Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 44
 Þjóðmál SUmAR 2012 43 Að grunni til virðast stjórnvöld hafa haft það að leiðarljósi í aðgerðum sínum að stilla aflandskrónueigendum upp við vegg án þess þó að þurfa að kljást við álitamál af því tagi sem rakin eru hér að framan . Ótímasett og óljós afnámsáætlun ætti að öllu jöfnu að hvetja aflandskrónueigendur til þátttöku í útboðum . Ýmsar yfirlýsingar stjórnvalda hafa einnig verið til þess fallnar að ýta undir að búast mætti við langvinnum höftum .5 Þá lýsti Árni Páll Árnason, fyrr­ verandi efnahags­ og viðskiptaráðherra, því yfir á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins 16 . maí sl . að tilgangur stjórnvalda með því að leita eftir lagaheimild vorið 2011 til að framlengja höftin til ársins 2015 hefði einmitt verið sá að búa til trúverðuga hótun gagnvart aflandskrónueigendum . Þrátt fyrir að heimildin hafi ekki verið veitt nema til ársloka 2013 verður ekki annað ráðið af almennri orðræðu en að stjórn­ völdum hafi tekist ætlunarverk sitt . Tæplega nokkur maður virðist gera ráð fyrir afnámi hafta í bráð .6 Þegar ættu því að vera býsna sterkir hvatar meðal aflandskrónueigenda til að taka þátt í útboðum Seðlabankans . Einn vandinn við þessa aðferðafræði er að erfitt er að stýra væntingum aflands­ krónueigenda án þess að hafa áhrif á væntingar allra annarra í leiðinni . Að skapa slíkar almennar væntingar er hættuspil . Hegðun innlendra sem og erlendra aðila lagar sig að þessum væntingum sem 5 Nýlegt dæmi er ummæli Helga Hjörvars, formanns efna­ hags­ og viðskiptanefndar, á fundi á vegum Félags viðskipta­ og hagfræðinga 22 . mars sl . Helgi taldi líkur á því að framlengja þyrfti lagaheimild til gjaldeyrishafta . Núverandi heimild nær til ársloka 2013 . Jafnramt mæltist Helgi til þess að menn væru sparir á yfirlýsingar þess efnis að höftin mætti afnema tiltölulega skjótt enda gerði það stjórnvöldum erfiðara um vik að fá aflandskrónueigendur að borðinu . Líklega var Helgi að bregðast við erindi Jóns Daníelssonar á aðalfundi Samtaka iðnaðarins fáum dögum áður . 6 Mér er ekki kunnugt um formlegar kannanir á væntingum fólks um afnám hafta . Í svari við fyrirspurn minni á ráðstefnu FVH 22 . mars sl . sagði Arnór Sighvatsson aðstoðar seðla­ bankastjóri að slíkar kannanir hefðu ekki verið gerðar á vegum Seðlabankans . eykur kostnaðinn af gjaldeyrishöftunum . Rentusókn eykst . Hvati til undanskota sömuleiðis . Væntingar um viðvarandi gjaldeyrishöft eru jafnframt væntingar um erfitt starfsumhverfi fjölmargra fyrirtækja .7 Fyrirtæki og verkefni leita annað ef þau eiga þess kost . Ekkert verður úr fjárfestingum sem annars hefði verið ráðist í . Fjárfestar verða tregari til þess að færa fé sitt til Íslands . Svona mætti áfram telja . Kostnaðurinn er mikill en illmælanlegur .8 Aflandskrónur — hvaða upplýsingar gefa útboð Seðlabankans? Ef framangreindar leiðir eru ekki færar og árangur af aðgerðum Seðlabankans er takmarkaður er eðlilegt að spurt sé hvort vandinn sé óyfirstíganlegur . Svo tel ég ekki vera . Þvert á móti . Og þótt margt megi gagnrýna í afnámsáætlun stjórnvalda tel ég að árangurinn af aðgerðum hingað til sé almennt vanmetinn í samhengi við stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir . Ég er þeirrar skoðunar að hann sé a .m .k . nægilega góður til þess að stefna að afnámi hafta á árinu 2013 . Mér virðist að í umræðunni sé vandinn ofmetinn og að það ofmat megi rekja til rangr ar skilgreiningar á viðfangsefninu . Af­ nám gjaldeyrishafta, annars vegar, og losun aflandskróna úr hagkerfinu, hins vegar, eru gjör ólík verkefni . Margir, að því er virðist, setja hins vegar samasemmerki þarna á milli . Fremur litlar upplýsingar virðast vera um 7 Samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins meðal stjórnenda fyrirtækja töldu ríflega 60% stjórnenda að gjaldeyrishöftin hefðu neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja þeirra . 3% stjórnenda álitu að áhrif gjaldeyrishafta væru jákvæð á reksturinn . Meðal stærstu fyrirtækjanna (með meira en 5 ma .kr . í veltu) töldu 80% stjórnenda að áhrifin væru neikvæð . Viðskiptablaðið, 10 . maí 2012, bls . 19 . 8 Ágæta samantekt á efnahagslegum áhrifum gjaldeyrishafta má finna í skýrslu Viðskiptaráðs, Gjaldeyrishöftin: kostnaður og efnahagsleg áhrif, sem kom út í desember 2011 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.