Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 49

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 49
48 Þjóðmál SUmAR 2012 Krónueignir innlendra aðila Eins og kom fram hér að framan hefur afnámsáætlunin ekki veitt upplýsingar um óþreyju innlendra krónueigenda að flytja hluta eignasafns síns úr landi . Áður en höftin eru afnumin er nauðsynlegt að fá mælingu á þessu . Þetta má gera með útboðum og jafnvel könnunum . 16 Líklegt er að óþreyja þessara aðila, sem og annarra, vaxi eftir því sem höftin dragast á langinn enda er í mörgum tilfellum verið að hindra eðli lega dreifingu eignasafns innlendra fjár­ festa . Mjög hefur verið biðlað til lífeyrissjóða um að færa fjármuni til landsins í þeim tilgangi að losa út aflandskrónueigendur og hafa þeir flutt nokkra fjármuni til landsins í þeim tilgangi . Eru erlendar eignir nú innan við fjórðungur af eignasafni þeirra . Ekki er ráðlegt að ganga lengra í þessum efnum og reyndar má færa fyrir því góð rök að þegar hafi verið fulllangt gengið . Heilbrigð skynsemi segir okkur að lífeyrissjóðirnir færu varlega í flutning fjármuna á erlenda grund fyrst um sinn eftir afnám gjaldeyrishafta . En mögulega mætti búa formlega þannig um hnútana með samkomulagi milli lífeyrissjóða og stjórnvalda .17 Trúverðug efnahagsstefna er lykillinn að afnámi hafta Þá eru ótaldir aðrir innlendir krónu­eigendur . Um afstöðu þeirra vitum við lítið og hana þyrfti að kanna eins og áður er vikið að . Gjörðir þeirra, sem og annarra, ráðast líklega fyrst og fremst af trú þeirra 16 Niðurstöður úr könnunum yrði ávallt að taka með ákveðn um fyrirvara en þær gætu þó veitt tilteknar upp lýs­ ingar . 17 Áætlun SA leggur til að samið verið við lífeyrissjóðina og hygg ég að ríkur vilji yrði meðal þeirra til að ná samn­ ingum . á íslensku efnahagslífi . Á endanum skiptir trúverðug efnahagsstefna meira máli en allar aðrar ráðstafanir samanlagt við afnám hafta . Gríðarlegar fjárhæðir eru í reynd hvikar, þ .e . gætu leitað út úr hagkerfinu með skömmum fyrirvara . En þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri . Þetta á við öll nútímahagkerfi . Ómögulegt er að gera sérstakar ráðstafanir vegna alls þessa fjár . Hægt er að byggja inn ákveðnar almennar hraðatakmarkanir, s .s . almennan tímabundinn útgönguskatt á fjármagnshreyfingar við afnám hafta og, til framtíðar litið, inngönguskatt við ákveðnar aðstæður .18 Ákvörðun um að einblína fyrst um sinn á aflandskrónur í afnámsferlinu var misráðin að mínu viti . Reynt hefur verið að hvetja aflandskrónueigendur til þátttöku í gjaldeyrisútboðum með því að skapa væntingar um langvinn höft . Ekki er hægt að stýra væntingum aflandskrónueigenda án þess að skapa svipaðar væntingar meðal annarra . Þetta hefur dregið úr trú á efnahagsstefnu stjórnvalda og minnkað áhuga á krónueignum . Nær hefði verið að gera trúverðugleika efnahagsstefnunnar að hryggjarstykkinu í áætlun um losun gjaldeyrishafta . Þannig hefðu aðgerðir í efnahagsmálum verið órjúfanlegur þáttur af afnámsáætluninni . Sú áætlun hefði m .a . átt að skerpa á jákvæðri afstöðu stjórnvalda til erlendrar fjárfestingar og skýra fyrirætlanir þeirra í auðlindamálum . Þetta hefði krafist þess að stjórnvöld væru mjög samstíga í stefnu sinni og aðgerðum . Mismunandi afstaða stjórnarliða innbyrðis í lykilmálum gerir nálgun af þessum toga erfiða í framkvæmd . Þar með er ég ekki að halda því fram að ekkert hafi áunnist í að byggja upp trú á íslensku efnahagslífi í kjölfar hruns 18 Sá útgönguskattur ætti þó að sjálfsögðu ekki við þá fjármuni sem skilgreindir eru sem nýfjárfesting í lögum um gjaldeyrismál .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.