Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 31 Mynd af B-lifrarbólguveirunni tekin í rafeindasmásjá. St. Olavssjúkrahúsið í Þrándheimi. „fara í sárið“ eins og hún orðar það en huggar sig þá við að hún verður að telja sig heppna að fá yfirhöfuð að vera á skurðstofu. Hún segist vera mjög ánægð með að hafa gert veirusmit sitt opinbert og þar með er hún laus við allt leynimakk og umtal eða spurningar um af hverju hún vilji ekki standa við skurðarborðið í aðgerðum. Meðferðin var löng og ströng og óvíst er hvort hún hefur gert gagn. „Ég hafði sjálf samband við smitsjúkdómadeild til þess að ræða um meðferðina við C­lifrarbólgu. Læknirinn minn tjáði mér að meðferðin myndi taka um eitt ár. Aukaverkanir voru margar og litlar líkur á að meðferðin myndi gera gagn. Ég ræddi þetta við fjölskylduna og við skurðlækni á öðru sjúkrahúsi en hann hafði smitast nokkrum árum fyrr. Þessi læknir ráðlagði mér að fara í meðferð. Þá hefði ég að minnsta kosti gert það sem ég gat en ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki í meðferð og myndi svo veikjast,“ segir Inger. „Lyfin gerðu mig veika, þetta var eins og að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Eftir viku fór ég að fá einkenni eins og höfuðverk, hita, slappleika og magaverk. Þetta stóð í 11 mánuði. Ég gat lítið stundað vinnu en reyndi þó. Ef ég gat fór ég í vinnu á föstudögum á starfsmannafund og reyndi svo að gera eitthvað smáræði. Þetta gerði ég allan tímann meðan ég var veik og það hjálpaði mér mjög mikið,“ segir hún. Henni fannst mjög mikilvægt að halda tengslum við vinnustaðinn og ekki skrá Samtals er vitað um fimm veirur sem valda lifrarbólgu. Þær eru auðkenndar með stöfunum A-E. A-lifrarbólga er „ferðamannaveiki“ sem auðvelt er að fá í útlöndum. Einkenni eru uppköst og niðurgangur en veikin gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum eða vikum. B-lifrarbólga smitast með blóði. Bóluefni hefur verið til síðan 1986. Landlæknir mælir með að heilbrigðisstarfsfólk, sem kemst í snertingu við blóð og blóðhluta, sé bólusett og einnig börn smitaðra, fólk í blóðskilun, fólk sem þarf tíðar blóðgjafir, samkynhneigðir karlar, sprautuefnafíklar og fólk í sambýli með einstaklingum með B-lifrarbólgu. C-lifrarbólga smitast einnig með blóði. Hún er ekki eins algeng og ekki er til bólusetning við henni. Á seinni árum hefur C-lifrarbólga breiðst mikið út hér á landi meðal sprautufíkla. Lítið er vitað um lifrarbólgu af D- og E-gerð. Lifrarbólga af völdum veira sig úr vinnu. „Þá er svo miklu auðveldara að koma aftur eftir veikindin því þá hefur maður aldrei verið í burtu. Ég fór í grænu fötin og hafði með mér nesti þegar ég fór í vinnu á föstudögum.“ Þegar hún byrjaði svo aftur að vinna eins og venjulega fannst samstarfsmönnunum það ekkert tiltökumál. Inger telur að það hljóti að vera mjög erfitt að vera í burtu í heilt ár án þess að halda tengslum við vinnufélaga, stjórnendur og það sem er að gerast á vinnustaðnum. „Því segi ég við alla sem eru með langvinnan sjúkdóm – reynið að fara í vinnu, þó ekki sé nema til að koma við og sýna sig. Ég held að margir uppgötvi smám saman hversu mikilvægt þetta er.“ „Núna líður mér vel. Ég er áfram með veiruna, ég hef eiginlega eins mikið af veirunni í líkamanum og fyrir meðferðina. En ég lifi eðlilegu lifi, fer í göngutúra og á skíði, ég er virk kona. Ég hugsa ekki um þetta daglega en auðvitað kemur það fyrir þegar ég er í vinnu og er að horfa á stórar aðgerðir að mig langar að „fara í sárið“. Svona er þetta bara og ég hef sætt mig við það. Það er kannski boðskapur minn að ef maður stingur sig eigi að láta athuga það strax. Það er mikilvægt að hafa það á skrá að maður hefur smitast í vinnu,“ segir Inger. Í Noregi er talsvert auðveldara en til dæmis á Íslandi að fá slíkt smit viðurkennt sem atvinnusjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.