Þjóðmál - 01.06.2012, Page 76

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 76
 Þjóðmál SUmAR 2012 75 makrílstofninum, þótt makríllinn sæki nú í auknum mæli inn í lögsögu Íslands, hrygni þar jafnvel og fitni mjög . Hér er um mikla hagsmuni að tefla, sem numið geta 10% af út flutningsverðmæti sjávarútvegsins . Alls ekki má gefa slæmt fordæmi og hleypa flota ESB­landanna inn í lögsöguna á eftir makrílnum . Með samkomulagi verður að ákveða á vísindalegum grundvelli, hversu mikið verður tekið úr makríl stofn inum innan íslenzkrar lögsögu af Ís lend ing um, innan norskrar lögsögu af Norð mönnum og hins vegar á opnu hafsvæði af ESB . Ef ESB ætlar að beita Íslendinga afar kostum ætti aðildarviðræðum að verða sjálf hætt og einboðið að beina markaðs setn ingu makríls ins út fyrir ESB . Hóti ESB lönd­ unar banni á öðrum tegundum, ber að draga þá fyrir dóm vegna brots á alþjóða­ samn ingum . Saman ráða Ísland og Noregur yfir geysi­ legum hafflæmum, sem er ESB þyrnir í augum, því að þessi yfirráð loka í raun aðgengi ESB að hafsvæðum, sem stefnu­ mótendum ESB þykir nauðsyn bera til að lúti lögsögu Brüssel til að vega upp á móti áhrifum Rússlands og Norður­Ameríku . Hagsmunir Íslendinga verða bezt varðir og þróaðir með aðild landsins að EES6 og nánara samstarfi við Norðurlöndin, einkum Noreg og Færeyjar, ásamt Grænlandi . Náið bandalag hefur tekizt með Færeyingum og Íslendingum, t .d . um makrílinn, og þetta þarf að útvíkka til Noregs, einkum á sviði olíu­ og gasvinnslu, þar sem Noregur má síns mikils á heimsvísu . Ekki er tiltöku­ mál, þótt frændur greini á um einstök hags­ muna mál . Sameiginlegir hagsmunir vega miklu þyngra . Varnarhagsmunum Íslands er enn um hríð bezt borgið innan NATO, og í nánustu framtíð verður að efla Landhelgisgæzlu Íslands mjög til að hún verði í stakk búin til að stunda raunhæft eftirlit með skipaumferð, e .t .v . í samstarfi við NATO, og að vera í viðbragðsstöðu gagnvart auknum fjölda skipa sem sigla um lögsögu Íslands og aukinni mengunarhættu vegna vinnslu og flutninga á olíu og gasi . Til að hamla gegn ásælni stórríkis Evrópu dugar ekki aukið samstarf Norður­ landanna, heldur verður að efla samstarf við stórveldin BNA, Rússland og Kína . Það verður bezt gert með myndun gagn kvæmra viðskiptahagsmuna á sviðum utanríkis­ viðskipta og fjárfestinga á Íslandi . Tilvísanir 1 . 1 Mtu/d = 1 milljón tunna af hráolíu á sólarhring . 2 . Verð á hráolíutunnu er um þessar mundir (apríl 2012) u .þ .b . 125 USD/tu . Eftirspurnin nú nemur um 80 Mtu/d og er talin munu nema um 100 Mtu/d árið 2030 . Til að framboðið aukist svo mikið verður líklega að hækka verðið í 200 USD/tu (tilgáta höfundar), og þannig er fengin áætlun um verðið 150 USD/tu að 10 árum liðnum (2022) . 3 . Ísland er nú þegar næststærsti útflytjandi áls til ESB og getur hæglega orðið stærsti útflytjandi áls til ESB og síðar meir má vel hugsa sér þróun í úr­ vinnslu áls á Íslandi í umtalsverðum mæli . Í bí gerð er hjá framkvæmdastjórn ESB að banna gerð nýrra langtímasamninga um raforku til að efla frjálsa samkeppni á raforkumarkaðinum . Íslend ingar þurfa undanþágu frá þessu ákvæði, því að lang tíma samn­ ingur er grundvöllur fjárfestinga í stóriðju og í virkjun og stofnkerfi . 4 . Með Hruninu er átt við fall fjármálakerfisins á Íslandi í október 2008, eftir fall Lehmansbræðra 15 . september 2008, er allar lánalínur til Íslands voru rofnar af erlendum bankastofnunum, þar sem almenn tortryggni magnaðist, og þær höfðu misst allt traust á íslenzka fjármálakerfinu, m .a . vegna óheyrilegrar yfirskuldsetningar þess . 5 . Vienna Convention on Diplomatic Relations (1961) . Orðalag 48 . greinar sáttmálans er með þeim hætti, að sumir fræðimenn telja hindrandi fyrir aðild ESB að sáttmálanum, en ESB er engu að síður talið bundið af þessum sáttmála . 6 . EES=Evrópska Efnahagssvæðið, þar sem auk ESB­landanna eru Ísland, Noregur og Liechtenstein, en Svisslendingar hurfu á braut þaðan eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar um . Stærsti kosturinn við aðild er aðgengi að innri markaði EES .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.