Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 94
 Þjóðmál SUmAR 2012 93 Eftir að stjórnmálaþátttöku Björns Bjarna sonar lauk einhenti hann sér í að skrifa bók um atburðarás sem skók íslenskt sam félag í um fimm ár . Þegar því máli lauk, þá kom í ljós að það var aðeins forsmekkur að miklum hildarleik, sem sér enn ekki fyrir endann á . Baugsmáli, sem hófst um síðustu aldamót en komst í hámæli með húsleit í húsakynnum Aðfanga hf . og Baugs hf . 28 . ágúst 2002, lauk með niðurstöðu Hæstarétt­ ar 5 . júní 2008 . Allan þann tíma sem málið var fyrir dómstólum var Björn Bjarnason dóms mála ráðherra . Málareksturinn með máls skjölum um 50 .000 blaðsíður var að minnstu leyti rekinn fyrir dómstólum . Hinir meintu sakborningar leituðu stuðn­ ings utan réttarsala, sem er að öðru jöfnu deilurammi í slíkum málum . Það heitir að leita til dómstóls götunnar . Þegar dómstóll götunnar tekur til starfa hrynur réttarríkið . Álitsgjafir og umsagnir voru mun fyrir­ ferðarmeiri en niður stöður dómstóla á tveimur dómstigum . Fyrir þá sem stóðu fyrir utan hring iðuna virtist sem vörn sakborninga væri meiri um forms atriði en efnisatriði . Ljóst er þó að „Baugsmál“ var aðeins forleikur að öðrum hildarleik, sem er hrun íslenska fjármála kerfisins . Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þurfti að gegna skyldum sínum við skip un embættis manna . Hluti af vörn sak born inga var að láta að því liggja að dóms mála ráð­ herrann væri vanhæfur til ákvarð anatöku í málum sem honum bar skylda til að úrskurða um . Og ekki aðeins ráðherrann, heldur gjörvöll ríkisstjórnin . Má leiða rök að því að með málarekstri í Baugsmálum var í raun réttri reynd valdataka á Íslandi . Má þar minna á að annar aðaleigandi Baugs hf . lét birta í sínu nafni í kosningum auglýsingu gegn sitjandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó aldrei gert annað en skyldu sína . Merkilegast við þá auglýsingu var markhópurinn, Sjálfstæðismenn, kjósendur Sjálf stæðisflokksins . Auglýsingin bar árang­ ur því dómsmálaráðherrann féll um sæti með útstrikunum . Auglýsingin er dæmi um sjálftöku áhrifa en ekki síður vitnisburður um dómgreind kjósenda Sjálfstæðisflokksins á örlagastundu . Sagnfræðingurinn Björn skráði hjá sér atburðarásina eins og hún birtist honum . Sumt birti Björn á vefsvæði sínu, en þar er hann frumkvöðull . Einnig hélt sagn­ fræð ingurinn saman gögn um, sem urðu til og birtust opinberlega . Það var ærinn starfi því margt kom fram og af mismiklu viti . Það kemur aldrei fram í Rosa baugi hvenær hugmynd að bók kviknaði . Bókin kom út árið 2011 . Bókin er afrakstur vinnu sagnfræðings, sem lifði atburðarás, hafði aðgang að gögnum og ekki síst greinanlega hugsun . Bókin getur vart fallið undir það að vera afurð rannsóknar blaða mennsku því í slíkri blaðamennsku er oftar en ekki gert ráð fyrir ónafn greindum uppljóstrurum og aðgangi höfunda að gögnum sem öðrum eru ekki aðgengileg . Í Rosabaugi er ávallt getið heimilda og vitnað í nafngreinda menn og konur . Efninu er raðað saman á skipulegan hátt, í röð tíma og efnis . Í Rosabaugi koma fram efnisatriði sem sýna á hvern veg málefni fyrirtækis geta klofið þjóð, að því er virðist eftir flokkslínum, eins og málefni einstakra fyrirtækja séu hluti af stjórnmálum, og einnig kemur fram í Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.