétt er
að benda á að á Landspítala starfa
vel flestir sérfræðingar í hjúkrunarfræði
og læknisfræði á Íslandi. Breytingar á
þjónustu eða skipulagi spítalans geta því
leitt til þess að þessir sérfræðingar eigi
ekki annarra kosta völ en að flytja af landi
brott í leit að starfi í sinni sérgrein.
Samdráttur í heilbrigðisþjónustu á lands
byggðinni leiðir til þess að störfum
háskólamenntaðra íbúa fækkar þar,
tekjur sveitarfélaganna minnka og fólk
flyst búferlum til höfuðborgarsvæðisins.
Áhrifin á þróun byggðar eru því mikil og
einnig á lífsgæði þeirra fjölskyldna sem
neyðast til að flytjast búferlum vegna
samdráttar í heilbrigðisþjónustu.
Áhrif efnahagskreppunnar á
heilbrigðisþjónustuna á Íslandi
Segja má að margar þær breytingar,
sem orðið hafa í kjölfar kreppunnar, hafi
í raun verið tímabærar og að margra
mati hafi þjóðin leyft sér óþarfa munað
í heilbrigðisþjónustunni, líkt og á flestum
öðrum sviðum, á meðan á uppsveiflunni í
efnahagslífinu stóð.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á
hinu íslenska heilbrigðiskerfi undanfarin
misseri. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir
hafa verið sameinaðar, legurýmum
á sjúkrahúsum hefur verið fækkað en
dag og göngudeildarþjónusta verið
aukin. Færri legurými og styttri legutími á
sjúkrahúsum leiðir til þess að inniliggjandi
sjúklingar þurfa sérhæfðari og flóknari
%
1998 2006 2009
25
20
15
10
5
0
Fresta/hætta við vegna kostnaðar
Fresta/hætta við vegna annars
7,2 4,3
4,8
17,4 13,516,6
Mynd 1. Hlutfall Íslendinga 2075 ára sem hafa
hætt við eða frestað að fara til læknis vegna
kostnaðar eða annarra ástæðna.
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga
(Inter national Council of Nurses)
eru samtök rúmlega 130
félaga hjúkrunarfræðinga um
allan heim. Samtökin efna til
alþjóðlegra hjúkrunarráðstefna
annað hvert ár en í ár var hún
haldin á Möltu í byrjun maí. Um
3.000 hjúkrunar fræðingar frá
105 löndum sóttu ráðstefnuna.
Næst verður ráð stefnan haldin í
Melbourne í Ástralíu 2013.