Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 82
 Þjóðmál SUmAR 2012 81 að halda fram — heldur hverfa hin svo kölluðu betri og flóknari störf einnig á brott og þau verða áfram þar sem „hlutirnir eru að gerast“ . Svar verður að finnast við þessari þróun því annars lendir þjóðríkið í óyfirstíganlegum vandamálum . Þessa lausn munu Bandaríkjamenn án efa finna . b) Evrópusambandið: Margir virðast ekki gera sér grein fyrir eðli Evrópusambandsins . Það er ekki þjóðríki og getur aldrei orðið það . Það gæti heldur aldrei orðið „sambandsríki“ eins og Banda ríki Norður­ Ameríku, það vita margir, því Evrópu­ sambandið, eins og áður er getið, hefur enga borgara sem hafa sameiginleg markmið, enga demos; og ekkert lím sem bindur þá saman, ekkert ethos; og engin sameiginleg markmið, ekkert telos . Valda­ og laga­ strúktúr Evrópusambandsins hefur því, sam kvæmt fullkomlega meðvitaðri áætlun stærstu ríkja þess, verið reistur á líkan hátt og í keisaraveldi . En þó eru enn ákveðnar hindranir sem standa í vegi fyrir því að þetta keisaraveldi geti komið sæmi lega klætt út úr fataskáp sínum . Það þarf að útrýma og slökkva á þeim þjóðríkjum sem eru innan þess . Eitt af stóru verkfærunum sem notað er til þessa er hin fræga byggðastefna og „héraðsismi“ embættismannaveldis ESB sem öll ríki þess þurfa að kyngja . Sambandið yfirtekur byggðaþróunina, sama hvort ríkjum þess líkar það eða ekki . Evrópusam­ bandið krefst „héraðsisma“ og notar hann sem eitt af helstu verkfærunum til að slökkva á þjóðríkjunum . Það skiptir sér meira og meira af héraðsmálunum undir yfirskini byggða þróunar . Tilgangurinn er að brjóta upp og útrýma því súrefni eða jarðvegi sem alið getur af sér þjóðríki borgara sem hafa með sér sameiginlegan tilgang og markmið . Koma í veg fyrir að þrifist geti þjóðríki sem sjálf setja sér þau lög sem þau lifa í sam ræmi við . Markaðshagkerfi þjóðríkisins Hér verðum við líka að hafa í huga að það er grundvallarmunur á því sem hægt er að kalla engilsaxneskt samfélag og meginlandssamfélag í Evrópu . Og það er einnig grundvallarmunur á markaðs­ hag kerfi þessara samfélaga . Kapítalismi hins sterka og frjálsa lýðræðislega þjóðríkis þarf bráðnauðsynlega að vera af sérstakri tegund sem er stundum nefndur engil­ saxneskur kapítalismi . Hann inniheldur bæði uppbyggjandi og niður rífandi öfl . Hann hefur í sér innbyggt uppbyggjandi ofurafl á borð við áveitu í eyðimörk og áburð bóndans sem skapar vöxt . En um leið hefur þessi tegund kapítalisma í sér hið bráðnauðsyn lega niðurrífandi afl, sem til dæmis getur brotið upp heil bankakerfi sem þjóð kjörnir stjórnmálamenn gætu aldrei gert né ráðið við án skakkafalla sjálfra síns við lýðræði sem þá ætti í vök að verjast . Og hér erum við og komin heim Hér á Íslandi ættu menn að staldra við og hætta að spyrja sjálfa sig hvernig hægt sé að snúa þessari „byggðaþróun“ við . Menn eiga að móta byggða stefnu sem virkar þannig að þeir sem eru borgarar í þjóðríki okkar sjái hana ekki sem val á milli þess að „missa“ og „öðlast“ . Við þurfum byggðastefnu sem er það djúpt hugsuð að þegar hún byrjar að virka eflist ríkidæmi allra í þjóðríkinu . Stefnu sem endurreiknar til dæmis sífellt upp á nýtt það þjóðríkisvægi sem býr á bak við hvert einasta atkvæði sem stendur á bak við hvern einn þingmann á Alþingi . Svo þarf reiknilíkan fyrir hvata kerfi byggða­ stefnunnar og það verður að vera hluti af skattakerfinu, eins og í Noregi þar sem launatengt gjöld af atvinnurekstri eru háð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.