Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 97
96 Þjóðmál SUmAR 2012 í bankahruninu . Það leiddi þó ekki til þess að þjóðin drægi sig inn í skel . Nokkr um misserum eftir þessar hamfarir af manna­ völdum fékk ímynd landsins enn á ný neikvæða umfjöllun og nú vegna raun veru­ legra náttúruhamfara þegar Eyjafjalla jökull varð tungubrjótur í öllum fjölmiðlum heims og allt flug í Evrópu og víðar raskaðist vegna gossins í honum . Hvað sem þessu öllu líður hefur fjöldi ferðamanna til Íslands aldrei verið meiri og aldrei hafa fleiri flugfélög viljað flytja farþega hingað . Vandinn felst í því hvernig á að koma í veg fyrir að sakleysi náttúru landsins verði eyðilagt með of miklum átroðningi erlendra ferðamanna . Hið sama virðist eiga við um hrakspár vegna ímyndarskaða í kjölfar hrunsins og um að hvalveiðar eða höfnun á Icesave­samningum eyðileggi álit Íslands út á við, hræðsluáróðurinn reynist orðum aukinn . Því ber að fagna að Daniel Chartier réðst í það stórvirki að grandskoða umfjöllun fjölmiðla um Ísland í bankahruninu . Þegar upp er staðið segir bókin ef til vill meira um vinnubrögð fjölmiðlamanna og hvaða ályktanir megi draga af þeim um áreiðan­ leika þess sem þeir hafa að flytja en stöðu Íslands og íslensku þjóðarinnar . Enginn deilir lengur um hvers vegna íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 og kallaði fram háan fjölmiðlahvell . Þeir sem stjórnuðu bönkunum sáust ekki fyrir í græðgi sinni, þeir kunnu fótum sínum ekki forráð . Spyrja má eftir lestur bókarinnar um Ísland og hið glataða sakleysi þess hvort við­ brögð fjölmiðlamanna hafi ekki verið álíka æðisgengin og gróðafíkn fésýslu mann anna, hvorugur hafi kunnað fótum sínum forráð . Íslendingar hafa dregið nokkurn lærdóm af hruninu en því miður setið uppi með máttlausa og óhæfa ríkisstjórn . Fréttir frá evru­ríkjum og bankavanda innan þeirra vekja spurningar um hvort ríkisstjórnir annarra landa hafi lært nóg af því sem gerðist á Íslandi; hvort ráðamenn átti sig á því að ekki er við hæfi að velta skuldum óreiðumanna yfir á herðar almennings . Eitt blasir við þegar bókin er lesin, að miklu skiptir að vanda allar yfirlýsingar ráðamanna þjóðarinnar á slíkri örlaga­ stundu . Þannig segir Chartier að orðið „þjóða rgjaldþrot“ í ávarpi Geirs H . Haarde til íslensku þjóðarinnar 6 . október 2008 hafi farið eins og eldur um sinu hins alþjóðlega fjölmiðlaheims . Notkun á þessu orði sé í raun mistök því að engin þjóð verði nokkru sinni gjaldþrota en orðið hafi komist á kreik í tengslum við Ísland . Það heyrist raunar enn nefnt í sömu andrá og Ísland í fréttaskýringaþáttum t .d . hjá BBC þegar rætt er um stöðuna í Grikklandi svo að dæmi sé tekið . Hafi verið miklar fréttir af Íslandi um nokkurra vikna skeið seinni hluta árs 2008 jafnast það alls ekki á við það sem fjölmiðlar hafa sagt um þróun mála á Írlandi, í Grikklandi og Portúgal eða á Ítalíu og Spáni svo að vandræðabörn evru­samstarfsins séu nefnd til sögunnar . Stjórnendum þessara landa væri til gagns að lesa bókina um Ísland í fjölmiðlafárviðri bankakreppunnar . Bókin er einnig þörf áminning fyrir fjöl­ miðlamennina sjálfa og okkur sem njótum afurða þeirra . Hin áleitna spurning leitar á hugann, hvort fjölmiðlar mikli nú afleið­ ingar skuldavandans á evru­svæðinu á sama hátt og þeir drógu í mörgu tilliti alltof dramatíska mynd upp af því sem hér gerðist þegar Ísland tapaði sakleysi sínu, að mati Daniels Chartiers . Forvitnilegt væri ef Chartier og sam­ starfsmenn hans eða fjölmiðlafræðingar við Háskóla Íslands fylgdu þessari gagnlegu rannsókn á blöðunum frá haustinu 2008 eftir með annarri úttekt á því hvernig rætt er um Ísland, efnahag þess, þjóðlíf og stjórnarhætti fjórum árum síðar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.