Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 88
 Þjóðmál SUmAR 2012 87 Það kemur okkur öllum við þegar eignar­ haldi eða afnotarétti á landi okkar er ráð­ stafað út fyrir landsteinana . Kínverski auð­ maðurinn hrósar happi yfir að vera laus við innan ríkisráðherrann . En skyldi hann vera laus við íslenska þjóð? Ég held ekki . Almennt vilja Íslendingar ekki verða hráefnanýlenda fyrir erlenda auðmenn, jafnvel þótt stöku sveitarstjórnarmanni glepjist sýn . Þannig var það líka í Mið­ Ameríku þegar bananaekrurnar voru seldar . Ég held að erlendir auðkýfingar eigi að fara varlega í að hreykja sér á kostnað íslenskra stjórnmálamanna sem vilja sporna gegn því að vaðið sé á skítugum skónum inn á Ísland . Föstudaginn 4 . maí sagði Huang Nubo við China Daily: Ég held að niðurstaðan [vegna Grímsstaða á Fjöllum] verði ekki langt frá því sem ég vonaðist eftir . Með því að leigja landið er ólíklegt að málinu verði hafnað, því innanríkisráðherrann hefur ekkert með málið að gera í þetta skipti . A tvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sagði á vefsíðu sinni hinn 7 . maí að rammi Huangs Nubos gerði ráð fyrir kaupum sveitarfélaga á jörðinni og leigu hennar til 40 ára, án fjárhagslega íþyngjandi eða áhættusamra skilyrða fyrir sveitarfélögin . Eftir þessum ramma hefði verið unnið á ýmsum vígstöðvum undangengnar vikur, en hugmyndafræði verkefnisins hefði verið kynnt í ríkisstjórn hinn 4 . maí 2012 . Vinna atvinnuþróunarfélaga Eyfirðinga og Þingeyinga hefði miðað að því að koma fram með útfærslu á því hvernig verkefnið gæti komist á laggirnar í sem mestri sátt og jafnframt á þann hátt að allra hagsmuna væri gætt hvað varðaði umgengnisrétt almennings, þróun lífríkis á landinu, sjálfbæra nýtingu auðlinda og atvinnusköpun og vöxt á starfssvæðinu . Fyrirliggjandi áætlanir tryggðu um­ gengnis rétt almennings betur en nú væri og römm uðu inn sérstök skilyrði og takmark­ anir á landnýtingu og auðlindum sem ekki væru til staðar nú . Eignarhald á landinu yrði í höndum kjörinna fulltrúa af svæðinu; deili skipu lagsvald og umhverfismat væri síðan hjá til þess bærum stofnunum . Frásögnin á vefsíðu Atvinnuþróunar ­ félags Eyjafjarðar var birt til að auðvelda sveitar stjórnarmönnum að miðla upplýs­ ingum um áform Huangs Nubos sín á milli og til umbjóðenda sinna því að í hönd fór markviss vinna sem miðaði að því að fá sem flest sveitarfélög á Norður­ og Austurlandi til að slást í hópinn . Í Þingeyjarsýslum eru sex sveitarfélög: Langa nesbyggð, Norðurþing, Skútu staða ­ hreppur, Svalbarðshreppur, Tjör nes hrepp ­ ur og Þingeyjarsveit . Af Austur landi komu Vopnafjörður og Fljótsdals hérað að málinu . Úr Eyjafirði komu Akur eyri, Grýtu bakka­ hreppur, Svalbarðs strandar hreppur, Hörg­ ár sveit og Eyja fjarðar sveit að umræðum um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og jafn­ framt er minnst á Dalvíkurbyggð í fréttum af málinu. Föstudaginn 11 . maí 2012 héldu full trú ar níu sveitarfélaga á Norður­ og Austur landi fund í Heiðarbæ í Reykjahverfi til að ræða um að stofna einkahlutfélag til að kaupa þann hluta Grímsstaða sem ekki er í eigu ríkisins með það fyrir augum að leigja Huang Nubo landið . Stofnuðu sex sveitarfélög með sér undirbúningsfélag um verkefnið: Akureyri, Hörgársveit, Grýtubakkahrepp ur, Norðurþing, Vopnafjörður og Fljótsdals­ hérað . Heitir félagið GáF ehf . Verkefni undir búningsfélagsins er að verða vettvang­ ur hluthafa til að kanna til hlítar alla þætti málsins og leggja fram endanlegan samning til kynningar fyrir Huang Nubo . Af fundargerðum sveitarstjórna Grýtu­ bakka hrepps og Hörgársveitar má ráða að hvor hreppur lagði fram 75 .000 kr . hlutafé í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.