Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál SUmAR 2012 slíkum fjárfestingum . Ekki er ólíklegt að í boði verði óverðtryggð lán með breyti­ legum vöxtum, eins og eru nú þegar í boði í íslenskum krónum, en það kann að taka einhvern tíma að þróa óverðtryggð fasteignalán hérlendis með föstum vöxtum til lengri tíma en 5–10 ára í senn . Auðveldar afnám hafta á fjármagns­ flutn ingum: Erfitt er að átta sig á hvernig menn hafa talið sér trú um að upptaka erlends gjald­ miðils geti auðveldað afnám hafta á fjár­ magns flutningum . Þvert á móti mun upp­ taka erlends gjaldmiðils áður en höftin hafa verið afnumin gera afnám þeirra erfiðari . Þeir sem aðhyllast aðild að ESB hafa bent á að með upptöku evrunnar myndu allar krónur breytast í evrur og þær gjaldgengar sem slíkar hvar sem er á evrusvæðinu . Það er rétt, svo langt sem það nær, en evra verður hins vegar ekki tekin upp fyrr en Ísland hefur uppfyllt skilyrði Maastricht­ sáttmálans . Eitt þeirra er að engin höft hafi verið á viðskiptum með gjaldmiðil landsins í nokkurn tíma áður en aðild fæst að evrusamstarfinu . Því yrði að vera búið að afnema höftin löngu áður en hægt yrði að taka upp evruna . Með einhliða upptöku erlends gjaldmið­ ils aukast líkur á greiðslufalli ríkisins all­ verulega; það á í raun einnig við um upptöku evrunnar og upptöku annars gjaldmiðils með tvíhliða samningi við útgáfuríki viðkomandi gjaldmiðils .4 Ríkissjóður gæti átt mjög erfitt með að endurfjármagna sig eftir upptöku erlends gjaldmiðils og bankar myndu að öllum líkindum lenda 4 Það er reyndar afar ótrúverðugt að erlent ríki sé líklegt til að gera samning við Ísland sem fæli í sér að viðkomandi ríki svo gott sem gæfi íslenska ríkinu og bönkunum peninga til þess að geta staðið við innlausn skuldbindinga til skemmri tíma eða jafnvel nokkurra ára . Án slíkrar gjafar gætu íslenskir bankar ekki millifært nýju dollarana (eða hvað sem gjaldmiðillinn heitir) til annarra landa og kæmust fljótt í greiðsluþrot, sama hversu mikið eigið fé þeir hefðu . í lausafjárvanda, nema að sett yrðu enn víðtækari gjaldeyrishöft en nú eru til þess að koma í veg fyrir útflæði nýja gjaldmiðilsins til annarra landa . Það gæti hreinlega komið upp skortur á lausu fé í umferð, sem kæmi í veg fyrir að hægt yrði að eiga viðskipti með brýnustu nauðsynjar og ríkissjóður gæti jafnvel lent í því að geta ekki greitt laun, ef þeir sem eiga í dag kröfur á ríkið og innlán í bönkum færu með fjármagnið úr landi í formi nýja gjaldmiðilsins . Menn ættu fremur að einbeita sér að því að losna við núverandi höft á fjár magns­ flutningum sem fyrst, því að höftin eru mjög skaðleg efnahagslífi í landinu . Telji menn að æskilegt sé að taka upp erlendan gjaldmiðil, þá yrði það mun auð veldari og sársaukaminni aðgerð eftir að gjald­ eyrishöftin hafa verið afnumin . * Það er undarlegt að á Íslandi skuli ýmsir vel menntaðir menn hafa fyllst áhuga á að leggja niður krónuna og taka þess í stað upp erlendan gjaldmiðil, þegar á sama tíma má sjá hversu miklum skaða slík aðgerð hefur valdið fjölda landa í Evrópu á undan förnum árum . Lönd þessi tóku upp erlend an gjaldmiðil, evruna, sameiginlegan gjald miðil ESB . Eftir sem áður höfðu þessi lönd nokkuð um stjórnun peningamála að segja, a .m .k . að forminu til, ólíkt því ef þau hefðu einhliða tekið upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar . Ekki verður sagt að upp­ taka evrunnar hafi verið farsæl ákvörð un fyrir þessi lönd . Í dag standa þau frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum, pólitísk­ um og samfélagslegum vanda, sem enn sér ekki fyrir endann á; vanda sem reynist erfitt að leysa án þjóðargjaldmiðils . Þó svo að veru legar líkur séu á að einhver ríki muni hætta evru samstarfinu og taka að nýju upp eigin gjaldmiðil verður það ferli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.