Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201120 Bókin Ofbeldi – margbreytileg birtingar mynd kom út á vegum Háskólaútgáfunnar í lok ársins 2010. Ritstjóri bókarinnar er Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Bókin er rituð í þeim tilgangi að kynna heilbrigðisstarfsfólki og nemendum í grunn­ og framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum, niðurstöður fjögurra íslenskra rannsókna á ofbeldi gegn konum sem undirrituð er ábyrgðarmaður að. Í bókinni eru 5 kaflar þar sem niðurstöður fyrrnefndra rannsókna eru tíundaðar auk þess sem í tveimur viðaukum bókarinnar er greint frá leiðbeiningum í klíník sem notaðar voru í rannsóknunum. Geta þær nýst sem vegvísir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem stendur frammi fyrir því að konur, sem eru skjólstæðingar þess, tjái því eða gefi til kynna að þær hafi verið eða séu þolendur ofbeldis. Hver kafli í bókinni var ritrýndur af tveimur sérfræðingum innan háskólasamfélagsins. Bókin er samtals 185 blaðsíður að lengd og hafði Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, umsjón með ritrýni fyrstu tveggja kafla bókarinnar. Í fyrsta kafla bókarinnar eru niðurstöður kynntar úr tveimur rannsóknum þar sem kannað var hvaða þættir hefðu áhrif á heilbrigði kvenna sem eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum úti í samfélaginu (niðurstöður úr landskönnun/samfélagskönnun, n=2.738 konur) samanborið við þann hóp kvenna sem eru þolendur ofbeldis en leita eftir sértækri heilbrigðisþjónustu á slysa­ og bráðadeild Landspítala í Fossvogi eða á áhættumeðgöngudeild (niðurstöður rannsóknar á slysa­ og bráðadeild og á Miðstöð mæðraverndar, n=208 konur). Um er að ræða þversniðsrannsókn sem náði til 2.946 kvenna bæði almennt í samfélaginu og á klínískum vettvangi. Eins og fram kemur í inngangi bókarinnar sem og í aðferðafræðilegri umfjöllun á niðurstöðum þessara fjögurra rannsókna var gögnum safnað meðal annars með spurningalistum sem og með hálfstöðluðum viðtölum. Í umfjöllun Sigríðar Halldórsdóttur um þær rannsóknaniðurstöður, sem kynntar eru í fyrsta kafla bókarinnar, fullyrðir Sigríður að einungis 35% þátttaka hafi verið í fyrri rannsókninni og að undirrituð hafi „gert lítið úr þeirri takmörkun og ekki nægjanlegrar varkárni gætt í ályktun með tilliti til þessarar alvarlegu takmörkunar“ (Tímarit hjúkrunarfræðinga, bls. 26). Hér fer Sigríður því miður með rangt mál eins og svo víða annars staðar í umfjöllun sinni um ofangreinda bók. Sigríður heldur áfram og vitnar í lokaorð undirritaðrar í fyrsta kafla bókarinnar þar sem hún segir: „Til dæmis skrifar Erla Kolbrún um meginniðurstöðu rannsóknarinnar: „Þótt ofbeldi gegn konum sé að finna í öllum þjóðfélagsstéttum virðist hlutfallslega RÉTT SKAL VERA RÉTT Erla Kolbrún Svavarsdóttir, eks@hi.is Erla Kolbrún Svavarsdóttir gerir hér athugasemdir við umfjöllun Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors í hjúkrunar fræði við Háskólann á Akureyri, um bókina Ofbeldi – marg­ breytileg birtingarmynd sem kynnt var í Tímariti hjúkrunar fræðinga, 3. tbl. 2011, bls. 26­27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.