Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 86
 Þjóðmál SUmAR 2012 85 Austurlands batni, t .d . með bættum flug ­ samgöngum og um leið bætir það sam­ keppnisstöðu annarra ferðaþjónustuaðila á svæðinu . Í reynd má þannig segja að verið sé að stækka kökuna og að þessi fyrirhugaða upp bygging sé líkleg til að verða annarri ferða þjónustu á svæðinu mikil lyftistöng, auk þess sem þetta mun styðja við átak í markaðs­ setningu á Norðurlandi sem áfanga staðar fyrir erlenda ferðamenn . Frekari fregna af fram gangi verkefnisins má vænta á komandi vikum . Huang Nubo sagði þriðjudaginn 17 . apríl, á kaupstefnu í kínversku borg­ inni Shanghai, að hann vonaðist til að geta skrifað undir samning um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum þrátt fyrir erfiðleika við framkvæmd áforma sinna . Kom þetta fram í frétt chinadaily.com.cn mið vikudaginn 18 . apríl . Í fréttinni sagði að háttsettir íslenskir embættismenn hefðu stutt umsókn hans um kaup á Grímsstöðum en innan­ ríkisráðuneytið á Íslandi hefði í nóvember úrskurðað að umsóknin félli ekki að íslenskum lögum um eignarhald útlend­ inga á landi . „Þrátt fyrir að ekki gengi allt að óskum hafnaði ríkisstjórnin tillögu okkar ekki alfarið,“ sagði Huang . „Líklega munum við ganga frá fjárfestingunni innan tveggja mánaða .“ Í fréttinni var haft eftir Þórði Hilmars­ syni, forstöðumanni Fjárfestingarstofunnar, sem er hluti Íslandsstofu, að unnið væri að breyt ingum á lögum til að koma til móts við fjárfesta frá löndum á borð við Kína . Þórður sat kaupstefnuna í Shanghai . Huang Nubo sagði að verkefnið á Íslandi yrði hornsteinn sóknar hans á Norður lönd­ um næsta áratug . Næst ætlaði hann að láta að sér kveða í Danmörku og sagðist oft hafa rætt við danska embættismenn um hugsanlega fjárfestingu . Hann mundi auk þess fara á skíði á Grænlandi með danska sendiherranum í Kína til að kynnast fjár­ festingarverkefnum þar . Hinn 18 . apríl 2012 birtist frásögn á bandaríska vefmiðlinum forbes.com þar sem haft er eftir Þórði Hilmarssyni að Nubo verði líklega leigt landið á Grímsstöðum til langs tíma . Föstudaginn 4 . maí 2012 ræddi ríkis­stjórn Íslands drög að samkomulagi við Huang Nubo . Samkomulagið var gert án vit undar Ögmundar Jónassonar innanríkis­ ráð herra . Í kínverskum fjölmiðlum hreykti Huang Nubo sér af því að hafa sniðgengið Ögmund og lét eins og þar með væri hann kominn á beinu brautina til Grímsstaða . Eftir ríkisstjórnarfundinn kom hins vegar í ljós að ekkert samkomulag hafði verið gert . Ágreiningur var til dæmis um hvort Huang fengi Grímsstaði til leigu til 40 ára eða 99 ára . Spurningin virtist ekki snúast um verð, 800 milljónir króna sem sveitarfélög ætluðu að taka að láni og innheimta síðan frá Huang . Áhugamenn um fjárfestingu Huangs Nubos fögnuðu fréttunum frá Shanghai og um sam komulagið . Var til dæmis látið í veðri vaka að það væri nú mikill munur á þess um viðskiptum eða því þegar kanadísk­ ur fjárfestir stofnaði „skúffu fyrir tæki“ í Sví­ þjóð til að geta eignast hlut í HS Orku . Nú væri allt uppi á borðinu og ekki beitt neinum brögðum! Laugardaginn 5 . maí 2012 sagði Huang Nubo við kínverska fjölmiðla að samn­ ingur hans um land á Íslandi hefði verið samþykktur föstudaginn 4 . maí eftir að háttsettir íslenskir embættismenn hefðu fundað um málið . Á fundinum hefði nefnd fulltrúa efnahags­, fjármála­ og iðnaðar­ ráðherra Íslands samþykkt að leigja Huang landið í stað þess að selja honum það . Huang hafði að hans sögn fengið þessar góðu fréttir frá umboðsmanni fyrirtækis síns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.