Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 38
 Þjóðmál SUmAR 2012 37 spurning, hvenær maðurinn hefur breyst úr friðsamlegri og vingjarnlegri veru í þetta viðskotailla, harða og skapvonda fyrirbæri, sem við þekkjum best .12 Gerð var heimildarmynd um ættflokkinn, sem sýnd var í Sjónvarpinu haustið 1973,13 og skrifuð um þá bók, en útdráttur úr henni birtist í Lesbók Morgunblaðsins vorið 1975 .14 Alizalde hafði góð tengsl við einræðisherra Filippseyja, Ferdinand Marcos, og fékk enginn að heimsækja Tasaday­fólkið án sérstaks leyfis . Eftir að Marcos hraktist frá völdum 1986, hélt svissneskur mann­ fræðingur, Oswald Iten, á slóðir stein­ aldarmannanna . Þetta reyndist þá hafa verið gabb eitt . Fólk af nálægum slóðum hafði fengið greitt fyrir að afklæða sig, fara inn í hellana og leika saklausa villimenn, og það fólk kunni svo sannarlega orð um stríð á tungu sinni . Ekki er enn fullljóst, hvað gabbinu olli, en líklegasta skýringin er, að Alizalde hafi viljað vekja á sér athygli .15 Eftir að áhyggjur af umhverfisspjöllum jukust á síðari helmingi tuttugustu aldar, tók goðsögnin um göfuga villimenn á sig nýja mynd . Nú áttu þeir að lifa í sátt við sjálfa sig og náttúruna, en ekki vera gráðugir, sjálfselskir og skammsýnir eins og vestrænir neytendur í kapphlaupi hver við annan . Í bókinni Heimi á helvegi, sem kom út á íslensku 1973, andmæltu Edward Goldsmith og meðhöfundar hans þeirri skefjalausu einstaklingshyggju, sem einkenndi að sögn þeirra þéttbýli nútímans, þar sem tengsl slitnuðu við aðra og menn færu sínu fram án samkenndar og samráðs: Í frumstæðum samfélögum, sjálfum sér nógum, sem mannfræðingar hafa átt kost á að rannsaka, örlar hins vegar ekki á þessari einstaklingshyggju . Einstaklings­ hvatirnar kunna annaðhvort að vera bældar niður eða þeim er beint inn á brautir samfélagsins . Þó er enginn yfir annan settur til þess að stjórna, og allir njóta frjálsræðis í miklu ríkari mæli en við þekkjum . Og jafnframt nýtur þetta fólk kosta lítilla samfélaga, — að þekkjast og vera þekktur, að njóta samvista við aðra í stað ólýsanlegrar yfirborðsmennsku stórborgarlífsins . Kostir sem þessir hljóta að veita fólki næga umbun fyrir að draga úr óhófsneyslu sinni .16 Jafnframt hefðu frumstæðar þjóðir gengið miklu betur um umhverfi sitt en nútíma­ menn . „En það, sem mestu varðaði, var, að veiðimannaþjóðfélögin féllu sem hlekk­ ur inn í lífskeðjurnar þar, sem þau höfðu ákveðnu hlutverki að gegna fyrir um­ hverfið .“17 Dæmigert um hina nýju sýn fyrir áhrif græningja var, hvernig brasilíski ind­ íána ættflokkurinn Kayapo (á portúgölsku Caiapó) varð skyndilega fréttaefni á ní unda áratug 20 . aldar . Í honum eru um sjö þús ­ und manns, og býr hann umhverfis ána Xingu, sem er ein af þverám Amasón­fljóts­ ins . Hinn heimsfrægi dægurlaga söngvari Sting hreifst af fábrotnum lifnaðar háttum Kayapo­manna og vildi óður og uppvægur vernda heimaslóðir þeirra fyrir ágangi . Árið 1989 hélt hann ásamt indíánanum Raoni, höfð ingja ættflokksins, í leiðangur um höfuð borgir Vesturlanda til að mótmæla áætlun um vatnsaflsvirkjun í Altamira í Amasón­skóginum, en þá hefði talsvert land farið undir uppistöðulón, svo að hópur Kayapo­manna hefði orðið að flytja sig um set .18 Í framhaldi af áróðursherferð þeirra Stings og Raonis hætti Alþjóðabankinn raunar við að lána fé til virkjunarinnar, og varð ekki af henni . Sting stofnaði einnig Regn skóga stofnunina, The Rainforest Found ation, og fékk brasilísk stjórnvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.