Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 42
Þjóðmál SUmAR 2012 41
Afnám gjaldeyrishafta er vafalítið mikilvægasta verkefni þjóðarinnar á sviði
hagstjórnar . Liðið er hálft fjórða ár frá því
að gjaldeyrishöftum var komið á hér á
landi . Nú er unnið eftir áætlun um losun
gjaldeyrishafta sem Seðlabankinn lagði fram
þann 25 . mars 2011 í skýrslu til efnahags
og viðskiptaráðherra . Þverrandi trú birtist
nú víða á áætlun stjórnvalda um losun
haftanna . Nánast samdóma mat greinenda
er að áætlunin hafi skilað takmörkuðum
árangri og að ekki megi vænta afnáms gjald
eyrishafta í bráð .
Umræða um afnám gjaldeyrishafta hefur
um allnokkurt skeið fyrst og fremst snú
ist um svonefndar aflandskrónur . Aflands
krónur eru krónur í eigu eða vörslu erlendra
aðila sem eru takmörkunum háðar sam
kvæmt lögum og reglum um gjaldeyris
mál . Heimilt hefur verið að geyma þessar
krónur á reikningum innlánsstofnana eða
í ríkistryggðum verðbréfum . Hvorki hefur
verið hægt að skipta þeim í erlendan gjaldeyri
né koma þeim í aðrar fjárfestingar hérlendis
nema með sérstökum undanþágum eða
leiðum sem staðið hafa til boða samkvæmt
áætlun um afnám gjaldeyrishafta .
Þverrandi trú á afnámi gjaldeyrishafta í
Páll Harðarson
Afnám gjaldeyrishafta*
____________
* Ég þakka A . Kristínu Jóhannsdóttur, Baldri Thorlacius,
Herði Einarssyni, Magnúsi Kristni Ásgeirssyni, Magnúsi
Harðarsyni og Yngva Harðarsyni fyrir gagnlegar ábend
ingar .
bráð virðist einkum byggja á eftirfarandi
atriðum:
1 . Miklu magni aflandskróna . Þær eru
nú í námunda við 400 milljarða króna .
Að auki er áætlað að nettókröfur erlendra
aðila á innlenda aðila vegna búa föllnu
bankanna séu rúmlega 600 milljarðar
króna .1 Því er nú oft talað um 1 .000
milljarða „snjóhengju“ .
2 . Forsendu um að megnið af þessu fjár
magni sé óþreyjufullt og því þurfi að losa
það úr landi áður en gjaldeyrishöft verði
afnumin . Ellegar megi búast við hruni
gengis krónunnar við losun hafta .
3 . Að afar hægt hafi gengið að losa þessar
eignir úr landi og að reyndar sé slík losun
miklum takmörkunum háð . Takmarkanir
stafi af skuldsettum gjaldeyrisforða, sem
ekki sé því hægt að grípa til í þessum
tilgangi, og ónógum viðskiptaafgangi í
samhengi við stærð vandans .
Hver er lausnin á vandanum?
Þegar málið er lagt upp með þessum hætti
skal engan undra að einhverjum fallist
hendur, ekki síst þegar haft er í huga að
ofan á þessa „snjóhengju“ innlendra eigna
1 Sjá bls . 47 í Peningamálum Seðlabanka Íslands, 2012–2,
maí 2012 .