Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201158 könnuð ásamt þéttni kortísóls og melatóníns í munnvatni hjá heilbrigðum einstaklingum. Rannsóknin sýndi marktæka lækkun á kvíða, ástandskvíði mældist marktækt minni hjá báðum hópum eftir meðferð (p<0,001), hins vegar fundust ekki marktæk áhrif á lyndiskvíða. Efri mörk blóðþrýstings lækkuðu marktækt (p<0,001) og einnig hjartsláttur á mínútu (p<0,001) eftir svæðameðferð. Lífsýnamælingar sýndu hins vegar ekki marktækan mun á að fá meðferð og fá ekki meðferð. Rannsóknarsniðið virðist traust og víxlsnið rannsóknarinnar virðist hafa kosti þar sem það leysir vandann við að finna samanburðarmeðferð. Quattrin o.fl. (2006) gerðu rannsókn í þeim tilgangi að kanna áhrif svæðameðferðar á kvíða krabbameinssjúkra sem lágu inni á sjúkrahúsi á Ítalíu. Hverjum einstaklingi í meðferðarhópi (n=15) var aðeins veitt svæðameðferð í eitt skipti. Samanburðarhópur (n=15) fékk enga meðferð. Niðurstöður sýndu að svæðameðferð dró úr ástandskvíða á Spielberger­kvíðakvarða, meðaltalslækkun var 7,9 stig hjá meðferðarhóp en 0,8 stig í samanburðarhóp. Tekið var fram að kvíði hefði verið svo mikill hjá viðmiðunarhópnum að ekki hefði annað verið viðeigandi en að bjóða honum kvíðastillandi meðferð og veikir það niðurstöðurnar. Stephenson o.fl. (2000) notuðu framskyggna aðferð með víxlsniði til að rannsaka áhrif svæðameðferðar á kvíða og verki 23 krabbameinssjúklinga í Bandaríkjunum. Hópur A fékk 30 mínútna svæðameðferð í byrjun og beið í tvo sólarhringa þar sem hann verkaði sem eigin samanburðarhópur. B hópur beið í tvo sólarhringa sem eigin samanburðarhópur og fékk síðan 30 mínútna svæðameðferð. Niðurstöður gáfu til kynna marktækt minni kvíða eftir svæðameðferð hjá báðum hópum. Breytileiki verkja milli hópa var ekki marktækur. Gunnarsdottir og Jonsdottir (2007) rannsökuðu áhrif svæðameðferðar á kvíða sjúklinga sem gengust undir kransæðaaðgerð á Landsspítala. Kvíði var mældur með kvíðakvarða Spielberger sem mælir ástandskvíða en jafnframt voru gerðar mælingar á lífsmörkum og öndun og reynsla þátttakenda skráð. Þátttakendur í tilraunahópnum voru fimm, þeir fengu svæðameðferð í 30 mínútur og krem á fætur. Viðmiðunarhópurinn, fjórir einstaklingar, fengu krem á fætur og hvíld í 30 mínútur. Spurningalistar voru lagðir fyrir í upphafi og við lok hverrar meðferðar. Hvor hópur fékk meðferð einu sinni á dag í fimm daga. Niðurstöðurnar sýndu ekki marktækan mun á áhrifum sýndarmeðferðar og svæðameðferðar á kvíða en efri mörk blóðþrýstings reyndust lækka marktækt hjá tilraunahópnum. Niðurstöður rannsókna Quattrin o.fl. (2006), Stephenson o.fl. (2000) og Vicar o.fl. (2007) á kvíða sýna að svæðameðferð hefur áhrif til að draga úr kvíða. Hins vegar eru prófanir á áhrifum svæðameðferðar takmarkaðar og aðferðir mismunandi. Ofangreindar rannsóknir herma einnig að framvirkt, slembað rannsóknarsnið geti verið raunhæfur kostur þegar svæðameðferð er rannsökuð en gæta verður þess vel að nota kosti rannsóknarsniðsins án þess að tapa sjónum á kenningum um meðferð sem aðlöguð er að hluta til að hverjum einstaklingi. Þar sem rannsóknir á svæðameðferð gefa vísbendingar um áhrif meðferðarinnar á kvíða, almenna vellíðan og verki er ekki ólíklegt að svæðameðferð geti haft áhrif á þunglyndi en engar rannsóknir fundust um það við heimildaleit. Þörf er á aukinni vitneskju um áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Tilgangur rannsóknarinnar Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Mikilvægt þótti að kanna áhrif svæðameðferðar jafnt á kvíða og þunglyndi en eins og komið hefur fram er kvíði nátengdur þunglyndi. Leitað var svara við eftirfarandi tilgátum. 1. Svæðameðferð dregur marktækt úr þunglyndi. 2. Tölfræðilega marktækur munur er á þunglyndi eftir hópum eftir því hvar í meðferðarferlinu hópurinn er. 3. Svæðameðferð dregur marktækt úr kvíða. 4. Tölfræðilega marktækur munur er á kvíða eftir hópum eftir því hvar í meðferðarferlinu hópurinn er. AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknaraðferðin var framskyggn, slembuð meðferðarprófun með víxlsniði. Þátttakendur voru valdir af handahófi með tölvuforriti í tvo hópa, A­hóp og B­hóp. Matstæki voru lögð fyrir hvern þátttakanda þrisvar á sextán vikna rannsóknartímabili sem skiptist í 8 vikna meðferðartíma og 8 vikna biðtíma. Afl rannsóknarinnar Líklegt afl (power) rannsóknarinnar var reiknað út frá niðurstöðum rannsóknar þar sem svæðameðferð var beitt á kvíða (Quattrin o.fl., 2006), þar sem ekki fundust rannsóknir á áhrifum svæðameðferðar á þunglyndi. Aflgreining sýndi að níu einstaklinga þurfti í hvorn hóp til að fá fram mun á hópum þegar annar hópurinn hafði fengið meðferð en hinn ekki, þegar miðað er við kvíðakvarða Spielberger. Úrtak Þátttakendur í rannsókninni voru valdir af geð­ og heimilis­ læknum. Úrtakið var valið úr sjúklingahópum þriggja lækna. Þátttakendur þurftu að hafa fengið greininguna þunglyndi og kvíða og var mat lækna byggt á þeirri forsendu að einstaklingarnir voru allir í meðferð á þunglyndislyfjum og/ eða kvíðastillandi lyfjum þegar þeir voru valdir til þátttöku. Þátttakendur bjuggu allir á eigin heimili. Engar kröfur um breytingar á lyfjanotkun eða öðrum lífsháttum voru gerðar og engin skilyrði voru sett um kyn þátttakenda. Þátttakendur máttu ekki vera í atferlis­ eða samtalsmeðferð á rannsóknartímanum og þeir máttu ekki vera haldnir fíkn í áfengi, lyf, fæðu eða önnur efni. Þátttakendur þurftu að geta rifjað upp reynslu sína af þunglyndi og kvíða, hugsanlegar afleiðingar hennar og vera reiðubúnir að svara spurningum um þá reynslu. Rannsóknarsnið Rannsóknarsniðið var víxlsnið, báðir hópar fengu meðferð og biðtíma, sjá töflu 1. Með víxlsniði fæst stærri hópur sem fær meðferð og ekki meðferð og jafnframt gefast fleiri möguleikar til samanburðar á hópum og innan hópa þar sem hver hópur verður sinn eigin samanburðarhópur. Einnig er hægt að skoða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.