Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 63
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 59
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
hvort tímabil, eins og biðtími í rannsóknarferlinu, hafi áhrif eða
ekki, með öðrum orðum að safna mikilvægum upplýsingum á
mismunandi tímum í rannsóknarferlinu en slíkar upplýsingar
geta sagt mikið um heildartímann (Byron og Kenward, 1989).
Framkvæmd svæðameðferðar
Svæðameðferðaráætlun var sett fram af reyndum kennara
í svæðameðferð. Áherslusvæði í meðferð voru samkvæmt
meðferðaráætlun svæði, orkubrautir og punktar sem taldir eru hafa
áhrif á þunglyndi og kvíða. Auk þess fengu þátttakendur heilnudd
á fætur, en í því felst meðhöndlun á öllum líffærakerfum líkamans,
og hringnudd á fætur sem í fólst yfirferð yfir taugaviðbragðssvæði
hryggjar (Alderson, 2007; Dougans, 2001; Kristján Jóhannesson,
1994). Ákveðinn hluti áherslusvæða og punkta á orkubrautum
var tekinn fyrir í hverri meðferð: miðtaugakerfi (heili og mæna),
innkirtlakerfi (heiladingull, heilaköngull, skjaldkirtill, hóstarkirtill,
bris, nýrnahettur og kynkirtlar), möndlungur, slökunarsvæði
(hjarta, lungu, þind og sólarplexus), svæði þekkt fyrir þráláta kvilla
og tilfinningasvæði og punktar á innkirtlabraut, gallblöðrubraut,
hjartabraut og gollurshússbraut. Hver þátttakandi fékk meðferð í
10 skipti á 8 vikum og tók meðferðin í hvert skipti 5060 mínútur
með hvíld. Græðari eða meðferðaraðili bjó um þátttakanda,
hlustaði eftir líðan og ástandi hans og setti það í samhengi við
fyrirhugaða meðferð. Í hvert sinn, sem þátttakandi kom í meðferð,
voru áherslusvæði og punktar meðhöndlaðir í 3035 mínútur, síðan
var tekið mið af líðan og umkvörtunarefni hvers þátttakanda og
hann meðhöndlaður á einstaklingsbundinn hátt. Sex viðurkenndir
græðarar veittu meðferð í rannsókninni. Þátttakendur gátu ekki
valið um græðara.
Matstæki
Þunglyndiskvarði Beck. Einkenni þunglyndis voru metin með
þunglyndiskvarða Beck (Beck Depression InventoryII (BDIII)).
Þetta er listi með 21 spurningu sem tekur um það bil 10 mínútur
að svara. Þátttakendur svara með því að gefa stig (03) sem
verða samtals á bilinu 063 stig, fleiri stig lýsa meira þunglyndi.
Þunglyndiskvarðinn er staðlaður spurningalisti sem hefur verið í
notkun í 35 ár. Íslensk þýðing á BDIII var notuð í rannsókninni
en Jón Friðrik Sigurðsson og samstarfsmenn hans þýddu og
endurgerðu kvarðann með leyfi útgefanda (Jakob Smári o.fl.,
2008). Í þessari rannsókn var notuð nýjasta útgáfa kvarðans, BDI
II, sem er endurskoðuð útgáfa upprunalega kvarðans og var gefin
út árið 1996 (Nezu o.fl., 2000). Þær prófanir, sem gerðar hafa
verið á áreiðanleika BDIII, leiða í ljós alfaáreiðanleikastuðul upp
á 0,920,93. Í þessari rannsókn mældist alfaáreiðanleikastuðull
þunglyndiskvarða Beck 0,91. Um réttmæti kvarðans er til
yfirgripsmikið efni og samanburður við aðra þunglyndiskvarða
staðfestir réttmæti hans (Nezu o.fl., 2000).
Kvíðakvarði Spielberger. Kvíði var metinn með kvíðakvarða
Spielberger (StateTrait Anxiety Inventory (STAI)) (Spielberger,
1983). Kvarðinn skiptist í tvennt og mælir annar hlutinn
ástandskvíða og hinn lyndiskvíða. Báðir geyma spurningar
með fjögurra punkta jafnbilakvörðum, hver spurning hefur
fjóra svarmöguleika sem gefa 14 stig, fleiri stig tákna
meiri kvíða. Það tekur um það bil 1015 mínútur að svara
spurningalistanum. Ástandskvíði eða stundarkvíði (state
anxiety) er sá kvíði sem einstaklingur finnur fyrir á hverju gefnu
augnabliki, til dæmis á meðan spurningalistinn er lagður fyrir.
Lyndiskvíði (trait anxiety) er stöðugur kvíði sem hefur staðið
í lengri tíma og endurspeglar einstaklingsbundin viðbrögð
við ástandskvíða þegar ógn er yfirvofandi. Lyndiskvíði gefur
einnig til kynna hversu oft og hversu alvarlega ástandskvíða
hefur orðið vart og líkurnar á því að hans verði vart í
framtíðinni (Spielberger o.fl., 1983). Spielbergerkvarðinn
hefur alfaáreiðanleikastuðul á bilinu 0,830,92 (Spielberger
o.fl., 1983; Barnes o.fl., 2002). Í þessari rannsókn mældist
alfaáreiðanleikastuðull kvíðakvarða Spielberger 0,73 í
heildina en alfaáreiðanleikastuðull ástandskvíðakvarðans var
0,84 og 0,40 fyrir lyndiskvíðakvarðann. Júlíus Björnsson,
sálfræðingur við geðdeild Landspítalans, sá um íslenska
þýðingu kvarðans en breytingar gerði Marga Thome, prófessor
við hjúkrunarfræðideild HÍ, í samstarfi við 4. árs hjúkrunar og
sálfræðinema.
Bætt var við spurningalistann spurningum um aldur, kyn,
hjúskaparstöðu, menntun og starf.
Rannsóknarleyfi
Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni (nr. 07113S1)
og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar.
Framkvæmd gagnasöfnunar
Fyrsti höfundur lagði matstæki fyrir þátttakendur og safnaði
gögnum á öllum þremur tímaskeiðunum í rannsóknarferli hvers
þátttakanda. Rannsóknartímabil stóð frá janúar til ágúst 2008.
Tölfræðileg úrvinnsla
Notuð var lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði við greiningu
gagna sem unnin voru í SPSSforriti, útgáfu 14. Matstæki
rannsóknarinnar voru línuleg aðhvarfsgreining og stikað,
parað tpróf (Wilcoxonpróf). Dreifing svara milli hópa var
skoðuð með MannWhitneyprófi. Ósvöruðum spurningum var
gefið meðaltal út frá stigafjölda annarra svara á viðkomandi
spurningalista. Marktektarmörk voru sett við p<0,05.
Tafla 1. Víxlsnið rannsóknarinnar.
Tími 1 8 vikur Tími 2 8 vikur Tími Ahópur Fyrirlögn Meðferð Fyrirlögn Biðtími Fyrirlögn
Bhópur Fyrirlögn Biðtími Fyrirlögn Meðferð Fyrirlögn
Tími 1, 2 og 3 sýna hvenær spurningalistarnir voru lagðir fyrir þátttakendur. Meðferð var svæðameðferð í 10 skipti.