Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 14
 Þjóðmál SUmAR 2012 13 Nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans, Heimaey VE 1, er glæsilegt uppsjávarveiðiskip í eigu Ísfélags Vest manna­ eyja . Skipið er smíðað í Síle og kom til landsins 15 . maí sl . Það var fimm ár í smíðum, en smíði þess tafðist vegna náttúruhamfara í Síle . Skipið er rúmlega 71 metra langt og 14 metra breitt . Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu kælitönkum . Skipið er búið fullkomnum tæknibúnaði og er hannað sérstaklega með orkusparnað fyrir augum . Aðbúnaður áhafnar þykir til fyrirmyndar . Í skipinu eru fjórir einsmannsklefar og átta tveggjamannaklefar, auk sjúkraklefa . Salerni er í hverjum klefa . Við komuna til heimahafnar sagði skip stjór inn, Ólafur Einarsson, að skipið væri sjóborg, það hefði glöggt komið í ljós í ferðinni frá Síle . síðar varð, með jarðskjálfta og flóðbylgju, sem olli því að ekkert varð af smíði skips nr . 2 þar sem skipasmíðastöðin skemmdist illa í flóð bylgjunni og smíði Heimaeyjar seink­ aði um hátt í tvö ár . En með góðum vilja og samstarfi Ís félags­ ins og Asmar, sem ég tel vera einstakt, var lokið við smíði Heimaeyjar sem nú er komin heil í heimahöfn . Skipið er einstakt að allri gerð, búið þeim besta búnaði sem völ er á . Sérstaklega hefur verið gætt að orkunýtingu og meðferð aflans . Skipið er hannað af Rolls Royce . Við stöndum því á tímamótum en smíði Heimaeyjar sýnir svo ekki verður um villst að eigendur Ísfélags Vestmannaeyja eru ein lægir í þeirri vinnu sinni að byggja upp glæsi legt sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu . Það var vitaskuld ekki áhættu­ laust að ákveða að hefja smíði tveggja nýrra skipa . Þetta hefur heldur betur sýnt sig og þar höfum við meðal annars þurft að eiga við óblíða móður náttúru . Nú eigum við hins vegar í annarri baráttu sem virðist ætla að verða tvísýnni og erfiðari og það er baráttan við stjórnvöld á Íslandi . Hver getur trúað því að ríkisstjórn Íslands sé staðráðin í því að ráðast að undirstöðu búsetu hér á landi, sjávarútveginum og veikja hann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.