Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201110 viðfangsefnin hafa orðið margþættari og tímafrekari. Þjónustan er einnig veitt á fleiri stöðum bæði innan og utan Landspítalans eins og fram hefur komið. Hlutverk hjúkrunarfræðinganna í kennslu nemenda í grunn­ og framhaldsnámi hefur vaxið auk þess sem í vaxandi mæli er kallað eftir starfskröftum þeirra við kennslu og skipulagningu á annarri hjúkrunarþjónustu fyrir lungna sjúklinga og fleiri sjúklingahópa með langvinnan heilsufarsvanda. Hluti af störfum hjúkrunarfræðinganna felst í rannsóknarvinnu og sá þáttur hefur verið nokkuð stöðugur frá upphafi starfseminnar. Heildarfjöldi bráðakoma fólks með sjúkdóma í lungum hefur tekið stakka­ skiptum með tilkomu hjúkrunar þjón­ ustunnar. Mynd 3 sýnir breytingar á heildarfjölda bráðakoma þessara sjúklinga en af þeim er fólk með langvinna lungnateppu fjölmennast (upplýsingar frá hagdeild Landspítalans, 19. september 2011). Fyrstu árin var stig vaxandi hlutfallsleg fækkun á komum á bráða móttökuna í Fossvogi (borið saman við 2005) en á árinu 2010 hægði á fækkuninni. Á sama tímabili hefur heildarfjöldi koma á bráðamóttöku vaxið. Samhliða fækkun á komum á bráða­ móttöku hefur einnig orðið fækkun á innlögnum sjúklinga með lungna sjúkdóma á Landspítalann (upplýsingar frá hagdeild Landspítalans, 19. september 2011). Mynd 4 sýnir hlutfalls lega fækkun legudaga frá árinu 2005. Þessar tölur styðja fyrrgreindar rannsóknar niðurstöður sem sýndu tæplega 80% fækkun legudaga hjá þátttakendum (Ingadottir og Jonsdottir, 2010). Umræða Heilsufarsvandi langveikra lungna­ sjúklinga líkt og margra annarra lang­ veikra getur verið mjög erfiður viður­ eignar. Í þeim sparnaði, sem nú er beitt í heilbrigðiskerfinu, þarf að leggja áherslu á að leita árangurríkra leiða; lang­ vinnan heilsu farsvanda er ekki hægt að meðhöndla á fullnægjandi hátt frá sjónar­ horni bráðra veikinda svo sem tíðkast hefur. Þá er það einnig ófullnægjandi að beita forskrifuðum úrræðum þar sem eitt gildir fyrir alla og heilbrigðisstarfmaðurinn ákveður hvað hver þarfnast. Samráð á forsendum þarfa sjúklinga og fjölskyldna þeirra er nauðsynlegt. Alþjóðlega hafa verið leiddar að því líkur að sé þjónusta við langveika byggð upp með heildrænni sýn í samvinnu við sjúklinga og í víðtækri samvinnu heilbrigðisstarfsmanna, ásamt samvinnu milli heilbrigðisstofnana og kerfa heilbrigðis­ og félagsþjónustu, almannakerfis og einkaframtaks, séu líkur á að hún sé hagkvæmari – bæði fjárhagslega og heilsufarslega – heldur en sú brotakennda þjónusta sem fyrst og fremst er skilgreind út frá sjúkdómi sjúklings (Larsen, 2009). Sú hjúkrunarþjónusta, Mynd 2. Fjöldi koma á göngudeild, heimavitjana og símtala á árunum 2005 til 2011 miðað við framreiknaðar tölur fyrstu átta mánuði þess árs. *Í maí 2009 kom nýr hjúkrunarfræðingur til starfa í 80% starfshlutfall. 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 frá 1. sept. 2005 2006 2007 2008 2009* 2010 2011 39 87 151 125 44 142 251 168 130 375 592 471 257 451 387 476 652 625 993 1.466 1.581 Komur Vitjanir Símtöl Mynd 3. Hlutfallslegar breytingar á fjölda koma lungnasjúklinga með sjúkdómsgreiningarnar ICD J40­44 og J96 á bráðamótttöku í Fossvogi frá 2005 til 2010. 0% ­5% ­10% ­15% ­20% ­25% ­30% ­35% 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Mynd 4. Hlutfallslegar breytingar á fjölda legu­ daga sjúklinga með sjúkdómsgreiningarnar ICD J40­44 og J96 á tímabilinu 2005 til 2010. 0% ­5% ­10% ­15% ­20% ­25% ­30% ­35% 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.