Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 71
70 Þjóðmál SUmAR 2012 einhverja ímyndaða tilvist eða ímyndaðar verur . Eitt mögulegt svar frjálshyggju­ manna er að ríkisvald sé uppspretta kúg­ unar í tilfelli Tíbets og Eystrasaltsríkjanna — og að takmörkun á búsetufrelsi sé rétt­ lætan leg til að verjast ráðabruggi ríkisvalds . Slík ábend ing væri að sjálfsögðu rétt, en hún missir marks, því að aðstaðan væri sú sama þó að menningar­pólitíska valdataflið væri skipulagt af frjálsum félagasamtökum, hvort sem um væri að ræða fyrirtækjasam­ steypu, trúfélag, þjóðmenningarhóp eða verkalýðs samtök . Rothbard lýsti skoðun sinni á álita efn­inu í ræðu á þingi Mont Pèlerin­sam­ takanna í Río de Janeiro í Brasilíu haust­ ið 1993 . Grein byggð á ræðunni birt ist í Journal of Libertarian Studies haust ið 1994 (11:1) undir heitinu „Nations by Consent: Decomposing the Nation­State“ (Þjóðir með samþykki: Að sundra þjóðríkinu) . Rothbard byrjar greinina á að greina þjóðar hug takið frá ríkishugtakinu og að gagn rýna tómhyggjulega nálgun sumra frjáls hyggjumanna gagnvart tungumáli, menningu og félagslegum einingum á borð við fjöl skyldu og þjóð, sem fólk fæðist jafnan inn í . Þjóðir eru ekki hugsmíð, eins og þó nokkrir handhafar tískuskoðana hneigjast að, heldur raunveruleg fyrirbæri í mann líf­ inu sem varða gjarnan sjálfsmynd og kímni­ gáfu fólks, svo að eitthvað sé nefnt . Rothbard leggur áherslu á rétt samfélagsheilda, eins og þjóða og þjóðarbrota, til aðskilnaðar frá ríkjum sem þær vilja ekki tilheyra og rétt þeirra til að sameinast öðrum einingum að eigin vali . Meginreglan væri sú sama og í sam­ skiptum einstaklinga: eignarréttur og frjálsir samn ingar en ekki ofbeldi og þvingun . Svar Rothbards við spurningunni um hver innflytjendastefna frjálshyggjunnar sé, er byggt á fyrrnefndu líkani anarkó­kapítal­ ismans . Samkvæmt því líkani, þar sem allt land er í einkaeigu og ekkert ríkisvald er til staðar, mun ákvörðunarvald um rétt fólks til búsetu velta á landeigendum einum . Í raun leysist innflytjendavandinn alfarið upp í anarkó­kapítalísku skipulagi, því að þá skiptist fólk ekki lengur í ríkisborgara annars vegar og ekki ríkisborgara hins vegar: búseturéttur réðist eingöngu af eignar­ rétti og samningum . Þegar þessi ein földu sannindi eru höfð í huga blasir niður staðan við: landsvæði yrðu að jafnaði ekki opin til búsetu í fyrirmyndarsamfélagi frjáls­ hyggjunnar, heldur réðist búsetustefnan af vilja og hagsmunum landeigenda eða sam­ taka þeirra . Niðurstaðan undirstrikar auðvitað mik­il vægan greinarmun varðandi kapítal ­ íska frjálshyggju: hún byggist á laissez­faire (lausn undan ríkisafskiptum) en ekki laissez­aller (hömluleysi), sem er áþekkur greinarmunur og á libertarian (lýtur að sjálfsákvörðunarrétti) og libertine (lýtur að lauslæti eða siðleysi) . Frjálshyggja er bless­ unar lega ekki útópísk stefna sem leitast við að losa fólk undan hvers kyns valda­form­ gerð, heldur er hún ákjósanleg tegund af slíkri formgerð, nánar tiltekið formgerð byggð á eignarrétti, kapítalismi . En þó að „landamæri“ séu ekki endi­lega opin í anarkó­kapítalísku skipu ­ lagi, hvaða þýðingu hefur það í nú ver andi kerfi? Rothbard ræðir það ekki ítarlega þó að skýrt sé að landamæri ríkisins ættu ekki að vera opin að hans mati . Það varð hlut skipti eftirlætisnem anda Rothbards og arf taka hans sem höfuð­ hugmyndafræðings Ludwig von Mis es­ stofnunarinnar, Hans­Hermanns Hoppe, að setja röksemdafærsluna fram á grein­ ar góðan hátt . Kafli í frægri bók hans, Lýðræði: Guðinn sem brást (e . Demo cracy:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.