Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 27
26 Þjóðmál SUmAR 2012 Saga íslensku krónunnar er ekki glæsi­leg þegar horft er á hversu mikil virðis­ rýrnun hennar hefur verið frá því að hún var skilin frá dönsku krónunni stuttu eftir að Ísland fékk fullveldi . Reyndar hafa svo til allir gjaldmiðlar heims rýrnað stöðugt vegna verðbólgu frá upphafi síðari heims­ styrjaldarinnar og þá sérstaklega á áttunda áratugi liðinnar aldar, í kjölfar þess að Bretton Woods­samkomulagið leystist upp . Undan tekningin frá þessari virðisrýrnun er japanska jenið síðasta aldarfjórðung­ inn, en í Japan hefur verið verðstöðnun og á tímabili verðhjöðnun allt frá því að jap­ anski fasteigna­ og hlutabréfamarkaðurinn hrundi fyrir rúmlega tveimur áratugum . Ástandið í Japan hefur ekki þótt eftirsóknar ­ vert í augum umheimsins . Krónan hefur hins vegar rýrnað mun meira en flestir aðrir gjald miðlar í þróuðum hagkerf um, sem birtist í lækkun á gengi hennar gagnvart helstu gjald miðlum heims síðustu 70 árin, með nokkrum hléum þó . Í ljósi sögunnar er ekki að furða að ýmsir velti því fyrir sér hvort ekki kynni að vera betra að leggja niður krónuna og taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi, einhliða eða í tengslum við aðild Íslands að Evrópu sam­ band inu (ESB) . En er krónan rót vandans eða er stöðug veiking hennar og óstöðugt gengi ekki fremur birtingarmynd dýpri vanda? Ef svo er, munu gjaldmiðilsskipti draga úr vandanum? Eða eru líkur til þess að birt ingar mynd vandans breytist og það verði jafnvel erfiðara og dýrara fyrir sam félagið að takast á við vandann verði krónunni skipt út? Væri ekki vænlegra að ráðast að rót vandans og gera krónuna þannig stöðugri og verðlagsþróun hérlendis meira í samræmi við verðlagsþróun í öðrum vestrænum lönd­ um, fremur en að fara í yfirborðsbreytingar með upptöku erlends gjaldmiðils? Tveir möguleikar og ein blönduð leið Það eru aðeins tveir möguleikar þegar kemur að því að velja gjaldmiðil: þjóð­ ar gjaldmiðill eða upptaka erlends gjald ­ miðils . Síðan eru vissulega ólíkar leiðir við pen inga stjórnun þjóðargjaldmiðils og það eru nokkrar ólíkar aðferðir við upptöku erlends gjaldmiðils, en í raun stendur valið um aðra hvora leiðina . Erlendur Magnússon Upptaka erlends gjaldmiðils á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.