Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 37
36 Þjóðmál SUmAR 2012 stúlkum, sem hefðu sagt henni það, sem hún hefði viljað heyra .10 Fleiri dæmi má nefna um göfuga villi­menn, sem hvergi reyndust vera til . Á önd verðum áttunda áratug 20 . aldar til ­ kynnti filippískur auðkýfingur og stjórn ­ málamaður, Manuel Alizalde, að á Mind­ anao­eyju hefði hann fundið ættflokk á stein aldarstigi, sem kallaðir væri Tasaday .11 Þótt Alizalde takmarkaði stranglega aðgang að bólstað hinna nýfundnu steinaldar­ manna, birtu vestræn blöð frásagnir af „síð­ ustu sakleysingjum heims“, sem byggju í hell um, lifðu á berjum, froskum og möðk­ um, þyldu ekki hungur, ættu engin vopn og kynnu engin orð um stríð: Hafi allir okkar forfeður verið eins og þetta fólk, erum við komin af betri efniviði en við höfum þorað að vona . Það er þá bara Þrátt fyrir hárbeitt háðsyrði Voltaires lifði goðsögnin um göfuga villimenn góðu lífi á nítjándu og tuttugustu öld . Árið 1928 birti bandaríski mannfræðingurinn Margaret Mead bókina Uppvöxt á Samóa, og var hún um þá göfugu villimenn, sem hún hafði fundið á eyjum Kyrrahafs, þegar hún var þar í námsferð 23 ára að aldri . Þar þekktust ekki morð og nauðganir, en ungt fólk stundaði kynlíf sér til unaðar og án nokkurrar sektarkenndar .8 Bók Meads var fjörlega skrifuð og seldist vel, og varð hún vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum . Var lýsing Meads á ungum eyjarskeggjum þar syðra höfð til marks um, að umhverfi skipti meira máli en erfðir . Siðferðisreglur væru af þeim sökum frekar afstæðar en algildar . „[M]ismunandi félagslíf og menningar mótar menn með ólíkum hætti, jafnvel á þeim sviðum, sem okkur hættir við að halda, að um sé að ræða algild og eðlislæg viðhorf og atferði,“ skrifaði Símon Jóh . Ágústsson í Sálarfræði sinni, sem kom út 1967, og vísaði sérstaklega til verka Meads þessu til stuðnings .9 En árið 1983 gaf nýsjálenskur mannfræðingur, Derek Freeman, út bók, þar sem hann bar brigður á niðurstöður Meads . Hafði hann dvalist árum saman á sömu stöðum og Mead og talaði tungu eyjarskeggja, sem hún gerði ekki . Kváðu íbúar lýsingu Meads á siðferði þeirra alranga, og sannfærðist Freeman sjálfur um það eftir rannsóknir sínar . Til dæmis væru nauðganir á Samóa talsvert tíðari en í Bandaríkjunum . Sérstök áhersla væri einnig lögð á, að ungar stúlkur væru hreinar meyjar, þegar þær giftust . Það væri ekki vegna kristilegra áhrifa, enda hefði dauðarefsing legið við óskírlífi, áður en kristnir menn komu til Samóa . Mead hafði að sögn Freemans aldrei stundað neinar rannsóknir á eynni, heldur búið þar í nokkra mánuði heima hjá bandarískum trúboða . Þar hefði hún tekið á móti ungum Lýsingar mannfræðingsins Margaretar Meads á göf­ ug um villimönnum á Samóa­eyjum reyndust aðal­ lega sóttar í óvísindalegar furðusögur .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.