Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 64
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201160 NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur Alls vísuðu læknar 22 þátttakendum á aldrinum 20­55 ára til rannsóknar. Enginn hafnaði boði um þátttöku en þrír uppfylltu ekki skilyrði rannsóknarinnar. Þátttakendunum 19 var skipt í tvo hópa, A­hóp (n=10) og B­hóp (n=9) af handahófi. Tveir einstaklingar úr B­hóp hættu þátttöku á biðtíma án þess að þiggja meðferð og því eru einungis sjö þátttakendur í B­hóp í úrvinnslu. Ekkert brottfall varð á meðferðartíma hjá hvorugum hópanna. Kannað var hversu lengi þunglyndi hafði staðið og var meðalárafjöldi fyrir úrtakið í heild 3,9 ± 1,3 ár. Þunglyndi hafði staðið að meðaltali í 3,3 ± 1,3 ár hjá A­hóp og 4,7 ± 0,8 ár hjá B­hóp eða um 1,4 árum lengur en hjá hóp A og þessi munur á hópum var tölfræðilega marktækur (t(15) = ­2,771, p = 0,015). Aldur þátttakenda var á bilinu 20­51 ár og meðalaldur var 32,5 ± 8,9 ár. Í A­hóp var meðalaldur 33,7 ± 8,2 ár og í B­hóp var meðalaldur 30,7 ± 10,2 ár. Ekki var marktækur munur á meðalaldri, kyni, hjúskaparstöðu, menntun og starfi hópa A og B. Áhrif meðferðar Mynd 1 sýnir breytingu á meðaltalsstigafjölda á þunglyndiskvarða Beck hjá báðum hópum. Á tíma 2 hjá A­hóp, eftir meðferð, sést greinileg fækkun stiga á þunglyndiskvarða og stigum fjölgaði aðeins lítillega næstu 8 vikur á eftir þegar engin meðferð átti sér stað (biðtími) eða fram að tíma 3. Hjá B­hóp var stigafjöldi þunglyndiskvarða svo til óbreyttur á biðtíma, eða frá tíma 1 til tíma 2, en síðan fækkaði stigunum eftir meðferð, á tíma 3. Á mynd 2 sést breyting á meðaltalsstigafjölda á ástandskvíða hjá báðum hópum. Greinileg meðaltalslækkun sést eftir meðferð á tíma 2 hjá A­hóp en lækkunin hélst út næstu 8 vikur eða fram að tíma 3. Hjá B­hóp hófst rannsóknin á biðtíma, tími 1 og 2, þar sem þátttakendur sýndu litla breytingu á kvíðastigum. Fækkun stiga vegna ástandskvíða átti sér stað hjá B­hóp eftir meðferð á tíma 3. Á mynd 3 sést að lyndiskvíði jókst hjá báðum hópum eftir meðferð en lyndiskvíðinn var svo til óbreyttur á biðtíma hvort sem það var fyrir eða eftir meðferð. Mælingar á tímabilinu Meðaltal og miðgildi voru skoðuð á öllum tímum meðferðarprófunar. Ef haft er í huga víxlsnið rannsóknarinnar þá er tími 2 lýsandi fyrir breytingu á svörum á tíma þar sem A­hópur hafði fengið meðferð en B­hópur hafði ekki fengið meðferð. Mismunur á tíma 1 og 2 hjá B­hóp gaf til kynna að breyting á líðan væri lítil á biðtíma, sjá töflu 2. Tími 3 var mælikvarði á líðan eftir meðferð hjá B­hóp og eftir 8 vikna bið hjá A­hóp. Tafla 2 gefur til kynna fækkun stiga á þunglyndiskvarða frá tíma 1 til tíma 2 hjá A­hóp um 14,5 stig og fækkun frá tíma 2 til tíma 3 hjá B hóp um 11,7 stig. Meðferðin hefur áhrif til fækkunar stiga á þunglyndiskvarða hjá báðum hópum og biðtími breytir litlu um stigafjölda á þunglyndiskvarða. Jafnframt sést á töflu 2 að ástandskvíði minnkar um 9,6 stig frá tíma 1 til tíma 2 eftir meðferð hjá A­hóp en meðal B­hóps var lækkun frá tíma 2 til tíma 3, eða eftir meðferð, 13,4 stig. Svæðameðferðin fækkaði ástandskvíðastigum hjá báðum hópum. Tafla 2 sýnir að lyndiskvíði jókst hjá báðum hópum. Stigum á lyndiskvíðakvarða frá tíma 1 til tíma 2, eftir meðferð, hjá A­hóp fjölgaði um 5,6. Hjá B­hóp fjölgaði stigum frá tíma 2 til tíma 3 eftir meðferð um 7,5 stig. Niðurstöður eftir meðferð Hópum A og B var slegið saman fyrir og eftir svæðameðferð, það er að segja stigafjöldi á tíma 2 fyrir A­hóp og stigafjöldi á tíma 3 fyrir B­hóp. Gögnin voru síðan greind með pöruðu Wilcoxon­ prófi. Þá kom í ljós að stigafjöldi á þunglyndiskvarða Beck lækkaði tölfræðilega marktækt fyrir og eftir meðferð (p=0,001). Rannsóknartilgátu 1 er því svarað játandi, svæðameðferð Mynd 1. Meðalstig á þunglyndiskvarða Beck (BDI). Þunglyndiskvarði Beck á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á B D I Tími 1 Tími 2 Tími 3 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Hópur A Hópur B Mynd 2. Meðalstig á kvíðakvarða Spielberger. Ástandskvíði á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á Y ­I Tími 1 Tími 2 Tími 3 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Hópur A Hópur B Mynd 3. Meðalstig á kvíðakvarða Spielberger. Lyndiskvíði á öllum stigum meðferðarprófunar hjá báðum hópum. M eð al st ig á Y ­I I Tími 1 Tími 2 Tími 3 60 50 40 30 20 10 0 Hópur A Hópur B

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.