Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 46
 Þjóðmál SUmAR 2012 45 framt að velta fyrir sér hvað kunni að gerast við afnám hafta, þar með talið líkunum á því að aðrir aflandskrónueigendur ryðjist þá út með látum . Eftir því sem fleiri aflandskrónur eru losaðar út og þátttaka minnkar í útboðum Seðlabankans aukast líkur á því að tilboðum þeirra sem eftir standa verði tekið . Þeir aflandskrónueigendur sem vilja losna út, af ótta við gengisfall við afnám eða af öðrum ástæðum, hafa því aukinn hvata til þátttöku í útboðunum . Staðreyndin er hins vegar sú að tiltölulega fáar nýjar aflandskrónur hafa bæst við útboðin eftir því sem aðrar hafa verið losaðar út . Að teknu tilliti til viðskipta sem Seðlabankinn átti í desember 2011 hefur hann losað um 60 milljarða aflandskróna úr landi sl . ár, eða áþekka fjárhæð og nam heildarfjárhæð tilboða í fyrsta útboði bankans í júní 2011 . Í síðasta útboði stóðu einungis eftir 16 milljarðar aflandskróna sem ekki var hleypt út . Reyndar má halda því fram að hönnun útboða Seðlabankans fram að síðasta útboði í maí kunni að hafa dregið úr hvata til þátttöku þrátt fyrir væntingar um langvinn gjaldeyrishöft . Á ég þar við að Seðlabankinn bauðst til að kaupa tiltölulega lágar fjárhæðir í hverju útboði sem minnkar líkur á útgöngu . Í útboðunum sl . sumar bauðst hann í hvoru útboði til að kaupa 15 ma . kr . Í útboðinu í mars sl . var útboðsfjárhæðin aukin í 25 ma . kr . Það og væntingar um minni þátttöku (vegna fyrri losunar aflandskróna úr landi) hefði átt að að auka hvata til þátttöku í samanburði við fyrri útboð .11 Þrátt fyrir að útboðsfjárhæð hafi verið aukin í skilmálum útboðsins í mars mætti færa rök fyrir því að vísbending Seðlabankans fyrir útboðið um lágmarksverð í útboðinu, 255 kr . per evru, hafi dregið úr hvata til þátt­ töku . Niðurs taðan reyndist þó á endanum hag stæðari þeim aflandskrónueigendum sem fengu tilboð sín samþykkt, 235 kr . á evru . Í útboðinu í maí var síðan brugðið á það ráð að tiltaka hvorki útboðsfjár hæð né gefa vísbendingu um lágmarksverð, en það virtist ekki hafa afgerandi áhrif á þátttöku . Aftur má reyna að leita skýringa sem séu í samræmi við kenninguna um óþreyju aflands krónueigenda . Skýr ásetningur Seðla bank ans um að nýta ekki gjaldeyris­ forða sinn í þeim tilgangi að losa út aflands­ krónu eigendur og takmarkað innflæði gjaldeyris eftir þeim leiðum sem áætlun um losun hafta býður upp á gæti hafa dregið úr vænt ingum aflandskrónueigenda um að komast út í útboðinu í maí og því latt þá 11 Í öllum útboðunum þremur áskildi Seðlabankinn sér rétt til að hækka eða lækka útboðsfjárhæðina . TAFLA 1 – Kaup Seðlabankans á krónum fyrir evrur í útboðum Dags . útboðs Heildarfjárhæð til boða ma . kr . Fjárhæð tilboða sem var tekið ma . kr . Lágmarksverð ISK pr . EUR Útboðsfjárhæð ma . kr . 7 .6 . 2011 61,1 13,4 215 15 12 .7 . 2011 52,2 14,9 215 15 28 .3 2012 26,3 4,9 235 25 9 .5 2012 25,3 9,1 239 Á ekki við Upplýsingar í töflu eru úr fréttatilkynningum Seðlabankans . Að auki keypti Seðlabankinn í desember 2011 ríkisskuldabréf fyrir evrur í tengslum við afnám gjaldeyrishafta . Nam fjárhæð viðskipta 17–18 ma .kr . (heimild: http://www .vb .is/frettir/68970/?q=Seðlabanki%20Íslands) .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.