Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 76
 Þjóðmál SUmAR 2012 75 makrílstofninum, þótt makríllinn sæki nú í auknum mæli inn í lögsögu Íslands, hrygni þar jafnvel og fitni mjög . Hér er um mikla hagsmuni að tefla, sem numið geta 10% af út flutningsverðmæti sjávarútvegsins . Alls ekki má gefa slæmt fordæmi og hleypa flota ESB­landanna inn í lögsöguna á eftir makrílnum . Með samkomulagi verður að ákveða á vísindalegum grundvelli, hversu mikið verður tekið úr makríl stofn inum innan íslenzkrar lögsögu af Ís lend ing um, innan norskrar lögsögu af Norð mönnum og hins vegar á opnu hafsvæði af ESB . Ef ESB ætlar að beita Íslendinga afar kostum ætti aðildarviðræðum að verða sjálf hætt og einboðið að beina markaðs setn ingu makríls ins út fyrir ESB . Hóti ESB lönd­ unar banni á öðrum tegundum, ber að draga þá fyrir dóm vegna brots á alþjóða­ samn ingum . Saman ráða Ísland og Noregur yfir geysi­ legum hafflæmum, sem er ESB þyrnir í augum, því að þessi yfirráð loka í raun aðgengi ESB að hafsvæðum, sem stefnu­ mótendum ESB þykir nauðsyn bera til að lúti lögsögu Brüssel til að vega upp á móti áhrifum Rússlands og Norður­Ameríku . Hagsmunir Íslendinga verða bezt varðir og þróaðir með aðild landsins að EES6 og nánara samstarfi við Norðurlöndin, einkum Noreg og Færeyjar, ásamt Grænlandi . Náið bandalag hefur tekizt með Færeyingum og Íslendingum, t .d . um makrílinn, og þetta þarf að útvíkka til Noregs, einkum á sviði olíu­ og gasvinnslu, þar sem Noregur má síns mikils á heimsvísu . Ekki er tiltöku­ mál, þótt frændur greini á um einstök hags­ muna mál . Sameiginlegir hagsmunir vega miklu þyngra . Varnarhagsmunum Íslands er enn um hríð bezt borgið innan NATO, og í nánustu framtíð verður að efla Landhelgisgæzlu Íslands mjög til að hún verði í stakk búin til að stunda raunhæft eftirlit með skipaumferð, e .t .v . í samstarfi við NATO, og að vera í viðbragðsstöðu gagnvart auknum fjölda skipa sem sigla um lögsögu Íslands og aukinni mengunarhættu vegna vinnslu og flutninga á olíu og gasi . Til að hamla gegn ásælni stórríkis Evrópu dugar ekki aukið samstarf Norður­ landanna, heldur verður að efla samstarf við stórveldin BNA, Rússland og Kína . Það verður bezt gert með myndun gagn kvæmra viðskiptahagsmuna á sviðum utanríkis­ viðskipta og fjárfestinga á Íslandi . Tilvísanir 1 . 1 Mtu/d = 1 milljón tunna af hráolíu á sólarhring . 2 . Verð á hráolíutunnu er um þessar mundir (apríl 2012) u .þ .b . 125 USD/tu . Eftirspurnin nú nemur um 80 Mtu/d og er talin munu nema um 100 Mtu/d árið 2030 . Til að framboðið aukist svo mikið verður líklega að hækka verðið í 200 USD/tu (tilgáta höfundar), og þannig er fengin áætlun um verðið 150 USD/tu að 10 árum liðnum (2022) . 3 . Ísland er nú þegar næststærsti útflytjandi áls til ESB og getur hæglega orðið stærsti útflytjandi áls til ESB og síðar meir má vel hugsa sér þróun í úr­ vinnslu áls á Íslandi í umtalsverðum mæli . Í bí gerð er hjá framkvæmdastjórn ESB að banna gerð nýrra langtímasamninga um raforku til að efla frjálsa samkeppni á raforkumarkaðinum . Íslend ingar þurfa undanþágu frá þessu ákvæði, því að lang tíma samn­ ingur er grundvöllur fjárfestinga í stóriðju og í virkjun og stofnkerfi . 4 . Með Hruninu er átt við fall fjármálakerfisins á Íslandi í október 2008, eftir fall Lehmansbræðra 15 . september 2008, er allar lánalínur til Íslands voru rofnar af erlendum bankastofnunum, þar sem almenn tortryggni magnaðist, og þær höfðu misst allt traust á íslenzka fjármálakerfinu, m .a . vegna óheyrilegrar yfirskuldsetningar þess . 5 . Vienna Convention on Diplomatic Relations (1961) . Orðalag 48 . greinar sáttmálans er með þeim hætti, að sumir fræðimenn telja hindrandi fyrir aðild ESB að sáttmálanum, en ESB er engu að síður talið bundið af þessum sáttmála . 6 . EES=Evrópska Efnahagssvæðið, þar sem auk ESB­landanna eru Ísland, Noregur og Liechtenstein, en Svisslendingar hurfu á braut þaðan eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar um . Stærsti kosturinn við aðild er aðgengi að innri markaði EES .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.