Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 95
94 Þjóðmál SUmAR 2012 bókinni atriði sem allir vissu og sáu, að það var lítil hrifning hjá Birni Bjarnasyni yfir störfum og skrifum forvera hans í embætti dómsmálaráðherra og fyrrverandi for­ manns Sjálfstæðisflokksins, sem var sestur í ritstjórastól Fréttablaðsins . Rosabaugur bætir ekki miklu við heim ildir um það sem gerðist á árunum 2002–2008 . Úrvinnsla Björns Bjarnasonar á heim ildum bætir hins vegar miklu við um skilning á atburðarásinni í Baugsmáli . Bókin gerir í raun miklar kröfur til þeirra sem á eftir koma um vönduð vinnubrögð og greiningu á atburðarás . Sögunni lýkur aldrei og sögunni af „Rosabaug“ er langt því frá lokið, „Rosabaugur“ var aðeins forleikur að hildar­ leik eins og áður er sagt . Í stjörnugjöf verð­ skuldar Rosabaugur yfir Íslandi 5 stjörnur . Sakleysi Íslands í fjölmiðlafári Daniel Chartier: The End of Iceland´s Innocence Citizen Press, London/Reykjavik 2010, 239 bls . Eftir Björn Bjarnason Fjölmargar bækur hafa komið út um bankahrunið á Íslandi í október 2008 . Um það er enn skrifað víða bæði af blaða­ mönnum og fræðimönnum . Hér er sagt frá bókinni The End of Iceland´s Innocence — The Image of Iceland in the Foreign Media during the Crisis, en hinn langa titil má þýða á þennan veg: „Þegar Ísland tapaði sakleysi sínu — ímynd Íslands í erlendum fjölmiðlum í hruninu .“ Höfundur bókarinnar er Daniel Chartier, prófessor við Québec­háskóla í Montréal í Kanada . Í bókinni segir frá viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við falli bankanna á Íslandi haustið 2008 eins og þau birtust í helstu fjölmiðlum Vesturlanda . Daniel Chartier er forstöðumaður þver­ fræðilegrar rannsóknarstofnunar um mál­ efni norðurslóða og kom m .a . að stjórn rann sóknarverkefnisins „Ísland og ímyndir norð ursins“ (Iceland and the Images of the North) . Rannsóknir hans beinast að fjöl­ menn ingarsamfélaginu, fjölmiðlum, mál­ efnum norðurslóða og menningarsögu . Prófessorinn kom hingað til lands í nóv­ ember 2010, skömmu eftir útgáfu bókar hans hjá Citizen Press sem hefur aðsetur í London og Reykjavík samkvæmt því sem segir í bókinni . Forlagið gaf út Draumaland­ ið, bók Andra Snæs Magnasonar, á ensku . Í tengslum við komu Chartiers hingað var meðal annars rætt við hann í Viðskiptablaðinu og þar sagði hann: „Hrunið sem reið yfir Ísland haustið 2008 var án nokkurs vafa mikill fjölmiðlaviðburður . Þegar það reis sem hæst í október og nóvember það ár birtu þau erlendu dagblöð, sem rannsökuð voru í bókinni, meira en 900 blaðagreinar um Ísland .“ Chartier segir að magn skrifanna um Ís­ land eitt og sér gefi góða vísbendingu um hina gríðarlega miklu umræðu á þessum tíma sem hafi laskað ímynd landsins verulega . Ótvírætt sé að fjölmiðlaumfjöllun hafi gríðarleg áhrif á orðspor þjóðar . Við rannsóknina hafi runnið skýrt upp fyrir honum að á bak við fjármálakreppuna sem reið yfir Ísland hafi legið aðrar dýpri krepp­ ur . Þær snerti siðferði, hroka, samskipta­ leysi, ábyrgðarleysi, niður lægingu, samskipti við umheiminn, fullveldi og umræður um framtíð lítils ríkis með „samtvinnaðan fjármálageira“, eins og það hafi verið kallað í The Financial Times . Því hefði verið velt upp í fjölmiðlum hvort of mikil tengsl milli stjórnmálamanna, at­ hafna manna og framkvæmdastjóra hefðu eyði lagt undirstöður hins „efnahagslega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.