Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201110 viðfangsefnin hafa orðið margþættari og tímafrekari. Þjónustan er einnig veitt á fleiri stöðum bæði innan og utan Landspítalans eins og fram hefur komið. Hlutverk hjúkrunarfræðinganna í kennslu nemenda í grunn­ og framhaldsnámi hefur vaxið auk þess sem í vaxandi mæli er kallað eftir starfskröftum þeirra við kennslu og skipulagningu á annarri hjúkrunarþjónustu fyrir lungna sjúklinga og fleiri sjúklingahópa með langvinnan heilsufarsvanda. Hluti af störfum hjúkrunarfræðinganna felst í rannsóknarvinnu og sá þáttur hefur verið nokkuð stöðugur frá upphafi starfseminnar. Heildarfjöldi bráðakoma fólks með sjúkdóma í lungum hefur tekið stakka­ skiptum með tilkomu hjúkrunar þjón­ ustunnar. Mynd 3 sýnir breytingar á heildarfjölda bráðakoma þessara sjúklinga en af þeim er fólk með langvinna lungnateppu fjölmennast (upplýsingar frá hagdeild Landspítalans, 19. september 2011). Fyrstu árin var stig vaxandi hlutfallsleg fækkun á komum á bráða móttökuna í Fossvogi (borið saman við 2005) en á árinu 2010 hægði á fækkuninni. Á sama tímabili hefur heildarfjöldi koma á bráðamóttöku vaxið. Samhliða fækkun á komum á bráða­ móttöku hefur einnig orðið fækkun á innlögnum sjúklinga með lungna sjúkdóma á Landspítalann (upplýsingar frá hagdeild Landspítalans, 19. september 2011). Mynd 4 sýnir hlutfalls lega fækkun legudaga frá árinu 2005. Þessar tölur styðja fyrrgreindar rannsóknar niðurstöður sem sýndu tæplega 80% fækkun legudaga hjá þátttakendum (Ingadottir og Jonsdottir, 2010). Umræða Heilsufarsvandi langveikra lungna­ sjúklinga líkt og margra annarra lang­ veikra getur verið mjög erfiður viður­ eignar. Í þeim sparnaði, sem nú er beitt í heilbrigðiskerfinu, þarf að leggja áherslu á að leita árangurríkra leiða; lang­ vinnan heilsu farsvanda er ekki hægt að meðhöndla á fullnægjandi hátt frá sjónar­ horni bráðra veikinda svo sem tíðkast hefur. Þá er það einnig ófullnægjandi að beita forskrifuðum úrræðum þar sem eitt gildir fyrir alla og heilbrigðisstarfmaðurinn ákveður hvað hver þarfnast. Samráð á forsendum þarfa sjúklinga og fjölskyldna þeirra er nauðsynlegt. Alþjóðlega hafa verið leiddar að því líkur að sé þjónusta við langveika byggð upp með heildrænni sýn í samvinnu við sjúklinga og í víðtækri samvinnu heilbrigðisstarfsmanna, ásamt samvinnu milli heilbrigðisstofnana og kerfa heilbrigðis­ og félagsþjónustu, almannakerfis og einkaframtaks, séu líkur á að hún sé hagkvæmari – bæði fjárhagslega og heilsufarslega – heldur en sú brotakennda þjónusta sem fyrst og fremst er skilgreind út frá sjúkdómi sjúklings (Larsen, 2009). Sú hjúkrunarþjónusta, Mynd 2. Fjöldi koma á göngudeild, heimavitjana og símtala á árunum 2005 til 2011 miðað við framreiknaðar tölur fyrstu átta mánuði þess árs. *Í maí 2009 kom nýr hjúkrunarfræðingur til starfa í 80% starfshlutfall. 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 frá 1. sept. 2005 2006 2007 2008 2009* 2010 2011 39 87 151 125 44 142 251 168 130 375 592 471 257 451 387 476 652 625 993 1.466 1.581 Komur Vitjanir Símtöl Mynd 3. Hlutfallslegar breytingar á fjölda koma lungnasjúklinga með sjúkdómsgreiningarnar ICD J40­44 og J96 á bráðamótttöku í Fossvogi frá 2005 til 2010. 0% ­5% ­10% ­15% ­20% ­25% ­30% ­35% 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Mynd 4. Hlutfallslegar breytingar á fjölda legu­ daga sjúklinga með sjúkdómsgreiningarnar ICD J40­44 og J96 á tímabilinu 2005 til 2010. 0% ­5% ­10% ­15% ­20% ­25% ­30% ­35% 2005 2006 2007 2008 2009 2010

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.