Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 81
80 Þjóðmál SUmAR 2012 til vegs og virðingar á ný í heiminum í flóknu samspili . Evrópusambandið er ekki þjóðríki og getur aldrei orðið það því borgarar þess hafa og eiga ekki með sér sam eigin­ leg mark mið, tilgang eða siðferði . Evrópu ­ sambandið getur því aldrei orðið þjóð ríki á borð við Bandaríki Norður­Ameríku sem er „ein ósundranleg þjóð undir Guði“, eða eins og þar stendur: „one nation, indivisible, under God“ . Evrópu sam­ bandið getur heldur aldrei orðið sambands­ ríki eins og Bandaríki Norður­Ameríku . Það hefur enga demos og ekkert telos né ethos . Það mun og er þegar að þróast í átt að fyrirkomulagi sem minnir á heims­ eða keisaraveldi að ríkisupp bygg ingu, eða eins konar sovétríki nútímans . Litlu ríkin, sem gengu í sambandið, verða eins og öll smáríki sem lent hafa innan keisaravelda og sovétríkja — ekkert . Þau verða „ekkert“ í sovét banda­ ríkjum Evrópu . Þetta blasir við okkur á degi hverjum þessi árin . Engar lausnir á þeim hrikalegu vandamálum sem sjálf tilvist Evrópusambandsins hefur skapað á meginlandinu munu rúmast innan ramma lýðræðislegs stjórnar­ og réttarfars . Og það er ekki á öðru von . Engin önnur leið hefur nokkurn tíma verið í „pakkanum“ . Lögin í velmegandi þjóðríki verða því bráðnauðsynlega að grundvallast á engil­ sax neskri heimspeki og hefð, sett af þinginu og framkvæmd til verndar okkur fólkinu í þjóðríkinu en ekki öfugt; lögin mega ekki vera samin, sett og fram kvæmd fyrst og fremst til verndar ríkis vald inu, valds yfirvalda eða yfirríkisveldis, eins og til dæmis Evrópu sambandinu . Tvö dæmi Taka má tvær öndverðar meginstefnur (main policies) beggja vegna Atlants­ hafsins til að útskýra dæmi um byggða­ stefnu: a) Bandaríki Norður­Ameríku: Megin­ stefn an undir stjórn George Bush hins yngra var að miklum hluta til byggð á þeirri hugsun, löngun og knýjandi þörf að sem flestir Bandaríkjamanna (demos) gerðust eins konar hlut­ eða hagsmunaaðilar (stakeholders) í sjálfu þjóðríki sínu . Að „hlutabréfaeign“, ef svo má að orði komast, borgaranna í þjóðríki sjálfra sín væri ekki aðeins nátengd uppsprettu svitadropanna á enni þeirra í formi launaseðla . Tenging fólksins við þjóðríkið þyrfti að verða dýpri . Slíkt væri ástandið orðið í þróun heimsins að þessarar stefnu væri þörf, því að Bandaríkin væru stödd á erfiðu, en tímabundnu, breytingaskeiði í tilvistar­ sögu sinni (existential transition period) sem krefðist sterkari grundvallarþátttöku þorra almennings í tilvist þjóðríkis sjálfs sín . Bandaríkjunum hefur alltaf tekist að umbylta sér þannig þau gætu verið áfram land hinna „engilsaxnesku­frjálsu“ í heim inum . Umbyltingin yfir í myndun þjóð ríkis Bandaríkjamanna tókst . Um­ bylt ing Bandaríkjanna yfir í land búnaðar­ veldi tókst líka með miklum ágætum og umbylting þeirra yfir í iðnaðar­ og fram­ leiðsluveldi tókst einnig afar vel . „Made in USA“ kannast ennþá margir við . En hér þurfa menn að muna að þessi þróun var engan veginn sjálfgefin . En hún tókst vel af því að Bandaríkin eru þjóðríki . Tryggðin við fánalitina er svo sterkt afl . En eins og margir vita hefur framleiðslugeiri landsins að miklu leyti verið fluttur úr landi . Og það er stórt vandamál sem Bandaríkin hafa ekki enn getað fundið haldbæra lausn á . Þjóðríki „hinna frjálsu“ þolir ekki til langframa slíkt brotthvarf, því það eru ekki einungis hin „lélegu störf“ sem hafa flust á brott — eins og lengi var reynt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.