Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 54
 Þjóðmál SUmAR 2012 53 H . Haarde og segir að ekki hafi verið um al varlegar ávirðingar í starfi forsætisráðherra að ræða og því verði honum ekki gert að sæta refsi ábyrgð á grundvelli laga nr . 4/1963 . Niðurstaðan varð því sú að Geir H . Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sak felldur á grundvelli formbrots af meiri­ hluta landsdóms fyrir að hafa ekki haldið sérstaka ríkisstjórnarfundi um aðsteðjandi hættu sem steðjaði að fjármálakerfinu og meirihlutinn gaf sér að honum hefði mátt vera ljós frá því í byrjun febrúar 2008 . Draga má í efa að það teljist alvarlegt brot af hálfu forsætisráðherra að halda ekki sérstaka ríkisstjórnarfundi um mögulegan vanda fjármálakerfisins . Rökstuðningur minnihluta dómsins fyrir sýknu í þessu sambandi er mjög góður og ástæðulaust að gera annað en að vísa til hans . Einnig mætti vísa til umfjöllunar Friðriks Sophussonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, í þætti hjá Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmála­ ráð herra, á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hann rekur með mjög skýrum hætti með hvaða hætti ríkisstjórnir starfa á Íslandi . Ástæða er til að hvetja Friðrik til að taka saman í rituðu máli meginatriðin sem hann setti fram í umræddum sjónvarpsþætti . Niðurstaða Friðriks, eins og minnihluta dómenda landsdóms, var því sú að það væri fráleitt að skýra ákvæði 17 . gr . stjórnar­ skrárinnar með þeim hætti sem meirihluti landsdóms gerði og sýkna hefði átt fyrr­ verandi forsætisráðherra einnig af þessum ákærulið . Þó að dómur landsdóms marki ákveðin tíma mót í pólitískri sögu okkar og réttar­ fars sögu, þá þykir mér ólíklegt að sú niður­ staða sem meirihluti landsdóms komst að muni þykja mikilvæg eða merkilegt innlegg í íslenska lögfræði þegar tímar líða fram . Það væri þá helst, ef menn vilja benda á tak markaðar og jafnvel rangar forsendur fyrir niðurstöðu meirihluta dómenda . IV . Þrátt fyrir að það sé niðurstaða mín að meirihluti landsdóms hrapi að rangri niðurstöðu með sakfellingu yfir Geir H . Haarde, þá má ekki skilja orð mín svo að ég telji að ríkisstjórn hans hafi starfað pólitískt óaðfinnanlega hvað varðaði stjórn efnahags­ og fjármála þjóðarinnar en það er annað mál . Ríkisstjórn Geirs H . Haarde tók ranga en meðvitaða ákvörðun um að auka ríkis­ útgjöld gríðarlega mikið . Sjálfumgleði ein­ kenndi þjóðfélagið og þjóð félags umræð una á þessum tíma . Þess vegna varð „Hrunið“ ekki bara efnahagslegt áfall heldur líka gríðarlegt andlegt áfall fyrir þjóðina . Þegar dómurinn er skoðaður með tilliti til þess hvað átti sér stað hér á landi og erlendis á sama tíma, þá virðist sem meirihluti dóm­ enda landsdóms gefi sér forsendur sem stand ast illa skoðun . Þannig er ein megin­ for senda sakfellingar að forsætisráð herra hafi mátt vera ljós alvarleg staða banka­ kerfisins í febrúar 2008 . Var það svo? Mátti forsætisráðherra eða öðrum ráðamönnum vera ljóst í febrúar 2008 að helstu viðskiptabankarnir gætu orðið gjaldþrota á árinu 2008? Þegar heimildir frá árinu 2008 eru skoðaðar kemur m .a . í ljós frétt á forsíðu Morgunblaðsins frá 29 . febrúar 2008 þar sem sagt er frá nýju mati matsfyrirtækisins Moody´s á íslensku bönkunum . Þar segir eftirfarandi: Samkvæmt álagsprófi Moody´s geta bankarnir staðist meiriháttar áföll . Þar er litið til getu til að viðhalda hagnaði og gæðum útlána, þróunar lausafjárstöðu og viðskiptalíkana . Lausafjárstaða allra bank anna er sögð vera góð . Glitnir geti, þrátt fyrir talsverða endurgreiðslubyrði á þessu ári, gengið á lausafé sitt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.