Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 17
16 Þjóðmál SUmAR 2012 enda var keisarinn talinn hliðhollur Banda­ ríkjamönnum og Vesturlöndum, en vinstri menn taka ávallt málstað andstæðinga þeirra (og sinna eigin) . Það er varla nokkur vafi á því, að Íransstjórn, sú sem nú ógnar heims­ byggðinni með kjarnorkuvopnum, er lýð­ ræðisleg, því að hún nýtur stuðnings yfir­ gnæfandi meiri hluta landsmanna . Hvert er þá vandamálið? Sagan frá Íran virðist nú vera að endurtaka sig í „arabíska vorinu“ svokallaða, en margt bendir til að „vormenn Islams“, séu flestir af sama sauðahúsi og Khomeini og klerkar hans . Það allra versta og hættulegasta sem nú gæti gerst í Norður­Afríku og Sýrlandi væri, að lýðræði yrði komið á . „Margur heldur mig sig,“ segir máltækið og einfeldningar á Vesturlöndum virðast alls ekki geta skilið að fólk í þriðja heiminum hugsar alls ekki eins og þeir . Dulið hatur á Vesturlöndum ólgar hvarvetna undir niðri, samfara öfund og reiði . Það sem fer einna mest fyrir brjóstið á þriðja heims íbúum, og alls ekki aðeins múslimum, eru einmitt helstu baráttu mál bandamanna þeirra, vinstri manna, nefnilega allt lauslætið, homma­ og kvennabröltið, klámið og margt annað sem þetta fólk fyrirlítur . Þekkt birtingarmynd þessa haturs er, þegar múslimar, búsettir á Vesturlöndum, myrða dætur sínar með köldu blóði ef þeir telja að þær séu farnar að temja sér siði innfæddra . „Heiðursmorðin“ eru eitt dæmi um hið falda, undirliggjandi hatur á Vesturlandabúum, blandað djúp­ stæðri öfund, sem fékk fyrst útrás í Íran, en ólgar hvarvetna undir meðal þriðja heims búa, og ekki aðeins múslima . Þeir vilja þó ólmir njóta góðs af lífsgæðum okkar . Menn, allra síst fjölmiðlamenn, virðast alls ekki skilja, að í hugum verulegs hluta almennings í múslimaheiminum er Osama bin Laden ekki aðeins hetja, held ur allt að því heilagur maður . Nái lýðræð ið fram að ganga og almenningur komi fram vilja sínum er líklegast að t .d . í Egypta landi verði strax skrúfað fyrir öll vin sam leg samskipti við Ísrael . Í staðinn muni koma fullur fjandskapur . Kristnir menn og fleiri minnihlutahópar munu lenda í miklum þrengingum . Þeir styðja því núverandi valdhafa . Líklegt er, að ofbeldis­ og hryðju­ verkahópar muni einnig njóta velþókn­ unar hinna nýju stjórnvalda . Sagan frá Íran 1978–1979 mun trúlega endurtaka sig og raunar er sennilegt, að falli Egyptaland og Sýrland muni flest önnur lönd á svæðinu einnig verða „lýðræðisleg“, þ .e . lendi undir stjórn fulltrúa meirihluta almennings, þ .e . islamista . Nú er í tísku hérlendis að halda því fram, að „fólkið“, eða „hinn almenni maður“, þ .e . Jón Jónsson í Breiðholtinu, eigi að ráða . En er Jón nokkur maður til þess? Og kærir hann sig yfirleitt nokkuð um það? Flestir hafa nóg með sig og hafa mjög takmarkaðan áhuga, og enn síður þekk ingu á flestum þeim oft flóknu málum sem koma til kasta stjórnvalda . Alls staðar í náttúrunni, þar sem búið er í hóp, ríkir einræði og sömuleiðis miskunn­ ar laus stétta skipting . Gildir einu hvort það er í maura búinu, úlfahópnum eða hænsna­ húsinu . Einnig í mannheimum er einræði elsta og upprunalegasta stjórnarformið, en lýðræði í víðustu merkingu sinni, þ .e . samráð um ákvarðanatöku, er einnig mjög gamalt og sú kenning alröng, sem hver hefur étið upp eftir öðrum í aldir, að Forn­Grikkir hafi fundið það upp . Samráð elstu og virtustu manna ættflokksins hefur tíðkast meðal frumstæðra þjóðflokka víða um heim í árþúsundir, t .d . meðal amerískra indíána og þjóðveldið íslenska er eitt afbrigði af því . Hliðstætt skipulag ríkti víða meðal germana og trúlega einnig annarra fornþjóða Evrópu . En lýðræði og samráð nýtur sín best í lítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.