Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 64
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201160 NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur Alls vísuðu læknar 22 þátttakendum á aldrinum 20­55 ára til rannsóknar. Enginn hafnaði boði um þátttöku en þrír uppfylltu ekki skilyrði rannsóknarinnar. Þátttakendunum 19 var skipt í tvo hópa, A­hóp (n=10) og B­hóp (n=9) af handahófi. Tveir einstaklingar úr B­hóp hættu þátttöku á biðtíma án þess að þiggja meðferð og því eru einungis sjö þátttakendur í B­hóp í úrvinnslu. Ekkert brottfall varð á meðferðartíma hjá hvorugum hópanna. Kannað var hversu lengi þunglyndi hafði staðið og var meðalárafjöldi fyrir úrtakið í heild 3,9 ± 1,3 ár. Þunglyndi hafði staðið að meðaltali í 3,3 ± 1,3 ár hjá A­hóp og 4,7 ± 0,8 ár hjá B­hóp eða um 1,4 árum lengur en hjá hóp A og þessi munur á hópum var tölfræðilega marktækur (t(15) = ­2,771, p = 0,015). Aldur þátttakenda var á bilinu 20­51 ár og meðalaldur var 32,5 ± 8,9 ár. Í A­hóp var meðalaldur 33,7 ± 8,2 ár og í B­hóp var meðalaldur 30,7 ± 10,2 ár. Ekki var marktækur munur á meðalaldri, kyni, hjúskaparstöðu, menntun og starfi hópa A og B. Áhrif meðferðar Mynd 1 sýnir breytingu á meðaltalsstigafjölda á þunglyndiskvarða Beck hjá báðum hópum. Á tíma 2 hjá A­hóp, eftir meðferð, sést greinileg fækkun stiga á þunglyndiskvarða og stigum fjölgaði aðeins lítillega næstu 8 vikur á eftir þegar engin meðferð átti sér stað (biðtími) eða fram að tíma 3. Hjá B­hóp var stigafjöldi þunglyndiskvarða svo til óbreyttur á biðtíma, eða frá tíma 1 til tíma 2, en síðan fækkaði stigunum eftir meðferð, á tíma 3. Á mynd 2 sést breyting á meðaltalsstigafjölda á ástandskvíða hjá báðum hópum. Greinileg meðaltalslækkun sést eftir meðferð á tíma 2 hjá A­hóp en lækkunin hélst út næstu 8 vikur eða fram að tíma 3. Hjá B­hóp hófst rannsóknin á biðtíma, tími 1 og 2, þar sem þátttakendur sýndu litla breytingu á kvíðastigum. Fækkun stiga vegna ástandskvíða átti sér stað hjá B­hóp eftir meðferð á tíma 3. Á mynd 3 sést að lyndiskvíði jókst hjá báðum hópum eftir meðferð en lyndiskvíðinn var svo til óbreyttur á biðtíma hvort sem það var fyrir eða eftir meðferð. Mælingar á tímabilinu Meðaltal og miðgildi voru skoðuð á öllum tímum meðferðarprófunar. Ef haft er í huga víxlsnið rannsóknarinnar þá er tími 2 lýsandi fyrir breytingu á svörum á tíma þar sem A­hópur hafði fengið meðferð en B­hópur hafði ekki fengið meðferð. Mismunur á tíma 1 og 2 hjá B­hóp gaf til kynna að breyting á líðan væri lítil á biðtíma, sjá töflu 2. Tími 3 var mælikvarði á líðan eftir meðferð hjá B­hóp og eftir 8 vikna bið hjá A­hóp. Tafla 2 gefur til kynna fækkun stiga á þunglyndiskvarða frá tíma 1 til tíma 2 hjá A­hóp um 14,5 stig og fækkun frá tíma 2 til tíma 3 hjá B hóp um 11,7 stig. Meðferðin hefur áhrif til fækkunar stiga á þunglyndiskvarða hjá báðum hópum og biðtími breytir litlu um stigafjölda á þunglyndiskvarða. Jafnframt sést á töflu 2 að ástandskvíði minnkar um 9,6 stig frá tíma 1 til tíma 2 eftir meðferð hjá A­hóp en meðal B­hóps var lækkun frá tíma 2 til tíma 3, eða eftir meðferð, 13,4 stig. Svæðameðferðin fækkaði ástandskvíðastigum hjá báðum hópum. Tafla 2 sýnir að lyndiskvíði jókst hjá báðum hópum. Stigum á lyndiskvíðakvarða frá tíma 1 til tíma 2, eftir meðferð, hjá A­hóp fjölgaði um 5,6. Hjá B­hóp fjölgaði stigum frá tíma 2 til tíma 3 eftir meðferð um 7,5 stig. Niðurstöður eftir meðferð Hópum A og B var slegið saman fyrir og eftir svæðameðferð, það er að segja stigafjöldi á tíma 2 fyrir A­hóp og stigafjöldi á tíma 3 fyrir B­hóp. Gögnin voru síðan greind með pöruðu Wilcoxon­ prófi. Þá kom í ljós að stigafjöldi á þunglyndiskvarða Beck lækkaði tölfræðilega marktækt fyrir og eftir meðferð (p=0,001). Rannsóknartilgátu 1 er því svarað játandi, svæðameðferð Mynd 1. Meðalstig á þunglyndiskvarða Beck (BDI). Þunglyndiskvarði Beck á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á B D I Tími 1 Tími 2 Tími 3 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Hópur A Hópur B Mynd 2. Meðalstig á kvíðakvarða Spielberger. Ástandskvíði á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á Y ­I Tími 1 Tími 2 Tími 3 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Hópur A Hópur B Mynd 3. Meðalstig á kvíðakvarða Spielberger. Lyndiskvíði á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á Y ­I I Tími 1 Tími 2 Tími 3 60 50 40 30 20 10 0 Hópur A Hópur B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.